Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 132
Náttúrufræðingurinn
132
jarðfræðingar burðast með ýmsar
kenningar um „landabrýr“ sem
sokkið hefðu í sjó o.s.frv. En með
kenningum Wegeners hefir margt
orðið skiljanlegra og skýranlegra
en áður í þróunarsögu jarðar og
jarðlífs“.16
Það er gaman að sjá aðdáunina
á prófessornum sem þarna kemur
fram og hið jákvæða viðhorf til
landrekskenningarinnar. Íslend-
ingar þekktu nokkuð til hugmynda
Wegeners á þessum árum, eins og
fyrr hefur verið nefnt, því Þorkell
Þorkelsson skrifaði athyglisverða
grein um þær í Skírni 1923 og
benti þar m.a. á að margt í jarð-
fræði landsins og eldvirkni félli vel
að kenningunni. Í jarðvísindaheim-
inum var Wegener hins vegar hálf-
gerður utangarðsmaður er hér var
komið sögu og kenningar hans í
litlum metum.
Örlagaglettur
Skipið stóð stutt við, aðeins tvo eða
þrjá sólarhringa. Það nægði þó til
þess að Wegener gat lagt drög að
viðamiklum fastmerkjum til mæl-
inga á landreki, og stendur eitt
þeirra enn á Arnarneshálsi. Fast-
merkið er allmikill stöpull úr stein-
steypu sem Garðabær hefur nú
gert að minnismerki um hinn dáða
vísindamann. Sem fyrr getur gerði
Wegener ráð fyrir mikilli gliðnun
milli Íslands og meginlands Evr-
ópu og hana hugðist hann mæla
með beinum landmælingum þegar
Grænlandsleiðangrinum væri lokið.
Wegener áttaði sig ekki á að það
væri Ísland sjálft sem var að gliðna.
Hér má aftur velta fyrir sér grá-
glettni örlaganna. Vigfús Sigurðs-
son, vinur hans og samferðamaður,
hafði um margra ára skeið verið
vitavörður í Reykjanesvita. Einmitt
þar gengur Miðatlantshafshrygg-
urinn á land, sundursprunginn og
eldvirkur. Árið 1918 urðu miklar
jarðhræringar þar á nesinu, vita-
varðarhúsið skemmdist og Vigfús
og fjölskylda hans urðu fyrir tölu-
verðum hremmingum. Sprungur
opnuðust og land gliðnaði. Þarna
var landrekið að verki með beinum
hætti, en hvorki Vigfús né Wegener
hafði minnsta grun um það. Í raun
má segja að Wegener hafi verið á
rangri braut er hann hélt frá Reykja-
vík til Grænlands. Hann hefði átt að
láta staðar numið á Íslandi og beina
rannsóknum sínum að sprungu-
kerfum landsins. Þess í stað var
látið í haf og stefnan tekin á Hvarf,
syðsta odda Grænlands, og síðan
til norðurs allt norður fyrir Diskó.
Mikill hafís tafði för og það var
ekki fyrr en um miðjan júní að þeir
gátu skipað farangri sínum á land
í Kamerúkfirði, þaðan sem haldið
skyldi á jökul.
Jón frá Laug
Vigfús skrifaði aldrei neitt opinber-
lega um þessa för en hélt þó dag-
bækur. Hins vegar gaf Jón frá Laug
út stórmerkan ritling um hana, sem
hann nefndi „Er próf. Wegener í
7. mynd. Hluti af dagbókum Vigfúsar Sigurðssonar úr Grænlandsferðum hans 1912–1913,
1929 og 1930. Stóra bókin fyrir miðju er handritið af ferðasögunni Um þvert Grænland,
sem kom út 1948. Ljósm.: Vigfús Geirdal.
6. mynd. Vigfús Sigurðsson á hestum sínum á Grænlandsjökli 1912. Ljósm. Alfred Wegener.