Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 103
103
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Þó má hafa mikil áhrif á það hversu
smátt grjót springur með vinnslu-
tækni, svo sem með bormynstri og
hleðslu borhola.
Jarðgangarannsóknir
Áður en ráðist er í gerð veg-
ganga er þörf á ítarlegum jarð-
fræðirannsóknum. Rannsóknirnar
beinast að því að gera líkan af jarð-
lögum á jarðgangaleiðinni til að
ákvarða heppilega legu ganganna
og meta eiginleika bergsins. Þær
felast í almennri jarðfræðikortlagn-
ingu svæðisins ásamt því að bora
kjarnaholur í gegnum berg mögu-
legrar jarðgangaleiðar, skrá berg-
gerð og mæla bergtæknilega eig-
inleika. Sprungumynstur kjarna er
skráð til að hægt sé að gera sér grein
fyrir breytileika í höggun bergsins.
Valin eru sýni af borkjörnum og þau
send í álagspróf til að meta stæðni
og gæði bergsins. Rannsóknir á
berggæðum beinast m.a. að því að
áætla nauðsynlega styrkingu berg-
laga í jarðgöngunum með spraut-
usteypu, bergboltum og í sumum
tilfellum dýrari aðgerðum. Gerðar
eru lektarmælingar á mismunandi
dýpi í borholunum, enda er vatns-
agi einn helsti óvissuþátturinn við
jarðgangagerð. Oft er einnig beitt
jarðeðlisfræðilegum mælingum þ.e.
bylgjubrotsmælingum og segulmæl-
ingum til að rannsaka þykkt og eig-
inleika setlaga á svæðinu og hljóð-
hraða í bergi undir setinu.
Rannsóknir á undir-
stöðu vega og brúa
Mikilvægur þáttur í tæknilegum
rannsóknum í vegagerð eru rann-
sóknir á jarðlögum í undirstöðu
vega og brúa. Þessar rannsóknir
eru ýmist gerðar með rannsóknar-
gryfjum eða borunum. Rannsóknir
á vegstæðum beinast m.a. að því
að kanna stæðni setlaga með til-
liti til skriðs. Einnig er algengt að
rannsaka þurfi mjúk undirlög vegar,
t.d. mýrarjarðveg, til að unnt sé að
áætla sig undirstöðunnar undan
fargi vegarins. Mikilvægt er í þessu
sambandi að mæla rakastig jarðefna
og gera áætlun um afvötnun veg-
stæðisins. Í brúarstæðum beinast
rannsóknir að því að finna nægilega
þétt setlag eða klöpp sem undir-
stöðu fyrir sökkla brúarinnar. Sé um
þykk setlög að ræða eru oft reknir
niður staurar til að treysta undir-
stöður brúarinnar.
Umhverfismál
Hluti af starfi jarðfræðinga við efnis-
leit er að sjá um að efnistaka valdi
sem minnstum umhverfisspjöllum.
Samkvæmt lögum um náttúru-
vernd njóta eldvörp, gervigígar og
eldhraun sérstakrar verndar. Einnig
er mikilvægt að gæta varúðar við
efnistöku á eyrum veiðiáa og er
einungis ráðist í slíka efnistöku í
nánu samráði við Veiðimálastofnun
og veiðifélög. Mikilvægt er að hafa
ávallt í huga að sýnilegt rask verði
eins lítið og kostur er og æskilegt
er að haga efnistökunni þannig að
hún sé sem minnst í augsýn frá
alfaraleið og að auðvelt verði að
ganga vel frá námunni að lokinni
efnistöku. Þó að jarðmyndanir njóti
ekki sérstakrar verndar getur verið
mjög óæskilegt að taka efni úr þeim
ef efnistakan verður til mikilla lýta.
Gott dæmi um mikil sjónræn áhrif
er efnistaka úr skriðum þar sem
lítilsháttar efnistaka neðst í skrið-
unni getur valdið því að yfirborð
skriðunnar skríður fram, allt upp
að klettabeltum sem geta verið
ofarlega í fjallinu. Í stærri verkum
er það í ferlinu um mat á umhverf-
isáhrifum sem ákvörðun er tekin
um hvort og með hvaða hætti efnis-
taka fer fram. Mikilvægt er að hafa
ávallt náið samráð við landeigendur,
og frá á með 1. júlí 2012 verður öll
efnistaka í námum óheimil nema
fyrir liggi framkvæmdaleyfi sveitar-
félags.
Vorið 1999 voru sett í lög um
náttúruvernd (nr. 44/1999) ákvæði
um námufrágang. Í 49. grein lag-
anna var sett inn ákvæði um að
efnistökusvæði skuli ekki standa
ónotað og ófrágengið lengur en þrjú
ár og í 2. tl. ákvæðis til bráðabirgða
er kveðið á um frágang á eldri efn-
isnámum, sem ekki eru lengur í
notkun. Á árinu 2000 hóf Vega-
gerðin átaksverkefni við námufrá-
gang í samræmi við ákvæði laganna.
Markmiðið var að ganga frá 35 eldri
námum árlega. Í júní 2004 gaf Vega-
gerðin út ritið „Langtímaáætlun
um námufrágang 2004–2018“, þar
sem mörkuð er sú stefna Vega-
gerðarinnar að frágangi náma, sem
ekki eru lengur í notkun (alls um
900 námur), skuli lokið á fimmtán
4. mynd. Borað í klöpp á Hólmahálsi við Eskifjörð. Ljósm. Hafdís Eygló Jónsdóttir.