Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 78
Náttúrufræðingurinn
78
Framrás jökla í Borgar-
firði
Jarðlagaskipan í Melabökkum í
Melasveit við utanverðan Borgar-
fjörð bendir til þess að í lok Bøll-
ingskeiðs, fyrir um 13.900 árum,
hafi jöklar gengið út Borgarfjörð
og fram á Skorholtsmela, mikla
og stóra jökulgarða sem liggja um
þvera og endilanga Mela- og Leirár-
sveit.32 Í Melabökkum má greina
ummerki þessarar jökulframrásar
í áberandi aflögun sjávarsets af
Bøllingaldri46,47 (4. mynd), en aldur
sjálfra jökulgarðanna í Skorholts-
melum er ekki nákvæmlega þekktur.
Fjörumörk frá Bøllingskeiði, í 100–
110 m hæð, finnast eingöngu austan
í jökulgörðunum en önnur og yngri
fjörumörk, liðlega 11.500 ára gömul,
eru í um 60 m hæð austan og
vestan í þeim. Þetta bendir til þess
að jökulgarðarnir hafi myndast á
tímabilinu þar á milli.32,37 Framrás
jökla af þessum aldri (um 13.900
ára) er ekki þekkt annars staðar á
landinu og jökulframrásin í Borgar-
firði gæti því allt eins hafa verið
tímabundið framhlaup Borgarfjarð-
arjökla, óháð loftlagsbreytingum.
Áður hafa menn getið sér þess
til að á þessum tíma hafi jöklar
einnig gengið fram á Reykjavík-
ursvæðinu og þá myndað jökulgarð
á Álftanesi.4,48 Álftanesgarðurinn
hefur ekki verið aldursákvarðaður
og enn skortir upplýsingar um innri
byggingu hans, en við gerum ráð
fyrir að hann hafi myndast þegar
jöklar hörfuðu á Bøllingskeiði frekar
en að hann tengist jökulframrás
vegna loftlagsbreytinga.
Sjávarsetlög frá
Allerødskeiði
Á Suðvestur-, Vestur- og Norðaustur-
landi eru sjávarsetlög frá Allerød-
skeiði á svipuðum slóðum og sjávar-
set frá Bøllingskeiði.1,2,29 Setlög af
Allerødaldri hafa mest verið rann-
sökuð í sunnanverðum Borgarfirði,
við innanverðan Breiðafjörð og í
Fossvogi í Reykjavík (3. mynd). Á
Reykjavíkursvæðinu hvíla þessi
setlög á jökulruðningi og jökulrák-
uðum berggrunni,2,49,50 en í Mela-
bökkum leggjast þau yfir aflagað
set myndað á mörkum Bølling- og
Allerødskeiðs.
Sjávarsetlögin í Borgarfirði, Mela-
og Leirársveit og undir Akrafjalli á
utanverðri Hvalfjarðarströnd sýna
að mestan hluta Allerødskeiðs var
þetta svæði undir sjó.29,32,47 Rof í
efsta hluta setsyrpunnar í Mela-
bökkum bendir til þess að á Allerød-
skeiði hafi sjávarstaða fallið niður
að eða jafnvel niður fyrir núverandi
sjávarmál.2 Annars staðar á landinu,
t.d. á Melrakkasléttu, eru setlög frá
þessum tíma sem benda til sam-
bærilegra sjávarstöðubreytinga.14
Setgerð og skeljar sælindýra við
utanverðan Borgarfjörð benda til
þess að þar hafi upphleðsla setlaga
verið ör og að mikið af fersku vatni
hafi streymt inn í sjávarumhverfið.
Tegundasamsetning skeldýrafán-
unnar í setinu bendir til þess að
sjávarhiti á Allerødskeiði hafi verið
heldur lægri en hann er við Vestur-
land á okkar dögum.32 Þegar nálg-
aðist lok Allerødskeiðs vitna aftur á
móti breytingar á skeldýrafánunni
um ískaldan sjó, með tegundum
eins og jökultoddu (Portlandia arc-
tica) og grænlandskóngi (Buccinum
groenlandicum), og er ekki ólíklegt
að þá hafi gætt nálægðar jökla í
innri hluta Hvalfjarðar og Borgar-
fjarðar.
Í Gilsfirði, við innanverðan
Breiðafjörð, eru á nokkrum stöðum
setlög af Allerødaldri, en þau hafa
nokkuð verið rannsökuð við Holta-
land og Tjaldanes í Saurbæ og hjá
Melum á Skarðsströnd.38 Setlögin
eru um það bil 13.100 ára gömul
og gerð úr illa aðgreindu, lagskiptu
silt- og sandseti, sem inniheldur
fjölda steina og hnullunga. Þetta set
myndaðist á 10–50 m vatnsdýpi og
samfélög lindýra og götunga í því
benda til kalds sjávar og hugsan-
legrar nálægðar jökla, en auk jökul-
toddu eru kaldsjávargötungar eins
og Elphidium excavatum og Casid-
ulina reniforma í setlögunum.
Fossvogslögin í Reykjavík eiga
sér langa rannsóknasögu; þau voru
lengi vel talin vera frá Eem, síðasta
hlýskeiði ísaldar,4,51,52 en geisla-
kolsaldursákvarðanir á skeljum úr
þeim sýndu, svo ekki varð um
villst, að lögin mynduðust á Alle-
rødskeiði.48,53 Aldur laganna er
um 12.900 ár.2 Neðst í Fossvogslög-
unum er jökulruðningur ofan á jökul-
rákuðum berggrunni. Þegar jökull
hopaði inn fyrir núverandi strönd
lagðist sjávarset, sem myndaðist við
áflæði sjávar á Allerødskeiði, ofan
á jökulruðninginn. Efst í lögunum
gætir svo óbeinna áhrifa af nálægð
jökuls, sem í lok Allerødskeiðs eða
5. mynd. Hnullungakambur í um 105 m hæð yfir sjó markar hæstu stöðu afstæðs sjávar-
borðs á yngra Dryasskeiði nærri Hvammi í Holtum. Kamburinn er hluti fjörumarka sem
mynduðust samtímis ytri og eldri hluta Búðaraðarinnar á Rangárvöllum. – Raised beach
ridge at 105 m a.s.l. near Hvammur in the Holt district, South Iceland. The beach-ridge
is part of the local marine limit which has been correlated with the Younger Dryas part
of the Búði moraine complex in South Iceland. Ljósm./Photo: Hreggviður Norðdahl.