Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 73

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 73
73 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hreggviður Norðdahl, Ólafur Ingólfsson og Halldór G. Pétursson Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 73–86, 2012 Ritrýnd grein Ísaldarlok á Íslandi Inngangur Síðustu áratugi hafa verið stund- aðar umfangsmiklar rannsóknir á landformum og lausum jarðlögum sem mynduðust í lok síðasta jökul- skeiðs, þegar jöklar hopuðu af land- inu vegna hlýnandi loftslags. Þetta tímabil er oft kallað „ísaldarlok“ og nær bæði yfir síðjökultíma og upp- haf nútíma og spannar um 5.400 ár, eða frá því fyrir um 15.600 árum og þar til fyrir um 10.200 árum. Hug- myndin með þessu greinarkorni er að gefa yfirlit um útbreiðslu jökla og umhverfisbreytingar í lok ísaldar á Íslandi, eins og þær virðast hafa verið í ljósi rannsókna síðustu áratuga. Fjöldi vísindamanna hefur komið að þeim rannsóknum sem hér er fjallað um, bæði íslenskir og erlendir, en allar þessar rannsóknir hvíla á einn eða annan hátt á þeim grunni sem frumherjar af eldri kyn- slóð íslenskra jarðfræðinga lögðu frá lokum 19. aldar og fram yfir miðja 20. öld. Á þessu sviði jarðvísinda má segja að grunnurinn hafi fyrst og fremst verið lagður af þeim Þorvaldi Thoroddsen (1855–1921), Guðmundi Kjartanssyni (1909–1972) og Þorleifi Einarssyni (1931–1999), án þess þó að nokkurri rýrð sé kastað á mikil- vægt framlag ýmissa annarra eldri og yngri jarðvísindamanna. Við, höfundar þessarar greinar, lærðum allir jarðfræði við Háskóla Íslands; þar kviknaði áhugi okkar á jökla- og ísaldarjarðfræði og átti Þorleifur Einarsson þar nokkurn hlut að máli. Segja má að rannsóknir okkar þre- menninganna á hörfunarsögu jökla á síðjökultíma á Íslandi hafi hafist þar sem rannsóknum Þorleifs Ein- arssonar lauk. Rétt er að hafa í huga að sú mynd sem við gerum okkur af þessum málum í dag á eflaust enn eftir að breytast, því stöðugt bætast við niðurstöður úr nýjum rannsóknum sem jafnt og þétt auka við þekkingu okkar á þessu sviði jarðvísindanna. Um nokkurt skeið hefur verið ljóst að saga umhverfisbreytinga og jökulhörfunar á Íslandi í lok síðasta jökulskeiðs er nokkru flóknari1,2,3 en áður var talið.4,5,6 Ný og nýleg gögn benda til þess að útbreiðsla/ stærð jökla og sjávarstöðubreyt- ingar í lok ísaldar hafi verið talsvert frábrugðnar því sem áður var talið. Hér er því valin sú leið að nota alþjóðleg heiti á hina ýmsu kulda- og hlýindakafla sem skiptust á í lok ísaldar, í stað þess að notast við séríslensk heiti þeirra eins og áður var gert (1. tafla). Ástæðan er m.a. sú að þau heiti tengdust nöfnum staða þar sem talið var að jarð- myndanir frá þessum tímabilum væru einkennandi og jafnvel best varðveittar. Nýrri rannsóknir sýna að saga umhverfisbreytinga er mun flóknari og jarðmyndanir á þessum Við hámark síðasta jökulskeiðs, fyrir um 25.000 árum, var Ísland nánast allt hulið jökli sem náði út á brún landgrunnsins umhverfis landið. Þykkt jökulsins yfir miðju landinu gæti hafa verið 1500±500 m. Há strandfjöll, einkum á Miðnorðurlandi og Austurlandi, risu sem jökulsker upp úr ísbreiðunni. Miklir skriðjöklar (ísstraumar) gengu frá jökulskildinum um megindali og -firði út á landgrunnið. Fyrstu merki um leysingu ísaldar- jökulsins úti fyrir Norðurlandi eru 18.500–16.700 ára gömul, en úti fyrir Vesturlandi eru þau um 15.500 ára. Jöklaleysingin varð svo mjög hröð, en hraða hennar var sennilega að hluta til stýrt af hækkandi hnattrænu sjávarborði, sem gerði jökla á landgrunni óstöðuga. Afstæð sjávarstaða varð hæst í um 150 m yfir núverandi sjávarstöðu á Vesturlandi fyrir um 14.600 árum. Land reis hratt er jökulfarginu létti af því, og afstætt sjávar- borð lækkaði. En jöklar stækkuðu aftur þegar leið að yngra Dryasskeiði og aukið jökulfarg orsakaði áflæði sjávar. Framrás jökla á yngra Dryas náði hámarki fyrir um 12.000 árum, en jöklar gengu þá út til stranda umhverfis nánast allt Ísland. Jökulhörfun í upphafi nútíma var hröð, en þó varð skammvinn jökulframrás fyrir um 11.200 árum. Þá mynduðust m.a. innri garðar Búðaraðarinnar á Suðurlandi. Eftir það hörfuðu jöklar mjög hratt, og fyrir um 8.800 árum voru þeir á stærð við eða minni en jöklar eru nú á dögum. Afstæð sjávarstaða féll um svipað leyti niður fyrir núverandi sjávarborð vegna landriss.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.