Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 100

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 100
Náttúrufræðingurinn 100 b Samkvæmt jarðsögutöflu Alþjóðajarðfræðisambandsins hefur jarðsögutímabilið tertíer nú verið fellt út og í stað þess eru komin tímabilin paleógen og neógen. Neógentímabilið samsvarar míósentíma og plíósentíma. úr óbundinni möl eða bundið með bikbindiefni, þ.e. klæðning eða mal- bik, en slitlagið er einstaka sinnum steypt. Enn meiri kröfur eru gerðar til berggæða steinefnis í slitlag en til burðarlagsins og þarf steinefni í slitlögum m.a. að hafa gott slitþol. Utan á vegfyllingunni eru yfirleitt svonefndir fláafleygar, sem geta m.a. verið úr mold, og ef þörf er á straumvörn eða ölduvörn er sett rofvarnargrjót utan á veginn. Fláafleygur gegnir ekki burðarhlut- verki í veginum en er notaður m.a. af öryggisástæðum til að minnka bratta vegfláans. Steinefni (fylliefni) í steinsteypu þarf að hafa hagstæða kornadreifingu og gjarnan núna steina til að bæta flæðieiginleika steypunnar. Einnig eru gerðar kröfur um berggæði. Ef byggja skal brú yfir sjó þarf efnið, sérstaklega í sökklum og stöplum brúarinnar, að vera veðrunarþolið og þola t.d. sveiflur milli frosts og þíðu í saltvatni. Efnisnotkun í vegagerð Á árinu 2009 var efnisnotkun til vegagerðar rétt innan við 6 milljón m3 og var efnið að mestu tekið úr námum en einnig að talsverðu leyti úr svonefndum skeringum við vegi, þar sem efni er tekið m.a. til að bæta hæðar- og planlegu vegar og einnig til að bæta sjónlengdir vegfarenda. Langmest af efninu er notað í fyllingu og fláafleyga, eða 4,8 miljón m3 á árinu 2009, 1,1 miljón m3 samtals í styrktarlag og burð- arlag og um 85 þúsund m3 í slitlög. Um 1,5 miljón m3 voru unnir úr föstu bergi, oft úr skeringum, eða um 25% af heildarmagninu, en um 75% voru úr setlögum. Hlutfall sprengds bergs, aðallega basalts, við vegagerð hefur farið hratt vaxandi á undanförnum árum. Í námukerfi Vegagerðarinnar eru skráðar sam- tals 3.132 efnisnámur en þar af eru 1.723 frágengnar námur. 2. mynd sýnir hvernig námurnar skiptast eftir grófri flokkun jarðmyndana. Um 89% námanna eru setnámur og um 11% eru bergnámur. Sker- ingar eru ekki taldar með námum en undanfarin ár hefur nokkuð hátt hlutfall skeringa verið í basaltklöpp frá míósen- og plíósentíma jarðsög- unnar.b Jarðfræðiágrip Magn og gæði þeirra jarðefna sem notuð eru til mannvirkjagerðar eru háð jarðfræðilegri gerð berggrunns- ins á viðkomandi svæði og þeim öflum sem hafa verið að verki við ummyndun bergsins, niðurbrot þess í laus jarðefni og við flutning þessa lausa efnis. Af berggrunn- skortunum má fá gróft yfirlit yfir bergtegundir svæðisins, sem líklegt er að einkenni malarefnið á hverjum stað þar eð meginhluti lausa efnis- ins hefur oftast flust tiltölulega skammt frá móðurberginu. Þannig er yfirleitt alltaf eitthvað af líparíti í setmyndunum nálægt megineld- stöðvum og móberg er víða áber- andi í malarefni í gosbeltunum og í nánd við þau. Mikið af þeim jarðmyndunum sem gerðar eru úr lausum jarð- lögum (seti) varð til í tengslum við síðasta jökulskeið, sem lauk fyrir 10 þús. árum. Jökulruðningur (mórena) þekur stór landsvæði, einkum á flötum heiðum og hálendi. Skolað set getur verið vandfundið á heiðum og á það t.d. við um flesta fjallvegi landsins. Sums staðar á heiðum, svo sem á Jökuldalsheiði er þó mikið af jökulárseti, malarásum og fornum áraurum. Við hærri sjávarstöðu í ísaldarlok fluttu jökulár ógrynni af bergmylsnu út í þáverandi víkur og firði. Óseyrar teygðust fram á núver- andi undirlendi og ströndin færðist fram, bæði vegna lyftingar landsins að afléttu jökulfargi og af framburði ánna. Þessar fornu óseyrar mynda nú víða flata melhjalla neðan við 100 m hæð yfir sjávarmáli. Hjall- arnir eru oft sundurgrafnir af ám og lækjum, stundum þaktir jarðvegslagi en oftar blásnir melar. Sums staðar má sjá sjávarkamba sem hafa rótast upp í brimi við hærri sjávarstöðu. Myndun óseyra hélt áfram meðan sjávarborð var að lækka og æ síðan. Óseyrarnar eru mestar að vöxtum á Suðurlandsundirlendi, en renna þar saman við áraura eða sanda og annan árframburð. Áreyrarset, þ.e. framburður vatnsfalla annarra en 2. mynd. Hlutfallsleg skipting náma eftir jarðmyndunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.