Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 77

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 77
77 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags ystu stöðu jökulsins úti fyrir Austur- landi og Suðurlandi er aftur á móti óþekktur. Þetta gæti bent til þess að jöklar á Íslandi hafi í ísaldarlok hörfað mun seinna frá ystu stöðu sinni en stóru meginlandsjöklarnir í Norður-Ameríku, Skandinavíu og Barentshafi, sem allir byrjuðu að hörfa fyrir um 21.500 árum. Bráðnun meginlandsjöklanna skilaði miklu af því vatni sem áður var bundið í þeim aftur til heimshafanna, en binding vatns í jöklum jarðarinnar við hámark síðasta jökulskeiðs hafði leitt til allt að 130 m hnattrænnar lækkunar sjávarborðs. Ör hækkun sjávarborðs í tengslum við hraða bráðnun stóru meginlandsjöklanna leiddi til þess að jöklar, sem þá gengu í sjó fram við landgrunns- brúnina (1. mynd), flutu upp, og á hlutfallslega stuttum tíma losnaði gríðarlegt ísmagn úr ísbrúninni. Á þennan hátt eyddist og hopaði jökul- skjöldurinn yfir Íslandi mjög hratt, eins og atburðarásin á landgrunninu úti fyrir Vesturlandi bendir til, en Faxaflói og strandsvæði Borgar- fjarðar urðu nánast samtímis íslaus fyrir 15.500–14.600 árum.24,36 Myndun efstu fjörumarka Efstu fjörumörk frá síðjökultíma á Vesturlandi hafa verið aldurs- ákvörðuð og eru um það bil 14.600 ára.36,37 Stóri-Sandhóll og aðrar set- myndanir í mynni Skorradals (2. mynd) marka sjávarstöðu í um 150 m yfir núverandi sjávarmáli, en fjörumöl ofan við Stóru-Fellsöxl í austanverðu Akrafjalli er ummerki eftir sjávarstöðu í um 105 m hæð. Elstu fjörumörk og elsta sjávar- set á landi í Borgarfirði og Hval- firði1,2,29,32 eru því frá Bøllingskeiði, en það hófst fyrir um 15.600 árum og lauk fyrir um 13.900 árum (3. mynd og 1. tafla). Upplýsingar úr setkjörnum af landgrunninu úti fyrir Norðurlandi sýna að þar var áhrifa Golfstraumsins þegar farið að gæta fyrir rúmlega 16.700 árum.27 Strandsvæðin á Melrakkasléttu voru orðin íslaus fyrir um 14.800 árum,14 en þar eru fjörumörk frá þeim tíma í 50–60 m hæð. Strandsvæði á Vestur- og Norðausturlandi voru því greinilega orðin íslaus snemma á Bøllingskeiði en mjög há fjöru- mörk, sem trúlega eru af sama aldri, eru víða annars staðar á landinu.2 Á Reykjanesskaga eru fjörumörk til dæmis í um 70 m hæð2 og við innanverðan Breiðafjörð eru efstu fjörumörk í um 100–110 m hæð.38,39 Á Vestfjörðum, milli Breiðafjarðar og Ísafjarðardjúps, eru fjörumörk víða í allt að 95 m hæð2 (3. mynd). Nyrst á Skaga eru gömul fjörumörk í um 65 m40 og austan við Skagafjörð, yst í Sléttuhlíð, eru þau í svipaðri hæð.2 Á Tjörnesi eru fjörumörk í um 90 m hæð2 og þá eru greinileg fjörumörk í um 60 m hæð við Þistilfjörð og Bakkaflóa.41 Yst á Langanesi eru þau í um 30 m hæð yfir sjó.2 Þetta bendir til þess að á Bøllings- keiði hafi jöklar víðast hvar á Ísland hörfað inn fyrir núverandi strönd landsins, nema ef til vill á Suður- landi (3. mynd). Aldursákvarðað sjávarset frá Bøllingskeiði er í Borgar- firði og Hvalfirði,32,42 í Rauðamel á Reykjanesskaga, í Garðabæ sunnan Reykjavíkur2,13 og á vesturströnd Melrakkasléttu.14 Tegundasamsetn- ing skeldýrafánunnar í þessum set- lögum og samsætuhlutfall súrefnis í fornskeljunum42 benda til þess að áhrifa Golfstraumsins hafi þá gætt við strendur Íslands og sjávarhiti verið svipaður eða heldur lægri en hann er nú.2,32 Umhverfisbreyt- ingar á landi á Bøllingskeiði eru ekki vel þekktar en hugsanlega gætu kjarnar úr setlögum á botni stöðu- vatna varpað skýrara ljósi á hörfun jökla, gróðurfarsþróun og veðurfar á þessum tíma. Sú mynd verður þó sennilega alltaf nokkuð brotakennd, því að í lok Allerødskeiðs og á yngra Dryasskeiði gengu jöklar aftur yfir þau svæði sem urðu jökullaus á Bøllingskeiði1,43 og eyddu líklega flestum ef ekki öllum ummerkjum um hve langt inn til landsins jökl- arnir höfðu áður hörfað. Á Bølling- skeiði og fyrri hluta Allerødskeiðs varð líklega stór hluti Norðurgos- beltisins íslaus, því þá runnu hraun frá Þeistareykjum (um 40 km innan við núverandi strönd) allt norður í Kelduhverfi við Öxarfjörð og vestur í Reykjahverfi sunnan Skjálfanda- flóa.2,44,45 Hugsanlega hörfuðu þeir enn lengra inn til landsins, því að hraun á Kröflusvæðinu við Mývatn sýna að sá hluti landsins varð einnig íslaus á þessum tíma.9 4. mynd. Jökulhnik í Melabökkum. Myndin sýnir sjávarsetlög af Bøllingaldri sem lík- lega aflöguðust þegar jökull gekk út Borgarfjörð og fram á Skorholtsmela fyrir tæpum 14.000 árum. – Marine sediments of Bølling age in the Melabakkar cliffs, West Iceland, tectonized by a surging Borgarfjörður ice-stream shortly before 14,000 cal. years BP. Ljósm./Photo: Þorleifur Einarsson 1980.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.