Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 78

Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 78
Náttúrufræðingurinn 78 Framrás jökla í Borgar- firði Jarðlagaskipan í Melabökkum í Melasveit við utanverðan Borgar- fjörð bendir til þess að í lok Bøll- ingskeiðs, fyrir um 13.900 árum, hafi jöklar gengið út Borgarfjörð og fram á Skorholtsmela, mikla og stóra jökulgarða sem liggja um þvera og endilanga Mela- og Leirár- sveit.32 Í Melabökkum má greina ummerki þessarar jökulframrásar í áberandi aflögun sjávarsets af Bøllingaldri46,47 (4. mynd), en aldur sjálfra jökulgarðanna í Skorholts- melum er ekki nákvæmlega þekktur. Fjörumörk frá Bøllingskeiði, í 100– 110 m hæð, finnast eingöngu austan í jökulgörðunum en önnur og yngri fjörumörk, liðlega 11.500 ára gömul, eru í um 60 m hæð austan og vestan í þeim. Þetta bendir til þess að jökulgarðarnir hafi myndast á tímabilinu þar á milli.32,37 Framrás jökla af þessum aldri (um 13.900 ára) er ekki þekkt annars staðar á landinu og jökulframrásin í Borgar- firði gæti því allt eins hafa verið tímabundið framhlaup Borgarfjarð- arjökla, óháð loftlagsbreytingum. Áður hafa menn getið sér þess til að á þessum tíma hafi jöklar einnig gengið fram á Reykjavík- ursvæðinu og þá myndað jökulgarð á Álftanesi.4,48 Álftanesgarðurinn hefur ekki verið aldursákvarðaður og enn skortir upplýsingar um innri byggingu hans, en við gerum ráð fyrir að hann hafi myndast þegar jöklar hörfuðu á Bøllingskeiði frekar en að hann tengist jökulframrás vegna loftlagsbreytinga. Sjávarsetlög frá Allerødskeiði Á Suðvestur-, Vestur- og Norðaustur- landi eru sjávarsetlög frá Allerød- skeiði á svipuðum slóðum og sjávar- set frá Bøllingskeiði.1,2,29 Setlög af Allerødaldri hafa mest verið rann- sökuð í sunnanverðum Borgarfirði, við innanverðan Breiðafjörð og í Fossvogi í Reykjavík (3. mynd). Á Reykjavíkursvæðinu hvíla þessi setlög á jökulruðningi og jökulrák- uðum berggrunni,2,49,50 en í Mela- bökkum leggjast þau yfir aflagað set myndað á mörkum Bølling- og Allerødskeiðs. Sjávarsetlögin í Borgarfirði, Mela- og Leirársveit og undir Akrafjalli á utanverðri Hvalfjarðarströnd sýna að mestan hluta Allerødskeiðs var þetta svæði undir sjó.29,32,47 Rof í efsta hluta setsyrpunnar í Mela- bökkum bendir til þess að á Allerød- skeiði hafi sjávarstaða fallið niður að eða jafnvel niður fyrir núverandi sjávarmál.2 Annars staðar á landinu, t.d. á Melrakkasléttu, eru setlög frá þessum tíma sem benda til sam- bærilegra sjávarstöðubreytinga.14 Setgerð og skeljar sælindýra við utanverðan Borgarfjörð benda til þess að þar hafi upphleðsla setlaga verið ör og að mikið af fersku vatni hafi streymt inn í sjávarumhverfið. Tegundasamsetning skeldýrafán- unnar í setinu bendir til þess að sjávarhiti á Allerødskeiði hafi verið heldur lægri en hann er við Vestur- land á okkar dögum.32 Þegar nálg- aðist lok Allerødskeiðs vitna aftur á móti breytingar á skeldýrafánunni um ískaldan sjó, með tegundum eins og jökultoddu (Portlandia arc- tica) og grænlandskóngi (Buccinum groenlandicum), og er ekki ólíklegt að þá hafi gætt nálægðar jökla í innri hluta Hvalfjarðar og Borgar- fjarðar. Í Gilsfirði, við innanverðan Breiðafjörð, eru á nokkrum stöðum setlög af Allerødaldri, en þau hafa nokkuð verið rannsökuð við Holta- land og Tjaldanes í Saurbæ og hjá Melum á Skarðsströnd.38 Setlögin eru um það bil 13.100 ára gömul og gerð úr illa aðgreindu, lagskiptu silt- og sandseti, sem inniheldur fjölda steina og hnullunga. Þetta set myndaðist á 10–50 m vatnsdýpi og samfélög lindýra og götunga í því benda til kalds sjávar og hugsan- legrar nálægðar jökla, en auk jökul- toddu eru kaldsjávargötungar eins og Elphidium excavatum og Casid- ulina reniforma í setlögunum. Fossvogslögin í Reykjavík eiga sér langa rannsóknasögu; þau voru lengi vel talin vera frá Eem, síðasta hlýskeiði ísaldar,4,51,52 en geisla- kolsaldursákvarðanir á skeljum úr þeim sýndu, svo ekki varð um villst, að lögin mynduðust á Alle- rødskeiði.48,53 Aldur laganna er um 12.900 ár.2 Neðst í Fossvogslög- unum er jökulruðningur ofan á jökul- rákuðum berggrunni. Þegar jökull hopaði inn fyrir núverandi strönd lagðist sjávarset, sem myndaðist við áflæði sjávar á Allerødskeiði, ofan á jökulruðninginn. Efst í lögunum gætir svo óbeinna áhrifa af nálægð jökuls, sem í lok Allerødskeiðs eða 5. mynd. Hnullungakambur í um 105 m hæð yfir sjó markar hæstu stöðu afstæðs sjávar- borðs á yngra Dryasskeiði nærri Hvammi í Holtum. Kamburinn er hluti fjörumarka sem mynduðust samtímis ytri og eldri hluta Búðaraðarinnar á Rangárvöllum. – Raised beach ridge at 105 m a.s.l. near Hvammur in the Holt district, South Iceland. The beach-ridge is part of the local marine limit which has been correlated with the Younger Dryas part of the Búði moraine complex in South Iceland. Ljósm./Photo: Hreggviður Norðdahl.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.