Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 83
83
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
að 500–600 árum yngri en yngsta
strandlínan í Fnjóskadal.2
Fyrir 13.700–13.500 árum hafði
afstætt sjávarborð lækkað frá því að
það stóð við hæstu fjörumörk og var
komið í svipaða hæð og núverandi
sjávarborð eða jafnvel neðar.2,14,36
Það var einmitt á þessum tíma sem
jökulskjöldurinn yfir Íslandi varð
hvað minnstur35 (3. mynd), áður en
hann stækkaði á ný og jöklar tóku að
ganga fram í kjölfar kólnandi veður-
fars á Allerød- og yngra Dryas-
skeiði. Vöxtur jökla náði hámarki
fyrir um 12.100 árum en aukið farg
þeirra olli umtalsverðu landsigi og
myndun fjörumarka, sem nú eru í
um 60 m hæð á Suðvesturlandi2,80
(6. og 9. mynd). Eftir það hopuðu
jöklarnir enn á ný og land reis úr
sæ vegna minnkandi jökulfargs. Við
þetta, fyrir rétt rúmum 11.500 árum,
lækkaði afstætt sjávarborð um eina
40 m (9. mynd).2 Aftur stækkuðu
jöklar og bældu nú landið svo mikið
umfram hækkun yfirborðs heims-
hafanna að afstætt sjávarborð hækk-
aði um eina 25 m (9. mynd) og náði
nýju hámarki fyrir um 11.200 árum.
Fjörumörk frá þeim tíma eru nú í
um 40 m h.y.s. á Suðvesturlandi.2,80
Eftir þetta, seinna á Preboreal- og á
Borealskeiði, bráðnuðu jöklar ört af
landinu, sem við það reis hratt úr
sjó undan þverrandi fargi. Fyrir um
10.600 árum hafði afstætt sjávarborð
fallið niður fyrir botn Seltjarnar
(-2,5 m) (9. og 10. mynd)80 og fyrir
um 10.100 árum varð afstætt sjávar-
borð lægst (9. mynd), þegar það
stóð um 40 m neðan við núverandi
sjávarborð í Faxaflóa.2,81 Dæmi um
lágt sjávarmál frá þessum tíma finn-
ast víðar á landinu, t.d. á Eyjafjarðar-
svæðinu82 og á Suðurlandi þegar
Þjórsárhraunið rann til sjávar við
mun lægri sjávarstöðu en er nú.6,83
Samantekt og
niðurstöður
Síðjökultími og upphaf nútíma á
Íslandi voru einstæð tímabil sökum
mikilla og hraðra umhverfisbreyt-
inga. Meginatriði þessara breytinga
eru eftirfarandi:
• Jökulhörfun í upphafi Bølling-
skeiðs var gríðarlega hröð og
benda ýmis gögn til þess að jökul-
skjöldurinn sem þá lá yfir Ís-
landi hafi hreinlega hrunið, a.m.k.
sá hluti hans sem gekk í sjó fram
og lá úti á landgrunninu. Þessi
hraða bráðnun jöklanna leiddi til
myndunar mjög hárra fjöru-
marka á fyrri hluta Bøllingskeiðs
(2., 4. og 9. mynd).
• Sökum eiginleika jarðskorpunnar
undir Íslandi og lágrar seigju í
deighveli möttuls var svörun við
breytingum á jökulfargi tafarlaus
og mjög hröð. Þannig reis land
með miklum hraða þegar jökla
leysti á Bøllingskeiði og afstætt
sjávarborð féll hratt (9. mynd).
• Aukið farg vegna stækkandi jökla
og framrásar þeirra, í kjölfar
kólnunar loftslags í lok Allerød-
skeiðs og á yngra Dryasskeiði,
bældi landið og olli áflæði sjávar.
Við hámark yngra Dryasskeiðs
var stór hluti landsins á ný hul-
inn jöklum, sem víða náðu út til
þáverandi stranda (6. mynd).
• Eftir nokkra hörfun í lok yngra
Dryasskeiðs gengu jöklar fram á
nýjan leik í upphafi Preboreal-
skeiðs, og fyrir um 11.200 árum
náðu þeir svipaðri útbreiðslu og
á yngra Dryasskeiði (8. mynd).
• Eftir að þessu framrásarskeiði
lauk hörfuðu jöklar mjög hratt
samfara hröðu landrisi og afflæði
sjávar (9. mynd). Afstætt sjávar-
borð féll niður fyrir núverandi
sjávarmál (9. mynd) fyrir um
10.600 árum (10. mynd) og varð
lægst fyrir um 10.100 árum, þegar
það var tugum metra neðar en
núverandi sjávarmál.
Þegar borin eru saman gögn af
landi, af sjávarbotninum á land-
grunninu og úr Grænlandsjökli (11.
mynd), kemur í ljós að jökla- og
umhverfisbreytingar á Íslandi á síð-
jökultíma og í upphafi nútíma sýna
mjög virka svörun við veðurfars- og
sjávarstraumabreytingum í Norður-
Atlantshafi. Rannsóknir á jökla- og
veðurfarssögu Íslands geta því leitt
til aukins skilnings á umhverfis-
breytingum á öllu Norður-Atlants-
hafssvæðinu og þannig varpað
skýrara ljósi á hið flókna samspil
loft, hafs, lands og íss sem leiðir til
stórfelldra og mjög hraðfara veður-
fars- og jöklabreytinga.
10. mynd. Fjörumórinn í Seltjörn á Seltjarnarnesi. Mór fór að myndast í tjörninni fyrir
um 10.600 árum þegar afstætt sjávarborð féll niður fyrir botn tjarnarinnar. Fyrir tæp-
um 3.200 árum tók fyrir mómyndun í Seltjörn þegar sjór fór að ganga inn í tjörnina. –
Peat section in Seltjörn in westernmost part of Reykjavík. Accumulation of peat
started about 10,600 cal. years BP and was terminated less than 3200 cal. years BP
when the area was transgressed by the sea. Ljósm./Photo: Ólafur Ingólfsson.