Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 129

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 129
129 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags vín og hesta, að sögn Vigfúsar sem hélt dagbók og skráði margt en því miður engan kveðskap. Jón bóndi hefur verið í hátíðarskapi enda stíll yfir þessari för, sjö vasklegir menn með 27 hesta í blíðskaparveðri í öræfatign og í hópnum frægir vís- indamenn og heimskautakönnuðir, hetjur síns tíma. Þeir fóru um Suð- urárbotna, síðan yfir hraunin að Dyngjufjöllum og gistu við Öskjuop. Þeim félögum, og líklega ekki síst Wegener, var ofarlega í huga hið dularfulla slys sem varð á Öskju- vatni sumarið 1907 er þýski jarðvís- indamaðurinn Walter von Knebel hvarf þar ásamt aðstoðarmanni sínum, málaranum Max Rudloff. Í hópnum var líka maður sem kunni frá mörgu að segja um það mál, Sigurður Sumarliðason frá Bitru- gerði. Hann var þekktur fjallamaður og vel kunnugur í Ódáðahrauni. Fjórum árum fyrr, sumarið 1908, hafði hann verið fylgdarmaður Inu von Grumbkow og Hans Recks í Öskju þegar þau reyndu að graf- ast fyrir um örlög þeirra Knebels og Rudloffs. Það sumar kleif hann Herðubreið fyrstur manna ásamt Hans Reck.12 Leiðangursmönnum hefur vafalítið þótt styrkur í að hafa slíkan mann með í för og ekki er að efa að þeir Wegener hafa rætt margt um þau Knebel og unnustu hans Inu von Grumbkow. Að morgni var haldið áfram um hraun og sanda að Jökulsá á Fjöllum. Þeir höfðu hálfkviðið fyrir ánni vegna þess að klyfjarnar á sumum hestunum voru fyrirferðar- miklar, en þegar þeir komu að henni var hún að kalla þurr og því léttur leikur að fara þar um. Handan ár hélt lestin yfir Krepputungu og kom um miðjan dag í Hvannalindir. Þar áðu þeir félagar til næsta dags og skoðuðu sig um. Rúm 30 ár voru síðan Hvannalindir fundust og þóttu þá einn leyndardóms- fyllsti staður hálendisins með úti- legumannakofum sínum. Í Hvanna- lindum sneru Sigurður Sumarliða- son og Jón gamli til byggða með 11 hesta, en hinir héldu áfram og fóru næsta dag yfir Kreppu. Nokkru austan hennar héldu þeir á jökulinn. Færi var þungt og þunn hjarnskel á djúpum snjó. Hestarnir óðu talsvert í og þeir sárnuðu fljótt á fótum. Eftir 15 km barning var tjaldað til nætur- gistingar. Næsta dag var haldið áfram og slegið upp búðum sunnan undir Esjufjöllum um kvöldið. Þar var Koch kominn á gamalkunnar slóðir úr landmælingaferðum sínum. Þriðja daginn á Vatnajökli fóru þeir með hestana í stóran sveig sunnan Esju- fjalla, suður undir Þverártindseggjar, skoðuðu Veðurárrönd og gerðu ýmsar athuganir. Þegar þeir náðu til búða sinna um kvöldið var kom- inn stórviðrisstormur af austri og menn og hestar hundhraktir. Nóttin var ónæðissöm því hestar losnuðu úr tjóðri. Einn þeirra hnaut um stag og reif sundur tjalddúk. Mennirnir vöknuðu við vondan draum þegar hrossið steyptist hálft inn í tjaldið. Um morguninn héldu þeir félagar sömu leið til baka í norðaustan krapaslyddu. Heldur fannst þeim ókræsileg tilhugsun að gista á jökl- inum við þessar aðstæður og sóttu því sleitulaust móti veðrinu alla nóttina. Klukkan 7 um morguninn náðu þeir jökulröndinni eftir 18 tíma samfelldan barning en vega- lengdin frá Esjufjöllum var um 65 km. Komið var besta veður, sól og hiti. Menn og hestar voru uppgefnir og köstuðu sér strax niður til svefns á heitum sandinum. Hestarnir gáfu sér ekki tíma til að éta og mennirnir ekki til að tjalda, en flatmöguðu þar sem þeir voru komnir langt fram eftir degi. Um kvöldið fóru þeir í Hvannalindir og áðu þar á ný og dvöldu í sólarhring. Nú lögðu þeir félagar lykkju á leið sína, stefndu á Kverkfjöll og prikuðu þar upp hlíðarnar eins langt og þeir gátu komið lestinni með góðu móti. Þar var slegið upp tjaldi og hrossunum gefið hey, sem enn var töluvert til af. Síðan héldu þeir áfram á fjöllin og eyddu deg- inum í að skoða jarðhitann í Hvera- dalnum við jökulröndina og íshell- ana sem þar myndast oft og iðulega. Fáir ef nokkrir höfðu skoðað dal- inn áður og fyrstir urðu þeir til að klífa hátindana. Um nóttina gistu þeir í tjaldi sínu í hlíðum Kverk- fjalla. Daginn eftir, þann 27. júní, var stefnan tekin á Dyngjufjöll og þar létu þeir sig ekki muna um að fara með alla lestina upp á þau þar sem fjöllin eru hvað hæst. Þar uppi reistu þeir tjald sitt enn á ný og dáðust að útsýninu yfir Öskjuvatn. Daginn eftir ætluðu þeir að minnismerkinu um Walter Knebel, sem Ina unnusta hans hafði látið reisa honum rétt hjá Víti við suðausturhorn Öskju- vatns, en leiðin þangað var svo torsótt fyrir hestana að þeir hættu við. Þó komust þeir niður að vatn- inu en héldu síðan um Jónsskarð og hraunin norðan Dyngjufjalla. Þar gáfu þeir hestunum síðasta hey- skammtinn og komu í Suðurárbotna um kvöldið þar sem þeir náttuðu sig í góðum haga. Nú var öræfa- ferðin á enda. Næstsíðustu nóttina gistu þeir á Jarlsstöðum hjá Jóni gamla Þorkelssyni sem hafði haft leiðsögu fyrir þeim fyrstu dagana. Til Akureyrar komu þeir 1. júlí eftir rúmlega hálfs mánaðar ferð. Skipið Godthaab, sem flytja skyldi leiðang- urinn til Grænlands, beið þeirra á Akureyrarhöfn. Fimm dögum síðar yfirgáfu þeir landið með farangur sinn og hesta. Ísland og landreks- kenningin Frásögn Vigfúsar af Vatnajökuls- leiðangrinum, sem hér er mest stuðst við, er fremur ópersónuleg eins og reyndar öll ferðasaga hans. Hann leggur megináherslu á ferð- ina sjálfa, veðurfar og landlýsingu, en hestarnir eru honum einnig hugleiknir enda var meginhlut- verk hans að sjá um þá. Hins vegar segir hann lítið frá félögum sínum og alls ekki frá sínum eigin högum. Hann er fáorður um Wegener og nefnir aldrei landrekskenninguna. Það er mjög miður, og raunar má fullyrða að ef Vigfús hefði lagt rækt við mannlýsingar í frásögn sinni og lagt eyru við því sem Wegener sagði um vísindalegar hugmyndir sínar væri ferðasaga hans sígilt verk en ekki gleymd og grafin. Vigfús
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.