Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 121

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 121
121 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags meinlítil flæðigos (6. mynd). Jökul- þekjan verður þannig til þess að hætta af völdum eldgosa er mun meiri en annars væri. Allmörg eldgos urðu í jöklum hér á landi á fyrstu fjórum áratugum 20. aldar. Í kjölfarið lá eldvirkni undir jöklum nánast niðri, og er tímabilið 1938–1996 það rólegasta sem um getur í íslenskum jöklum frá því á fyrri hluta 16. aldar.77 Aðeins eitt staðfest gos í jökli varð á þessu tímabili, smágosið í Grímsvötnum vorið 1983. Kyrrðartímabilinu lauk með Gjálpargosinu 1996, en í kjölfar þess hafa orðið þrjú gos í Gríms- vötnum (1998, 2004 og 2011), gosið í Eyjafjallajökli 2010 fór í gegnum 200 m þykkan ís og mögulegt er að snögg jökulhlaup frá Mýrdals- jökli í júlí 1999 og 2011 hafi stafað af smágosum undir jöklinum. Þessir atburðir hafa stóraukið þekkingu á hegðun eldgosa í jöklum. Mörg þessara gosa hafa verið að miklu leyti gjóskugos gegnum 100–200 m þykkan jökul. Þau skilja eftir sig óregluleg hrúgöld úr hýalóklastíti, sem gjarnan hlaðast upp að óstöð- ugum ísveggjum og hrynja síðan og missíga þegar veggirnir bráðna eða skríða til. Varðveisla þessara mynd- ana er ótrygg, t.a.m. í Grímsvötnum þar sem gos verða endurtekið á sömu sprungunum. Hvað varðar myndun móbergs- fjalla var Gjálpargosið (7. mynd) sérstaklega lærdómsríkt en þar varð til 6 km langur og um 550 m hár móbergshryggur.49,80,81 Gosið hófst undir 600–750 m þykkum jökli, milli Bárðarbungu og Grímsvatna, að kvöldi 30. september 1996. Dag- inn eftir, 1. október, fundust tveir sigkatlar, 50–100 m djúpir og 2 km breiðir (7. mynd). Stækkuðu þeir yfir daginn og augljóst var að undir þeim var kröftug ísbráðnun. Ílöng 7. mynd. Upphleðsla móbergshryggjar í jökli og gos í gegnum ís. (a) Sigkatlar í Gjálp á fyrsta gosdegi. (b) Gígur Gjálpar tveimur dögum eftir goslok. Veggir gígsins voru úr ís. (c) Þróun móbergshryggjar og hvernig gos getur náð til yfirborðs gegnum gat í ísinn.81 – Buildup of a hyaloclastite ridge under glacier. (a) The Gjálp eruption in day 1; the eruption was fully subglacial. (b) The Gjálp craters in the ice two days after the end of the eruption. (c) Evolution of a hyaloclastite ridge and onset of a subaerial explosive eruption. Ljósm./Photos: (a) Magnús Tumi Guðmundsson, (b) Snæbjörn Guðbjörnsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.