Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 58
Náttúrufræðingurinn
58
sem kvikuinnskotið myndast á. Þau
gös sem torleystust eru í kvikunni
tapast fyrst, svo sem koltvíoxíð
(CO2) og brennisteinstvíoxíð (SO2),
en auðleystari gös á borð við HCl
eru lengur að fara úr kvikunni. Við
upphaf Kröfluelda (1975–1984) óx
styrkur CO2 mjög í gufuaugum á
svæðinu, og hola sem boruð var
1976 var með súrt vatn (pH~2) sem
orsakaðist af HSO-4. Úr djúpborun-
arholunni sem boruð var á Kröflu-
svæði árið 2009 kom fyrst blanda af
vatni og gufu, þegar hún var látin
blása, en síðar yfirhituð gufa. Sýni
af þéttivatni sýna mjög lágt pH-gildi
sem orsakast af HCl. Vetnisklóríðið
sem myndar saltsýruna gæti verið
komið frá kviku en líka við útskolun
úr nýstorknaðri kviku sem jarðhita-
vatn étur sig niður í um leið og það
veldur storknun kvikunnar og hitnar
upp við það. Þá getur gufa fengið í
sig HCl við það að jarðhitavatn sem
inniheldur klóríð (Cl-) þurreimaðist
yfir varmagjafanum.
Til þessa hefur almennur árangur
ekki orðið við lausn tæringarvanda-
mála sem rekja má til súrs jarðhita-
vatns í borholum. Á Filippseyjum
hafa verið gerðar tilraunir með nið-
urdælingu á lútarlausn í blásandi
borholu til að hækka pH-gildi vatns-
ins og lofar árangurinn góðu, enda
veldur bísúlfat hinu lága pH-gildi.51
Hæpið virðist að slík meðhöndlun
dugi fyrir saltsúrt borholuvatn, eða
þéttivatn, sem myndast við þéttingu
á gufu sem inniheldur HCl, vegna
þess að slíkt borholuvatn er súrt við
öll hitastig og þar með jafnvel í berg-
inu utan holunnar. Einu lausnirnar
sem höfundur eygir eru tvær: annað-
hvort að steypa í æðar með súrum
vökva og nýta æðar með ósúru vatni
ofar í holunni, ef einhverjar eru, eða
nota holur með súrum vökva sem
förgunarholur. Hugsanlega mætti
velja holur nálægt súrum holum
til förgunar á affallsvatni til að
„drekkja“ gufupúða yfir varmagjaf-
anum og leysa með því HCl frá
kviku eða gufu upp í förgunarvatn-
inu. Flestar frumsteindir í basalti
haga sér eins og basar, þ.e. þær eyða
sýru í vatni um leið og þær leysast
upp. Uppleysing þessara steinda
leiðir því til þess að pH-gildi súrs
vatns sem myndast í rótum háhita-
kerfa hækkar þegar vatnið stígur
upp og hvarfast við bergið.
Eins og áður sagði jókst koltvíoxíð
mjög í gufuaugum á Kröflusvæði við
upphaf Kröfluelda vegna innspýt-
ingar kvikugasa í jarðhitakerfið.52 Á
hluta Torfajökulssvæðis er styrkur
kolsýru mjög hár í gufuaugum.54
Svo er einnig í Öskju.54 Styrkur CO2
í gufu hefur áhrif á nýtni gufunnar
til raforkuframleiðslu en einnig á
það hversu vistvæn nýting er. Fleiri
efni í jarðhitavatni og jarðgufu hafa
neikvæð áhrif á umhverfið. Hér á
landi eru það einkum brennisteins-
vetni (H2S), uppleyst ál (Al), arsen
(As) og stundum bór (B)55 og í
jarðsjó einnig baríum (Ba).
8. mynd. Lághiti og ölkeldur á Íslandi. Sumar ölkeldurnar eru kaldar, aðrar heitar. – Low-temperature activity and CO2 springs in
Iceland. – Some of the CO2 springs are thermal, others are non-thermal.
Lághiti – Low-temperature activity
0 50 km
N-A
me
ríku
flek
inn
– N
-Am
eric
an
pla
te
Hre
ppa
flek
i
– H
rep
par
mi
cro
pla
te
Tertíert berg – Tertiary bedrock
Árkvertert berg – Plio-Pleistocene bedrock
Síðkvarter hraun – Late Pleistocene lavas
Súrt gosberg – Rhyolite
Basískt og súrt innskotsberg – Gabbro and granophyre
Hraun frá nútíma – Postglacial lavas
Setlög frá nútíma – Alluvium
Gosbelti – Volcanic zone
Skýringar – Legend
Síðkvartert móberg – Late Pleistocene hyaloclastites
Ölkeldur – CO springs
Evr
así
ufle
kin
n
– E
ura
sia
n p
late
2