Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 100
Náttúrufræðingurinn
100
b Samkvæmt jarðsögutöflu Alþjóðajarðfræðisambandsins hefur jarðsögutímabilið tertíer nú verið fellt út og í stað þess eru komin tímabilin paleógen og neógen.
Neógentímabilið samsvarar míósentíma og plíósentíma.
úr óbundinni möl eða bundið með
bikbindiefni, þ.e. klæðning eða mal-
bik, en slitlagið er einstaka sinnum
steypt. Enn meiri kröfur eru gerðar
til berggæða steinefnis í slitlag en
til burðarlagsins og þarf steinefni í
slitlögum m.a. að hafa gott slitþol.
Utan á vegfyllingunni eru yfirleitt
svonefndir fláafleygar, sem geta
m.a. verið úr mold, og ef þörf er
á straumvörn eða ölduvörn er
sett rofvarnargrjót utan á veginn.
Fláafleygur gegnir ekki burðarhlut-
verki í veginum en er notaður m.a.
af öryggisástæðum til að minnka
bratta vegfláans. Steinefni (fylliefni)
í steinsteypu þarf að hafa hagstæða
kornadreifingu og gjarnan núna
steina til að bæta flæðieiginleika
steypunnar. Einnig eru gerðar kröfur
um berggæði. Ef byggja skal brú yfir
sjó þarf efnið, sérstaklega í sökklum
og stöplum brúarinnar, að vera
veðrunarþolið og þola t.d. sveiflur
milli frosts og þíðu í saltvatni.
Efnisnotkun í vegagerð
Á árinu 2009 var efnisnotkun til
vegagerðar rétt innan við 6 milljón
m3 og var efnið að mestu tekið
úr námum en einnig að talsverðu
leyti úr svonefndum skeringum við
vegi, þar sem efni er tekið m.a. til
að bæta hæðar- og planlegu vegar
og einnig til að bæta sjónlengdir
vegfarenda. Langmest af efninu er
notað í fyllingu og fláafleyga, eða
4,8 miljón m3 á árinu 2009, 1,1 miljón
m3 samtals í styrktarlag og burð-
arlag og um 85 þúsund m3 í slitlög.
Um 1,5 miljón m3 voru unnir úr
föstu bergi, oft úr skeringum, eða
um 25% af heildarmagninu, en
um 75% voru úr setlögum. Hlutfall
sprengds bergs, aðallega basalts, við
vegagerð hefur farið hratt vaxandi
á undanförnum árum. Í námukerfi
Vegagerðarinnar eru skráðar sam-
tals 3.132 efnisnámur en þar af eru
1.723 frágengnar námur. 2. mynd
sýnir hvernig námurnar skiptast
eftir grófri flokkun jarðmyndana.
Um 89% námanna eru setnámur
og um 11% eru bergnámur. Sker-
ingar eru ekki taldar með námum
en undanfarin ár hefur nokkuð hátt
hlutfall skeringa verið í basaltklöpp
frá míósen- og plíósentíma jarðsög-
unnar.b
Jarðfræðiágrip
Magn og gæði þeirra jarðefna sem
notuð eru til mannvirkjagerðar eru
háð jarðfræðilegri gerð berggrunns-
ins á viðkomandi svæði og þeim
öflum sem hafa verið að verki
við ummyndun bergsins, niðurbrot
þess í laus jarðefni og við flutning
þessa lausa efnis. Af berggrunn-
skortunum má fá gróft yfirlit yfir
bergtegundir svæðisins, sem líklegt
er að einkenni malarefnið á hverjum
stað þar eð meginhluti lausa efnis-
ins hefur oftast flust tiltölulega
skammt frá móðurberginu. Þannig
er yfirleitt alltaf eitthvað af líparíti
í setmyndunum nálægt megineld-
stöðvum og móberg er víða áber-
andi í malarefni í gosbeltunum og
í nánd við þau.
Mikið af þeim jarðmyndunum
sem gerðar eru úr lausum jarð-
lögum (seti) varð til í tengslum við
síðasta jökulskeið, sem lauk fyrir 10
þús. árum. Jökulruðningur (mórena)
þekur stór landsvæði, einkum á
flötum heiðum og hálendi. Skolað
set getur verið vandfundið á heiðum
og á það t.d. við um flesta fjallvegi
landsins. Sums staðar á heiðum, svo
sem á Jökuldalsheiði er þó mikið af
jökulárseti, malarásum og fornum
áraurum. Við hærri sjávarstöðu í
ísaldarlok fluttu jökulár ógrynni af
bergmylsnu út í þáverandi víkur og
firði. Óseyrar teygðust fram á núver-
andi undirlendi og ströndin færðist
fram, bæði vegna lyftingar landsins
að afléttu jökulfargi og af framburði
ánna. Þessar fornu óseyrar mynda
nú víða flata melhjalla neðan við
100 m hæð yfir sjávarmáli. Hjall-
arnir eru oft sundurgrafnir af ám og
lækjum, stundum þaktir jarðvegslagi
en oftar blásnir melar. Sums staðar
má sjá sjávarkamba sem hafa rótast
upp í brimi við hærri sjávarstöðu.
Myndun óseyra hélt áfram meðan
sjávarborð var að lækka og æ síðan.
Óseyrarnar eru mestar að vöxtum
á Suðurlandsundirlendi, en renna
þar saman við áraura eða sanda og
annan árframburð. Áreyrarset, þ.e.
framburður vatnsfalla annarra en
2. mynd. Hlutfallsleg skipting náma eftir jarðmyndunum.