Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 121
121
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
meinlítil flæðigos (6. mynd). Jökul-
þekjan verður þannig til þess að
hætta af völdum eldgosa er mun
meiri en annars væri.
Allmörg eldgos urðu í jöklum hér
á landi á fyrstu fjórum áratugum 20.
aldar. Í kjölfarið lá eldvirkni undir
jöklum nánast niðri, og er tímabilið
1938–1996 það rólegasta sem um
getur í íslenskum jöklum frá því á
fyrri hluta 16. aldar.77 Aðeins eitt
staðfest gos í jökli varð á þessu
tímabili, smágosið í Grímsvötnum
vorið 1983. Kyrrðartímabilinu lauk
með Gjálpargosinu 1996, en í kjölfar
þess hafa orðið þrjú gos í Gríms-
vötnum (1998, 2004 og 2011), gosið
í Eyjafjallajökli 2010 fór í gegnum
200 m þykkan ís og mögulegt er
að snögg jökulhlaup frá Mýrdals-
jökli í júlí 1999 og 2011 hafi stafað af
smágosum undir jöklinum. Þessir
atburðir hafa stóraukið þekkingu
á hegðun eldgosa í jöklum. Mörg
þessara gosa hafa verið að miklu
leyti gjóskugos gegnum 100–200 m
þykkan jökul. Þau skilja eftir sig
óregluleg hrúgöld úr hýalóklastíti,
sem gjarnan hlaðast upp að óstöð-
ugum ísveggjum og hrynja síðan og
missíga þegar veggirnir bráðna eða
skríða til. Varðveisla þessara mynd-
ana er ótrygg, t.a.m. í Grímsvötnum
þar sem gos verða endurtekið á
sömu sprungunum.
Hvað varðar myndun móbergs-
fjalla var Gjálpargosið (7. mynd)
sérstaklega lærdómsríkt en þar varð
til 6 km langur og um 550 m hár
móbergshryggur.49,80,81 Gosið hófst
undir 600–750 m þykkum jökli,
milli Bárðarbungu og Grímsvatna,
að kvöldi 30. september 1996. Dag-
inn eftir, 1. október, fundust tveir
sigkatlar, 50–100 m djúpir og 2 km
breiðir (7. mynd). Stækkuðu þeir
yfir daginn og augljóst var að undir
þeim var kröftug ísbráðnun. Ílöng
7. mynd. Upphleðsla móbergshryggjar í jökli og gos í gegnum ís. (a) Sigkatlar í Gjálp á fyrsta gosdegi. (b) Gígur Gjálpar tveimur dögum
eftir goslok. Veggir gígsins voru úr ís. (c) Þróun móbergshryggjar og hvernig gos getur náð til yfirborðs gegnum gat í ísinn.81 – Buildup
of a hyaloclastite ridge under glacier. (a) The Gjálp eruption in day 1; the eruption was fully subglacial. (b) The Gjálp craters in the ice
two days after the end of the eruption. (c) Evolution of a hyaloclastite ridge and onset of a subaerial explosive eruption. Ljósm./Photos:
(a) Magnús Tumi Guðmundsson, (b) Snæbjörn Guðbjörnsson.