Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 134

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 134
Náttúrufræðingurinn 134 þó á jólagleðina að engar fregnir bárust af Wegener. Raunar voru þeir félagar ekki á einu máli um alvar- leika málsins. Vigfús var bjartsýnn á að allt færi vel, eins kemur fram í viðtali við hann í Morgunblaðinu á aðfangadag 1930.18 Jón var svart- sýnn. Í janúar og febrúar hélt Vigfús fyrirlestra um leiðangurinn fyrir fullu húsi í Nýja bíói og sýndi þar 70–80 skuggamyndir sem Wegener hafði tekið um sumarið. Þar ítrekaði hann skoðanir sínar og bjartsýni. En Jón frá Laug hélt líka fyrirlestra og þar kvað við annan tón. Hann benti á að lítil von væri um að Wegener og mennirnir á Eismitte gætu lifað af veturinn og varaði menn við að bíða og vona í aðgerðarleysi. Enginn væri að vísu líklegri en Wegener til að yfirstíga þá gífurlegu erfiðleika sem þarna væri við að etja, en ljóst hlyti þó að vera að hann og menn hans væru í stórkostlegri hættu. Ritgerðin Er próf. Wegener í hættu staddur? er andóf við málflutningi Vigfúsar og hún endar með þessum orðum: „Er það illa farið ef órétt- mæt bjartsýni verður þeim pró- fessor Wegener og félögum hans að aldurtila inni á hjarnbreiðum Grænlands, ef svo væri, að eitthvað hefði mátt gera þeim til bjargar, ef umheimurinn hefði verið vakinn til réttrar umhugsunar um þetta mál. Læt ég hér staðar numið að sinni, en þetta er mál, sem varðar alla heimsbyggðina.“ Fyrirlestur og ritgerð Jóns frá Laug var alþjóðlegt hjálparkall. En kallið barst aldrei heimsbyggðinni, og það mátti raunar einu gilda því Wegener hafði legið látinn í sinni hvítu gröf í tvo mánuði þegar Jón flutti sitt mál. Af för hans og enda- lokum er það að segja að þeir náðu að lokum Eismitte eftir 40 daga barning í heljarfrosti gegn stormi og hríð. En þá var ekkert eftir af vistunum sem þeir lögðu upp með, hvorki matur né eldsneyti, og dr. Löve var skelfilega kalinn á fótum. Þeir tóku af honum átta tær, nánast lyfja- og tækjalausir, með vasahníf einum saman. Wegener og Rasmus Villumsen hvíldust einn dag á Eis- mitte en héldu svo til baka, því ekki máttu þeir ganga á þær litlu birgðir sem til voru í stöðinni. Löve urðu þeir að skilja eftir sem nærri má geta. Hvað gerðist síðan veit enginn því þeir komu ekki fram. Lík Wegeners fannst um miðjan maí vorið eftir, saumað í skinnfeld og grafið í fönn nálægt 200 km inni á jöklinum. Á gröfinni var kross, gerður úr gönguskíðum hans, sem Villumsen hlýtur að hafa útbúið. Sjálfur hélt Villumsen áfram með dagbækurnar úr ferðinni, en varð úti. Lík hans fannst aldrei. Jón frá Laug fór aftur til Græn- lands sumarið 1931 til að aðstoða Þjóðverjana og Guðmund félaga sinn við að taka niður búðir Wegener- leiðangursins og flytja til skips. Hann hafði með sér sex íslenska hesta til verksins. Vigfús Sigurðsson var hættur Grænlandsferðum þegar hér var komið. Þeir Jón frá Laug voru ólíkir menn en brugðust þó eins við sumum hlutum. Þeir skírðu báðir börn sín eftir þeim mönnum sem þeir mátu mest. Vigfús nefndi yngsta son sinn Jóhann Pétur Koch, en Jón frá Laug gaf sínum syni nafnið Alferð Rasmus eftir þeim Alf- red Wegener og Rasmus Villumsen, og með því lýkur frásögninni af löngum og oft ævintýralegum sam- skiptum höfundar landrekskenning- arinnar og Íslendinga. Heimildir 1. Vigfús Sigurðsson 1948. Um þvert Grænland með kapt. J. P. Koch 1912–1913. Ársæll Árnason, Reykjavík. 243 bls. 2. Koch, J.P. 1912. Die dänische Expedition nach Königin-Luise-Land und quer über das nordgrönländische Inlandeis 1912/13. I. Die Reise Durch Island 1912. Petermanns Geographische Mitteilungen 1912, Oktober- heft. Bls. 185–189. 3. Koch, J.P. 1913. Gennem den hvide ørken: den danske forskningsrejse tværs over Nordgrønland 1912–13. Gyldendal, København. 286 bls. 4. Koch, J.P. & Wegener, A. 1930. Wissenshaftliche Ergebnisse der däni- schen Expedition nach Dronning Luisesland und quer über das Inland- eis von Nordgrönland 1912–13 unter leitung von Hauptmann J.P. Koch. Meddelelser om Grønland LXXV. 676 bls. 5. Wegener, A. 1912. Die Entstehung der Kontinente. Petermanns Geogra- phische Mitteilungen 58 I. 185–195, 253–256, 305–309. 6. Wegener, A. 1912. Die Entstehung der Kontinente. Geologische Rund- schau 3. 276–292. 7. Jacoby, W.R. 2001. Translation of Die Entstehung der Kontinente. Journal of Geodynamics 32. 29–63. 8. Wegener, A. 1915. Die Entstehung der Kontinente und Ozeane. Samm- lung Vieweg, Heft 23, Braunschweig. 94 bls. 9. Þorkell Þorkelsson 1923. Kenning Wegeners um landflutning. Skírnir 97. 82–95. 10. Koch, J.P. 1919. Durch die weiße Wüste: die dänische Forschungsreise quer durch Nordgrönland 1912–1913. Deutsche Ausgabe besorgt von Prof. Dr. Alfred Wegener. Springer, Berlin. 247 bls. 11. Koch, J.P. 1948. Yfir hájökul Grænlands með íslenzka hesta. Farmanna- útgáfan, Reykjavík. 282 bls. 12. Ina von Grumbkow 1982. Ísafold. Ferðamyndir frá Íslandi. Þýð. Haraldur Sigurðsson. Örn og Örlygur, Reykjavík. 206 bls. 13. Schwarzbach, M. 1986. Alfred Wegener the Father of Continental Drift. Madison Wisconsin. 241 bls. 14. Wegener, A. 1914. Staubwirbel auf Island. Meteorolog. Zeitschr. 31. 199–200. 15. Ársæll Árnason 1929. Grænlandsför 1929. Bókaverzlun Ársæls Árnasonar. 16. Morgunblaðið 8. apríl 1930. Bls 2. 17. Jón Jónsson 1931. Er próf. Wegener í hættu staddur? Alþýðuprentsmiðjan, Reykjavík. 16 bls. 18. Morgunblaðið 24. desember 1930. Bls. 2–3. um höfundinn Árni Hjartarson (f. 1949) lauk BS-prófi í jarðfræði frá Háskóla Íslands 1974, MS-prófi í vatnajarðfræði frá sama skóla 1994 og Ph.D.-prófi frá Kaupmannahafnar- háskóla 2004. Hann hefur starfað sem sérfræðingur hjá Orkustofnun og starfar nú hjá Íslenskum orku- rannsóknum. Póst- og netfang höfundar/Author’s address Árni Hjartarson Íslenskar orkurannskóknir Grensásvegi 9 IS-108 Reykjavík Arni.Hjartarson@isor.is
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.