Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 58

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 58
Náttúrufræðingurinn 58 sem kvikuinnskotið myndast á. Þau gös sem torleystust eru í kvikunni tapast fyrst, svo sem koltvíoxíð (CO2) og brennisteinstvíoxíð (SO2), en auðleystari gös á borð við HCl eru lengur að fara úr kvikunni. Við upphaf Kröfluelda (1975–1984) óx styrkur CO2 mjög í gufuaugum á svæðinu, og hola sem boruð var 1976 var með súrt vatn (pH~2) sem orsakaðist af HSO-4. Úr djúpborun- arholunni sem boruð var á Kröflu- svæði árið 2009 kom fyrst blanda af vatni og gufu, þegar hún var látin blása, en síðar yfirhituð gufa. Sýni af þéttivatni sýna mjög lágt pH-gildi sem orsakast af HCl. Vetnisklóríðið sem myndar saltsýruna gæti verið komið frá kviku en líka við útskolun úr nýstorknaðri kviku sem jarðhita- vatn étur sig niður í um leið og það veldur storknun kvikunnar og hitnar upp við það. Þá getur gufa fengið í sig HCl við það að jarðhitavatn sem inniheldur klóríð (Cl-) þurreimaðist yfir varmagjafanum. Til þessa hefur almennur árangur ekki orðið við lausn tæringarvanda- mála sem rekja má til súrs jarðhita- vatns í borholum. Á Filippseyjum hafa verið gerðar tilraunir með nið- urdælingu á lútarlausn í blásandi borholu til að hækka pH-gildi vatns- ins og lofar árangurinn góðu, enda veldur bísúlfat hinu lága pH-gildi.51 Hæpið virðist að slík meðhöndlun dugi fyrir saltsúrt borholuvatn, eða þéttivatn, sem myndast við þéttingu á gufu sem inniheldur HCl, vegna þess að slíkt borholuvatn er súrt við öll hitastig og þar með jafnvel í berg- inu utan holunnar. Einu lausnirnar sem höfundur eygir eru tvær: annað- hvort að steypa í æðar með súrum vökva og nýta æðar með ósúru vatni ofar í holunni, ef einhverjar eru, eða nota holur með súrum vökva sem förgunarholur. Hugsanlega mætti velja holur nálægt súrum holum til förgunar á affallsvatni til að „drekkja“ gufupúða yfir varmagjaf- anum og leysa með því HCl frá kviku eða gufu upp í förgunarvatn- inu. Flestar frumsteindir í basalti haga sér eins og basar, þ.e. þær eyða sýru í vatni um leið og þær leysast upp. Uppleysing þessara steinda leiðir því til þess að pH-gildi súrs vatns sem myndast í rótum háhita- kerfa hækkar þegar vatnið stígur upp og hvarfast við bergið. Eins og áður sagði jókst koltvíoxíð mjög í gufuaugum á Kröflusvæði við upphaf Kröfluelda vegna innspýt- ingar kvikugasa í jarðhitakerfið.52 Á hluta Torfajökulssvæðis er styrkur kolsýru mjög hár í gufuaugum.54 Svo er einnig í Öskju.54 Styrkur CO2 í gufu hefur áhrif á nýtni gufunnar til raforkuframleiðslu en einnig á það hversu vistvæn nýting er. Fleiri efni í jarðhitavatni og jarðgufu hafa neikvæð áhrif á umhverfið. Hér á landi eru það einkum brennisteins- vetni (H2S), uppleyst ál (Al), arsen (As) og stundum bór (B)55 og í jarðsjó einnig baríum (Ba). 8. mynd. Lághiti og ölkeldur á Íslandi. Sumar ölkeldurnar eru kaldar, aðrar heitar. – Low-temperature activity and CO2 springs in Iceland. – Some of the CO2 springs are thermal, others are non-thermal. Lághiti – Low-temperature activity 0 50 km N-A me ríku flek inn – N -Am eric an pla te Hre ppa flek i – H rep par mi cro pla te Tertíert berg – Tertiary bedrock Árkvertert berg – Plio-Pleistocene bedrock Síðkvarter hraun – Late Pleistocene lavas Súrt gosberg – Rhyolite Basískt og súrt innskotsberg – Gabbro and granophyre Hraun frá nútíma – Postglacial lavas Setlög frá nútíma – Alluvium Gosbelti – Volcanic zone Skýringar – Legend Síðkvartert móberg – Late Pleistocene hyaloclastites Ölkeldur – CO springs Evr así ufle kin n – E ura sia n p late 2
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.