Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 130

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 130
Náttúrufræðingurinn 130 víkur hvergi að fjölskyldu sinni og nefnir það ekki einu orði í bókinni að hann eigi konu og þrjú ung börn í Reykjavík. Persónuleg viðkvæmni af því tagi hefur líklega ekki þótt hæfa heimskautakönnuði á önd- verðri 20. öld. Það er þó vitað af öðrum heimildum að áður en þeir félagar lögðu af stað á Vatnajökul hafði Guðbjörg kona hans komið til Akureyrar til að kveðja mann sinn. Hún var þá langt gengin með fjórða barn þeirra hjóna sem fæddist fimm vikum síðar, eða fáum dögum eftir að þeir Wegener náðu til Græn- lands. Vigfús fékk þó engar fréttir af móðurinni og dótturinni ungu fyrr en rúmu ári síðar, að leiðangr- inum loknum. Wegener var enn ókvæntur og barnlaus er hér var komið sögu, en skömmu fyrir förina höfðu þau Else Köppen opinberað trúlofun sína. Ýmsir hafa velt því fyrir sér hvort Wegener hafi ekki komið auga á gliðnunarsprungurnar, sem víða setja svip sinn á hraunbreiðurnar norðan Vatnajökuls, og séð í þeim rökstuðning fyrir landrekshug- myndum sínum. En það gerði hann ekki. Þetta hefur sumum þótt sér- kennilegt (t.d. ævisöguritara hans Martin Schwarzbach13), einkum í ljósi þess að miklar sprungur í jarð- skorpunni voru þýðingarmiklar í röksemdafærslum Wegeners, t.d. sprungurnar sem mynda hina miklu sigdali við Dauðahaf og vötnin stóru í Afríku, Tanganýkavatn og Nýassavatn. Þar taldi hann (rétti- lega) að meginland væri að brotna upp og byrja að reka í sundur. En Wegener ætlaði Íslandi enga sér- stöðu í kenningum sínum og hann var ekki að horfa eftir ummerkjum um gliðnun eða landrek. Hann veitti því sprungum og sprungu- kerfum Ódáðahrauns ekki athygli. Hann var ekki menntaður jarðfræð- ingur, og því miður kom hann aldrei á Þingvelli þar sem afleiðingar land- reks og gliðnunar eru jafnauðsæjar og sprungukerfið á yfirborðinu er til marks um. Það var líka eins og hver önnur gráglettni örlaganna að Vigfús Sigurðsson, fylgdarmaður Wegeners um Ódáðahraun, var alinn upp á Meiðavöllum í Keldu- hverfi þar sem land er allt sundur- skorið af sprungum og misgengjum. Á fáum stöðum á jarðarkringlunni mun gliðnun skorpunnar augljós- ari en einmitt þar. Þegar Wegener kom úr ferðinni um Vatnajökul og Ódáðahraun skrifaði hann fræðilega grein um vindsveipi á söndum.14 Það var því veðurfræðingurinn en ekki jarðfræðingurinn sem var við völd í huga hans þegar hann fór um sprungin og eldbrunnin öræfi Íslands. Yfir þvert Grænland Hér verður ferðinni löngu yfir Grænlandsjökul ekki lýst þótt segja megi að Wegener hafi verið í sam- skiptum við Íslendinga óslitið allan þann tíma. Það var ekki nóg með að samvinna þeirra Vigfúsar hafi verið mikil og náin heldur lögðu þeir upp með 16 íslenska hesta og íslenskan hund. Að auki gekk Wegener allan veturinn á jöklinum í íslenskri lopapeysu sem Vigfús gaf honum. Hestarnir létu allir lífið í ferðinni og hundinn átu þeir félagar til að forða sér frá hungur- dauða í fararlok. Ljóst má líka vera af ferðalýsingunum að þeir hefðu aldrei skilað sér til byggða ef Vigfúsar hefði ekki notið við. Ferðasögu Kochs, „Yfir auðnina hvítu“, lýkur þegar þeir félagarnir komust loks til manna á austur- strönd Grænlands, nær dauða en lífi, þann 15. júlí 1913. Í bók Vigfúsar er sagan rakin nokkra daga til við- bótar, en um ferðir þeirra eftir það eru einungis stopular og óbeinar heimildir. Það er ljóst að þeir hafa fljótlega lagt upp í siglingu suður 3. mynd. Wegener í húsinu Borg sem þeir félagar reistu á Grænlandsjökli 1912. Húsið var nefnt eftir Borg á Mýrum en þeir Koch og Wegener höfðu dálæti á Egils sögu.   4. mynd. Vigfús Sigurðsson eftir Grænlands- leiðangurinn 1912–1913.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.