Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 105
105
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Olgeir Sigmarsson, Erwan Martin, Jean-Louis Paquette,
Valerie Bosse og Kristján Geirsson
Nýjar aldursgreiningar á bergi úr megineldstöðvum Austfjarða sýna
reglulega breytingu með landfræðilegri legu. Aldur bergsins lækkar inn
til landsins og til suðurs eftir fjörðunum, frá u.þ.b. 15 milljóna ára gömlu
ísúru hrauni neðarlega í Búri, Vopnafirði, til gabbrós yngra en 4 milljóna
ára í Vesturhorni. Línuleg fylgni er á milli aldurs megineldstöðvanna og
lengdar- og breiddarbaugs, að eldstöðvum Vopnafjarðar undanskildum.
Þessi fylgni sýnir að rekhraði, eða hálfur gliðnunarhraði Íslands, hefur
verið stöðugur í gegnum jarðsöguna, eða á bilinu 0,7–1,1 cm/ár. Eldstöðv-
arnar mynduðust í austurjaðri Norðurlandsgosbeltisins, sem hefur verið
virkt í a.m.k. 12 milljónir ára. Vopnafjarðareldstöðvarnar eru enn eldri, en
þær mynduðust við Kolbeinseyjarhrygg fyrir um 13–15 milljónum ára og
fluttust austur með þvergengi, forvera Tjörnessbrotabeltisins. Hinn stöðugi
gliðnunarhraði er of lítill til að skýra breidd Íslands með sístæðu reki um
ás rekbeltis. Líklegast er að tíðir gosbeltaflutningar í gegnum jarðsöguna,
vegna færslu á hryggjakerfi Norður-Atlantshafsins til norðvesturs miðað
við möttulstrókinn undir Íslandi, valdi óvenjulegri breidd Íslands. Við
flutning rekbeltis til austurs bætist fyrrmynduð skorpa þannig við heildar-
breidd landsins.
Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 105–111, 2012
Ritrýnd grein
Inngangur
Samspil möttulstróks og hryggja-
kerfis er flókið og hægvirkt ferli
sem skilið hefur eftir sig vandlesin
ummerki í uppbyggingu Íslands
síðastliðin 15–20 Ma. Eitt dæmi
er mikil breidd Íslands miðað við
u.þ.b. 2 cm gliðnun hvert ár að
meðaltali. Til að skýra þá breidd
– sem mælist u.þ.b. 500 km milli
Látrabjargs og Gerpis en ætti aðeins
að vera um 300 km – hefur verið
stungið upp á því að rekhraði flek-
anna, þ.e. hálfur gliðnunarhraði,
hafi áður fyrr verið mun meiri en
mælist í dag.1,2. Nákvæmar land-
mælingar mæla hraða reks nálægt
1 cm/ár í hvora átt3 og er sá rek-
hraði í samræmi við legu þekktra
segulræma á Norður-Atlantshafs-
botninum4, en þær mynduðust er
basaltkvika storknaði í breytilegu
segulsviði jarðar. Með aldursgrein-
ingum á storkubergi sem myndað
hefur jarðlög nálægt myndunar-
stað sínum er hægt að meta hvort
mældur rekhraði nú sé hinn sami
eða ólíkur þeim sem ríkti fyrr í
jarðsögu Íslands. Berg úr megin-
eldstöðvum á Austurlandi hefur
nýlega verið aldursákvarðað.5 Ólíkt
þunnfljótandi basalthraunum, sem
runnið geta tugi kílómetra frá upp-
takastað, hefur flest berg megin-
eldstöðva takmarkaða útbreiðslu.
Aldur þess endurspeglar því land-
fræðilega legu megineldstöðvanna
á þeim tíma sem bergið storknaði.
Aldursákvörðun
eldstöðva á Austurlandi
Í tímamótagrein Steve Moorbath
og samstarfsmanna hans6 birtust
fyrstu áreiðanlegu kalí-argon-aldurs-
ákvarðanir á elstu jarðmyndunum
Íslands. Elsta berg Austfjarða reynd-
ist vera u.þ.b. 12,5 Ma (milljónir ára),
af Gerpissvæðinu sem er hluti af
Barðsnes-eldstöðinni, en hið yngsta
6,6 Ma frá Austur- og Vesturhorni
í Lóni.
Í 1. töflu eru sýndar nýjar aldurs-
greiningar frá enn fleiri megineld-
stöðvum Austfjarða, eða allt norðan
Gliðnunarhraði Íslands
metinn með aldursgreiningum
á megineldstöðvum Austurlands