Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 80

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 80
Náttúrufræðingurinn 80 Hæð og aldur fjörumarka vitna um aukna fergingu landsins þegar jöklar gengu fram á ný og náðu tímabundið mestri stærð fyrir um 12.000 árum (5. mynd).1,2,29,43 Fund- arstaðir skelja af yngri Dryasaldri og hugmyndir okkar um útbreiðslu og stærð jökla á þeim tíma eru sýndar á 6. mynd. Jöklaframrásin á yngra Dryas- skeiði átti sér nokkurn aðdraganda og svo virðist sem jöklarnir hafi þegar verið farnir að stækka á Alle- rødskeiði, en vöxtur þeirra hafði m.a. áhrif á upphleðslu Fossvogs- laganna í Reykjavík.52 Við Faxaflóa, á Reykjanesskaga og Snæfellsnesi er ekki mikið vitað um útbreiðslu jökla á yngra Dryasskeiði. Reykja- víkursvæðið var að mestu undir sjó á þessum tíma en jökulbrúnin virðist hafa verið í mynni Mosfells- dals.2 Á sama tíma gekk jökull út í miðjan Hvalfjörð en á Borgarfjarðar- svæðinu virðast jöklar hafa staðið í mynni flestra þverdala (6. mynd). Miklar upplýsingar um útbreiðslu jökla á þessum tíma má fá með því að kortleggja hæð og útbreiðslu fornra fjörumarka. Víða eru há og tiltölulega hallamikil fjörumörk utarlega í fjörðum og dölum, en þau hverfa þegar innar dregur í þá; þar lágu jökulbrúnir sem einfald- lega komu í veg fyrir myndun fjöru- marka í innri hluta þeirra. Stundum marka greinilegir jökulgarðar þessar fornu jökulbrúnir en oft eru einu ummerkin þau að háu strandlín- urnar hverfa og neðan og innan við þær finnast einungis yngri, lægri og hallaminni fjörumörk, mynduð eftir að jöklarnir höfðu hopað enn lengra inn til landsins.37 Þannig er stærð yngri Dryasjökulsins í Dölum við innanverðan Breiðafjörð aðallega metin á grundvelli vitneskju okkar um legu og útbreiðslu fjörumarka á svæðinu.58 Setkjarnar úr botni Ísa- fjarðardjúps benda til þess að jöklar úr dölum og fjörðum við innanvert Djúp hafi á þessum tíma náð út í Djúpið og sameinast þar í einn megin- skriðjökul.59 Á sama tíma voru annes á vestanverðum Vestfjarða- kjálka og á Hornströndum íslaus.2,21 Á Norðurlandi voru jöklar á Skaga bundnir við hálendið sunnan til í skaganum en nyrsti hluti hans var íslaus.40 Við Eyjafjörð og Skjálf- anda hefur útbreiðsla Skóga-Vedde- gjóskunnar, sem varð til í miklu sprengigosi fyrir um 12.100 árum,60 verið notuð til að afmarka jökul- laus svæði og brún jökulsins, sem á þessum tíma náði a.m.k. norður undir Hrísey á Eyjafirði.19,60 Lega fjörumarka í Öxarfirði sýnir að þar var jökuljaðarinn innan við þáverandi strönd,2 en endaslepp fjörumörk við Þistilfjörð og sunn- anverðan Bakkaflóa eru til vitnis um að jökull gekk í sjó fram beggja vegna Langaness41 en ysti hluti þess var íslaus.2 Á Austfjörðum gengu jöklar í sjó fram í öllum fjörðum, en strandfjöll og skagar voru íslausir.61,62 Yngri Dryasjökull- inn gekk líklega í sjó fram með öllu Suðausturlandi, en jökulgarðar við Vatnsdalsfjall á ofanverðum Rangár- völlum, sem og jökulgarður á um 20 m dýpi í Markarfljótsaurum, marka sennilega útbreiðslu hans á Suðurlandi (6. mynd).2,63 Svonefnd Búðaröð (7. mynd) hefur löngum verið talin marka legu jökulbrúnar eða -jaðars á Suður- landi á yngra Dryasskeiði,4 en seinni tíma rannsóknir hafa sýnt að Búða- röðin er syrpa af misgömlum jökul- görðum.1,64 Innri og yngri hluti garðanna, sem eru best sýnilegir í Búðabergi við Þjórsá, eru af Prebo- realaldri65,66 (sjá neðar), en eldri og ytri hluti þeirra, sem trúlega er frá yngra Dryasskeiði,1 sést best við Eystri-Rangá undir Vatnsdalsfjalli. Fátt er vitað um veðurfar á Íslandi á yngra Dryasskeiði annað en það sem lesa má úr framrás jökla og setkjarnanum úr botni Torfadals- vatns á Skaga.56,57 Þar kemur kóln- unin fram í skyndilegu falli í magni frjókorna og því að magn kolefnis í setinu fellur einnig mjög hratt, en það er til marks um að frumfram- leiðsla vatnsins minnkaði skyndi- lega. Á þessum tíma var umhverfi vatnsins túndra, svipað því sem var strax eftir að jöklar hurfu á Allerød- skeiði. Líffræðilegar upplýsingar úr setkjarnanum gefa til kynna að á öllu yngra Dryasskeiði hafi sum- arhiti á Norðurlandi verið mjög lágur, en það gæti bent til þess að þá hafi mikil hafísþök verið fyrir ströndum Norðurlands. Þetta sam- rýmist vel niðurstöðum rannsókna á setkjörnum sem teknir hafa verið úr sjávarseti á landgrunninu úti fyrir strönd Vestur- og Norður- lands.27,67 Þrátt fyrir fimbulkulda á yngra Dryasskeiði þraukuðu grös og hálfgrös túndrunnar umhverfis Torfadalsvatn. Ef til vill má taka það sem vísbendingu um að á Íslandi hafi einföld túndrusamfélög plantna hugsanlega lifað af fimbul- kuldann um hámark síðasta jökul- skeiðs í jökulskerjum í jökulskildi, sem þá þakti allt landið og land- grunnið.34 7. mynd. Jökulgörðum Búðaraðarinnar á Suðurlandi má fylgja meira en 50 km vegalengd frá Efstadalsfjalli í Biskupstungum að Eystri-Rangá á Rangárvöllum. – The outer Búði moraine close to Geldingalækur, east of Ytri-Rangá at Rangárvellir, South Iceland, is correlated with the Younger Dryas advance of the Icelandic ice sheet there. Ljósm./Photo: Ólafur Ingólfsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.