Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 127

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 127
127 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Landrekskenningin Wegener setti hugmyndir sínar um rek meginlandanna fyrst fram í fyrirlestri sem hann hélt hjá Jarð- fræðafélaginu í Frankfurt am Main þann 6. janúar 1912, hálfu ári áður en hann kom til Íslands. Fyrirlestur- inn hét: Jarðeðlisfræðilegar ástæður fyrir hinum stóru landslagsdráttum í jarðskorpunni (meginlöndum og úthöfum) (Die Herausbildung der Grossformen der Erdrinde (Kon- tinente und Ozeane), auf geophy- sikalischer Grundlage). Wegener taldi að við upphaf miðlífsaldar hefðu allar álfur jarðar verið sam- einaðar í einu risameginlandi, sem hann kallaði Frumálfu (Urkonti- nent) en fékk seinna nafnið Pangea. Á miðlífsöld fór meginlandið mikla að liðast í sundur og brotna upp í allmarga meginlandsfleka sem tók að reka hvern frá öðrum og hvern innan um annan, einkum þó er kom fram á nýlífsöld, og Wegener taldi víst að landrekið væri enn í gangi. Hann var reyndar ekki sá fyrsti sem benti á hugsanlegt rek meginlanda, því að hugmyndir um slíkt höfðu komið upp fyrr, en Wegener setti þær fram miklu skipulegar en áður hafði verið gert og studdi þær fjöl- mörgum nýjum rökum og með meiri sannfæringarkrafti þannig að um heilsteypta kenningu var að ræða. Þessi rök voru í senn landfræðileg, jarðfræðileg, jarðeðlisfræðileg, stein- gervingafræðileg og veðurfræðileg. Þekktustu rökin eru auðvitað sú landfræðilega staðreynd að strendur Norður- og Suður-Ameríku falla ótrúlega vel að ströndum Evrópu og Afríku handan Atlantshafsins. Kenningin fékk blendnar við- tökur strax í upphafi en birtist þó í tímaritinu Petermanns Geogra- phische Mitteilungen og í styttra formi í Geologische Rundschau strax árið 1912 undir nafninu Die Entstehung der Kontinente.6 Þá var Wegener búinn að ferðast um Ísland og kominn til Grænlands. Hug- myndirnar sem Wegener setti fram í þessum fyrirlestri voru um sumt nútímalegri en þær sem síðar þróuð- ust í huga hans. Hann hélt því m.a. fram að botn Atlantshafsins væri að rifna og skríða út frá Miðatlantshafs- hryggnum og að þar kæmi stöðugt upp hraunkvika djúpt úr jörðu.7 Þessum hugmyndum breytti hann í hinni frægu bók sinni um landreks- kenninguna, sem hann nefndi Upp- haf meginlanda og hafa (Die Entste- hung der Kontinente und Ozeane) og kom út árið 1915.8 Þar gerir hann ráð fyrir að meginlönd jarðar fljóti á undirlagi sínu og geti rekið um hafs- botnsskorpuna eins og borgarís á sjó. Vafalaust hefur hann verið að móta og slípa kenninguna allt frá því að hann flutti fyrirlesturinn fræga í Þýska jarðfræðifélaginu og næsta lík- legt er að hann hafi oftsinnis hug- leitt og rætt um landreksmálin, bæði í auðnum Ódáðahrauns og á hinum löngu skammdegiskvöldum þegar hann sat ásamt Vigfúsi, Koch og Lars Larsen í kofa sínum að Borg á Grænlandsjökli veturinn 1912–1913. Jóhanni Koch var vel kunnugt um landrekskenninguna og taldi meira að segja að skýra mætti misræmi í staðarákvörðunum, sem gerðar voru á sama stað á Grænlandi með nokkurra áratuga millibili, með til- færslu af völdum landreks. Greinar- gerð hans um þetta efni hét Rek Norður-Grænlands til vestlægrar áttar. Wegener nefnir þessar mælingar í bók sinni og segir þar að ef þær reynist réttar eigi Koch heiðurinn af því að hafa fyrstur manna sýnt fram á að breytingar eigi sér stöðugt stað á staðarhnitum. Ísland kemur ekki mikið við sögu í landrekskenningu Wegeners. Hann minnist að vísu á það í framhjá- hlaupi í fyrirlestrinum fræga árið 1912 og getur þess nokkrum sinnum í bókinni Uppruni meginlanda og hafa. Á þessum tíma litu menn ekki á landið sem hluta af Miðatlantshafs- hryggnum heldur var það álitið fljóta á meginlandsfleka sem graf- inn væri undir þykkum gosmynd- unum. Wegener setti eldvirknina á landinu ekki í samband við land- rek. Útreikningar hans á innbyrðis reki ýmissa landsvæða bentu til að það væri óvíða meira en á milli Íslands og Noregs og að þar væri tilfærslan á bilinu 9–18 m/ár. Þetta byggði hann vafalítið á mælingum og úrvinnslu Kochs félaga síns. Íslendingar hafa ugglaust lesið bók Wegeners fljótlega eftir að hún kom út. Fyrsta fræðilega umfjöllunin um hana er í grein Þorkels Þorkelssonar veðurstofustjóra í Skírni 1923 og nefnist hún Kenning Wegeners um landflutning.9 Frá upphafi voru skoðanir manna á landrekskenningunni afar skiptar. Hún öðlaðist marga áhangendur en einnig hatramma andstæðinga. Með vaxandi gengi jarðeðlisfræði á 3. og 4. áratug tuttugustu aldar óx mótbyrinn gegn henni. Það var ekki síst vegna þess að þeir kraftar sem Wegener hafði reiknað með að drifu landrekið voru samkvæmt útreikn- ingum allt of litlir til að geta það. Ameríska jarðfræðifélagið (Ameri- can Association of Petroleum Geolo- gists) hélt alþjóðlega ráðstefnu um landrekskenninguna 1926; þar var henni vísað á bug af flestum fyrirles- urum og í framhaldinu féll hún úr umræðunni í jarðvísindaheiminum. Nokkru síðar féll Wegener sjálfur frá og fáir urðu til að fylgja málum hans eftir. Síðan liðu meira en 30 ár uns jarðvísindabylting 20. aldar gekk yfir og gerbreytti heimsmyndinni og gervallri fræðigreininni. Þá fékk Wegener einnig uppreisn æru, því að í ljós kom að landreks kenningin var rétt í aðalatriðum þótt drifkraftar reksins væru ekki þeir sem hann hafði veðjað á. 1. mynd. Pangea, hin mikla frumálfa sem Wegener nefndi Urkontinent. Á s ta lí a Indland Suðurskautið Afríka Norður- Ameríka Suður- Ameríka Evrasía
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.