Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 113

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 113
113 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sveinn P. Jakobsson og Magnús Tumi Guðmundsson Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 113–125, 2012 Ritrýnd grein Móbergsmyndunin og gos undir jöklum Móbergsmyndunin á Íslandi er afar sérstæð á heimsvísu. Hún myndaðist við gos undir jökli á síðari hluta ísaldar (fyrir 0,78–0,01 milljón árum) og þekur um 11.200 ferkílómetra. Helstu grunneiningar gosmyndananna eru bólstraberg, hýalóklastít (óhörðnuð eða hörðnuð gjóska), óregluleg innskot og hraunþekja. Móbergsfjöllum er skipt í hryggi og stapa. Móbergshryggir geta orðið 44 km á lengd og í þeim má sjá samsvörun við sprungugos á nútíma. Í stöpum má greina einn stóran gíg og bent hefur verið á samsvörun þeirra við dyngjur á nútíma. Rúmmál stapanna er oft mikið; stærstur er Eiríksjökull, 48 rúmkílómetrar. Í hallandi landslagi geta við gos undir jökli myndast lög sem runnið hafa sem hraun langa vegu. Móbergshraunum af þessu tagi hefur verið lýst frá Suðausturlandi og Suðurlandi. Að stofni til er hluti hýalóklastítsins set sem flust hefur til í vatni stuttan veg frá gos- opinu. Hýalóklastít sem myndast hefur við gos undir jökli á ísöld er yfirleitt harðnað og kallast almennt móberg. Margt bendir til þess að skammvinn jarðhitakerfi, sem líklega myndast í flestum móbergsfjöllum, valdi þessari ummyndun. Athuganir á nýlegum eldgosum styðja þetta, en flest bendir til að þetta eigi við bæði í Surtsey og Gjálp. Eldgos í jöklum á undanförnum árum hafa varpað nýju ljósi á hegðun gosa í jöklum og sýnt hve hröð bráðnun íss getur verið, jafnvel svo að stór jökulhlaup hljótast af. Móbergs- hryggur myndaðist í Gjálpargosinu 1996, óregluleg hrúgöld í gosum í Grímsvötnum, en engin dæmi eru um stapa sem myndast hafa í nýlegum eldgosum. Vatnsborð í stapagosum á jökulskeiðum gefur vísbendingar um þykkt ísaldarjökla. Allir þekktir stapar virðast hafa myndast í gosum undir jöklum sem voru mun minni en ísaldarjökullinn þegar hann var í hámarki. Inngangur Jarðmyndanir sem orðið hafa til við gos undir eða í jökli hafa fundist víða á jörðinni. Einkum eru þær áberandi á Íslandi,1,2 á Antartíkuskaga á Suðurskautslandinu3 og í Bresku-Kól- umbíu í Kanada.4 Þetta eru flóknar og sérkennilegar jarðmyndanir sem setja svip sinn á gosbeltin á þessum svæðum. Eldgos undir jöklum eru oftast margþætt, þar geta skipst á sprengigos og flæðigos og mikil jökulhlaup fylgja oft gosunum. Sá hluti jarðmyndananna á Íslandi sem varð til á síðari hluta ísaldar hefur verið nefndur móbergsmynd- unin. Útbreiðsla hennar er nú í heild sinni vel þekkt og allnokkrar greinar hafa birst um myndunarferli ein- stakra gosmyndana á undanförnum tveimur áratugum. Enn vantar þó töluvert á að ljóst sé hvernig og við hvaða aðstæður þessar myndanir hafa orðið til og raunaldur þeirra er oft óþekktur. Þá hafa setmyndanir þær sem tengjast gosum undir jökli lítið verið rannsakaðar. Jarðmynd- anir af þessu tagi frá fyrri hluta ísaldar og eldri eru nær ókannaðar. Hér verður leitast við að greina frá stöðu þekkingar á móbergsmyndun- inni á Íslandi. Saga rannsókna Þorvaldur Thoroddsen5,6 taldi að móbergsmyndunin væri gos- myndun frá síðplíósen á íslausu landi. Helgi Pjeturss7,8 sýndi hins vegar fram á að myndunin væri frá ísöld, að minnsta kosti að hluta til, og stök móbergsfjöll, eins og Hestfjall í Árnessýslu, Botnssúlur og Hvalfell, taldi hann sjálfstæð eldfjöll.9 Með rannsóknum Peacocks10,11 varð ljóst að öll móbergsmyndunin á upp- runa sinn að rekja til eldgosa undir jökli eða í vötnum en að töluverður hluti myndunarinnar er setberg sem myndast hefur samfara gosunum eða í kjölfar þeirra. Hann sýndi einnig fram á að meginþáttur bergs- ins er basaltgler, sem að verulegu leyti er ummyndað í palagónít. Noe- Nygaard12,13 fjallaði um ummerki eftir eldgos undir jökli á Síðu og í Vatnajökli og varð fyrstur til að reyna að lýsa þróun goss undir jökli á myndrænan hátt. Hann taldi að ummyndun basaltglers í palagónít hæfist nær strax í kjölfar eldgossins. Guðmundur Kjartansson14 lýsti móbergsmynduninni í Árnessýslu og skipti móbergsfjöllunum í tvær gerðir, hryggi og stapa. Hann ræðir þrjár skýringar á tilurð móbergs- fjallanna,14 þar á meðal að þau hafi
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.