Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 76
Náttúrufræðingurinn
76
Á síðustu tveimur áratugum
hafa verið stundaðar umfangs-
miklar rannsóknir á landgrunninu
umhverfis Ísland. Þessar rannsóknir
hafa varpað skýrara ljósi á myndunar-
sögu setlaga á hafsbotninum á jökul-
tíma og með þeim hefur líka fengist
mynd sem í stórum dráttum sýnir
útbreiðslu jökla á landgrunninu við
hámark síðasta jökulskeiðs. Hér er
bæði um að ræða jarðeðlisfræðilegar
mælingar, sem sýna útbreiðslu jökul-
ruðnings á hafsbotninum og legu
mögulegra jökulgarða22,23,24,25,26 (1.
mynd), og beinar athuganir á set-
kjörnum úr sjávarsetlögum og jökul-
rænu seti frá ísaldarlokum.24,27,28 Á
grundvelli þessara gagna má áætla
útlínur jökulsins, sem þá þakti bæði
landið og landgrunnið.1,2,19,29 Stefna
og lega jökulráka víðs vegar um land
segir til um legu ísaskila og skrið-
stefnu jökulsins, en ýmsar aðrar
landmótunarfræðilegar upplýsingar,
eins og hæð móbergsstapa yfir nán-
asta umhverfi sitt, ummerki um
mikla og langvinna frostveðrun og
ummerki um forna skálar- og hvilftar-
jökla á ákveðnum svæðum á land-
inu, hafa verið notaðar til þess að
áætla þykkt hans.4,19,30,31,32,33 Menn
greinir nokkuð á um hve þykkur
jökullinn var yfir miðbiki landsins á
þessum tíma og telja sumir að hann
hafi verið 1.000–1.500 m en aðrir
að hann hafi verið meira en 2.000
m þykkur.29,34,35 Allar hugmyndir
um útbreiðslu jökla á Íslandi við
hámark síðasta jökulskeiðs eiga það
þó sameiginlegt að gera ráð fyrir
jökulskerjum í ísbreiðunni. Telja
menn að þessi íslausu svæði hafi
einkum verið utan í háum strand-
fjöllum, t.d. á Vestfjörðum, um mið-
bik Norðurlands og á Austfjörðum
sunnan Héraðsflóa. Nýlegir líkan-
reikningar af útbreiðslu jökla á
Íslandi við hámark síðasta jökul-
skeiðs styðja þessar hugmyndir
um umfang jökulskjaldarins, ísaskil
hans og legu jökulskerja.35
Landgrunnið verður
íslaust
Hæsti geislakolsaldur skelja lindýra
úr setkjörnum af landgrunninu
bendir til þess að fyrir 18.500–16.700
árum25,26,27,28 hafi jöklar byrjað að
hörfa af landgrunninu úti fyrir
Norðurlandi og fyrir um 15.500
árum af landgrunninu úti fyrir Vest-
urlandi.24 Aldur jökulhörfunar frá
3. mynd. Niðurstöður líkanreikninga á stærð jökla á Íslandi í lok Bøllingskeiðs fyrir um 13.850 árum.2 Rauð lína umhverfis landið sýnir
niðurstöðu líkanreikninga af stærð jökulsins við hámark síðasta jökulskeiðs.35 – Modelled extent of glaciers in Iceland at about 13,850 cal.
years BP. Red solid line indicates the modelled extent of the LGM ice sheet. Red stars signify marine limit shorelines of unknown age,
whereas red squares show lava flows and red dots show radiocarbon-dated shells or marine mammal bones of Bølling-Allerød age.