Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 74
Náttúrufræðingurinn
74
stöðum jafnvel af öðrum aldri en
áður var talið.
Jökulskeið og hlýskeið
Helgi Pjeturss (1872–1949) varð
einna fyrstur íslenskra jarðvísinda-
manna til að átta sig á því að
ísöldin var ekki einn samfelldur
fimbulvetur, heldur skiptust þá
á hlýskeið og jökulskeið. Þetta
byggði hann m.a. á rannsóknum
á íslenska jarðlagastaflanum, en
í honum eru bæði jökulbergs- og
móbergslög sem hafa verið túlkuð
sem ummerki þess að landið hafi
þá verið undir jökli. Seinni tíma
rannsóknir hafa sýnt að ísöldin
skiptist í fjölmörg jökul- og hlý-
skeið, en menn eru ekki á eitt sáttir
um fjölda þeirra. Það ósamræmi fer
m.a. eftir því með hvers konar jarð-
myndanir er unnið, t.a.m. hvort það
eru gosmyndanir eða setlög eins
og jökulberg, samlímdur og harðn-
aður jökulruðningur. Það flækir
líka þessa mynd að á jökulskeiðum
skiptust á tímabil framrása og hörf-
unar jökla, svonefndir kulda- og
hlýindakaflar, þegar jöklar landsins
voru ýmist mjög stórir eða til muna
minni. Ísaldarjarðlög í íslenska jarð-
lagastaflanum eru jökulbergslög
og móbergsmyndanir inn á milli
hraunlaga í berggrunni eða mjög
þykkar setlagamyndanir eins og
Tjörneslögin og setlög á botni Skjálf-
andaflóa. Á síðustu áratugum hafa
fengist mikilvægar upplýsingar um
eldri jökulskeið í jarðsögu ísaldar-
innar,7,8 en hér er ekki ætlunin að
fara nánar út í þá sálma heldur fjalla
eingöngu um sögu síðasta jökul-
skeiðs og þá fyrst og fremst seinni
hluta þess og endalok.
Síðasta jökulskeið
Síðasta jökulskeið, sem í Evrópu er
nefnt Weichsel og hófst fyrir meira
en 100.000 árum, náði hámarki fyrir
um 25.000 árum. Því er skipt í þrjá
hluta, ár-, mið- og síð-Weichsel en
síðasti hlutinn er hérlendis jafnan
nefndur síðjökultími og nær yfir
tímabilið frá því að jöklar tóku að
hörfa frá hámarksstöðu sinni og
þar til jökulskeiðinu lauk, við upp-
haf nútíma fyrir um 11.500 árum.
Lítið er vitað um útbreiðslu jökla á
1. mynd. Jökulgarðar og önnur ummerki sem talin eru gefa vísbendingar um stærð jökulskjaldarins yfir Íslandi við hámark síðasta
jökulskeiðs, fyrir um 25.000 árum.19,20,22,23,24,27,28 Rauð lína umhverfis landið sýnir niðurstöðu líkanreikninga af stærð jökulsins á sama
tíma.35 Brotin lína umhverfis landið er -200 m dýptarlína. – At LGM the Icelandic ice sheet may have reached moraines described from
the outer shelf. Red solid line indicates the modelled extent of the LGM ice sheet. The gray area shows the land-based part of the ice
sheet. Red and green dots signify locations of radiocarbon-dated shell samples that constrain ice extent and deglaciation.