Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 105

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 105
105 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Olgeir Sigmarsson, Erwan Martin, Jean-Louis Paquette, Valerie Bosse og Kristján Geirsson Nýjar aldursgreiningar á bergi úr megineldstöðvum Austfjarða sýna reglulega breytingu með landfræðilegri legu. Aldur bergsins lækkar inn til landsins og til suðurs eftir fjörðunum, frá u.þ.b. 15 milljóna ára gömlu ísúru hrauni neðarlega í Búri, Vopnafirði, til gabbrós yngra en 4 milljóna ára í Vesturhorni. Línuleg fylgni er á milli aldurs megineldstöðvanna og lengdar- og breiddarbaugs, að eldstöðvum Vopnafjarðar undanskildum. Þessi fylgni sýnir að rekhraði, eða hálfur gliðnunarhraði Íslands, hefur verið stöðugur í gegnum jarðsöguna, eða á bilinu 0,7–1,1 cm/ár. Eldstöðv- arnar mynduðust í austurjaðri Norðurlandsgosbeltisins, sem hefur verið virkt í a.m.k. 12 milljónir ára. Vopnafjarðareldstöðvarnar eru enn eldri, en þær mynduðust við Kolbeinseyjarhrygg fyrir um 13–15 milljónum ára og fluttust austur með þvergengi, forvera Tjörnessbrotabeltisins. Hinn stöðugi gliðnunarhraði er of lítill til að skýra breidd Íslands með sístæðu reki um ás rekbeltis. Líklegast er að tíðir gosbeltaflutningar í gegnum jarðsöguna, vegna færslu á hryggjakerfi Norður-Atlantshafsins til norðvesturs miðað við möttulstrókinn undir Íslandi, valdi óvenjulegri breidd Íslands. Við flutning rekbeltis til austurs bætist fyrrmynduð skorpa þannig við heildar- breidd landsins. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 105–111, 2012 Ritrýnd grein Inngangur Samspil möttulstróks og hryggja- kerfis er flókið og hægvirkt ferli sem skilið hefur eftir sig vandlesin ummerki í uppbyggingu Íslands síðastliðin 15–20 Ma. Eitt dæmi er mikil breidd Íslands miðað við u.þ.b. 2 cm gliðnun hvert ár að meðaltali. Til að skýra þá breidd – sem mælist u.þ.b. 500 km milli Látrabjargs og Gerpis en ætti aðeins að vera um 300 km – hefur verið stungið upp á því að rekhraði flek- anna, þ.e. hálfur gliðnunarhraði, hafi áður fyrr verið mun meiri en mælist í dag.1,2. Nákvæmar land- mælingar mæla hraða reks nálægt 1 cm/ár í hvora átt3 og er sá rek- hraði í samræmi við legu þekktra segulræma á Norður-Atlantshafs- botninum4, en þær mynduðust er basaltkvika storknaði í breytilegu segulsviði jarðar. Með aldursgrein- ingum á storkubergi sem myndað hefur jarðlög nálægt myndunar- stað sínum er hægt að meta hvort mældur rekhraði nú sé hinn sami eða ólíkur þeim sem ríkti fyrr í jarðsögu Íslands. Berg úr megin- eldstöðvum á Austurlandi hefur nýlega verið aldursákvarðað.5 Ólíkt þunnfljótandi basalthraunum, sem runnið geta tugi kílómetra frá upp- takastað, hefur flest berg megin- eldstöðva takmarkaða útbreiðslu. Aldur þess endurspeglar því land- fræðilega legu megineldstöðvanna á þeim tíma sem bergið storknaði. Aldursákvörðun eldstöðva á Austurlandi Í tímamótagrein Steve Moorbath og samstarfsmanna hans6 birtust fyrstu áreiðanlegu kalí-argon-aldurs- ákvarðanir á elstu jarðmyndunum Íslands. Elsta berg Austfjarða reynd- ist vera u.þ.b. 12,5 Ma (milljónir ára), af Gerpissvæðinu sem er hluti af Barðsnes-eldstöðinni, en hið yngsta 6,6 Ma frá Austur- og Vesturhorni í Lóni. Í 1. töflu eru sýndar nýjar aldurs- greiningar frá enn fleiri megineld- stöðvum Austfjarða, eða allt norðan Gliðnunarhraði Íslands metinn með aldursgreiningum á megineldstöðvum Austurlands
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.