Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 136

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 136
Náttúrufræðingurinn 136 tímabilið sem hófst fyrir um 2,6 milljónum ára, skiptast á jökulskeið annars vegar og mun styttri hlý- skeið hins vegar. Síðasta jökulskeiði lauk með töluverðum hitasveiflum sem hófust með snöggri hlýnun fyrir um 14.500 árum. Í um 2.000 ár var tiltölulega hlýtt, en þó ekki stöð- ugt. Þessu hlýja tímabili, sem í raun er skipt í tvennt, Bölling og Alleröd, lauk skyndilega með mikilli og snöggri kólnun. Því kalda tímabili, sem nefnt hefur verið yngra drýas, lauk skyndilega fyrir um 11.700 árum og markar þar með endalok síðasta jökulskeiðs. Snemma á sjöunda áratug 20. ald- arinnar varð mönnum ljóst að gam- all jökulís getur geymt margþættar upplýsingar um veðurfar fyrri tíma. Síðan hafa nokkrir ískjarnar verið boraðir út bæði á Grænlandsjökli og jökli Suðurskautslandsins, en úr þessum tveimur meginjöklum hefur helst verið talið hægt að ná heillegum ískjörnum sem geti gefið nákvæmar upplýsingar um veðurfar og tækifæri til að rekja orsakir veðurfarsbreyt- inga. Grænlandskjarnarnir geyma upplýsingar að minnsta kosti 123.000 ár aftur í tímann,2 en úr suðurskauts- jöklinum má lesa veðurfarssögu síð- ustu 820.000 ára3. Grænlandsjökull er ákjósanleg- asti staðurinn á öllu norðurhveli jarðar til rannsókna á veðurfari og samsetningu andrúmsloftsins á liðnum öldum, vegna þess að jök- ullinn er gerður úr vel lagskiptri frosinni úrkomu liðins tíma. Þá er reiknað með því að hvert árlag í póljöklum (hjarnjöklum) varðveiti í sér efnasamsetningu úrkomu þess tíma þegar snjórinn féll á jökulinn. Þíðjöklar, en til þeirra teljast íslensku jöklarnir, glata aftur á móti þessum upplýsingum vegna sumarbráðn- unar. Því er ekki unnt að nota þá á sama hátt til að rekja upplýsingar um úrkomu og þar með veðurfar liðins tíma. Hægt er að rannsaka ýmsa þætti í hjarnjöklum, t.d. samsætur, en þær gefa upplýsingar um hitastig fyrri tíma,4–10 rykmagn, sem gefur upp- lýsingar um storma og vindáttir,11,12 gasinnlyksur, sem veita upplýsingar m.a. um efnasamsetningu andrúms- loftsins og þar með um gróðurhúsa- lofttegundir,13–16 sýrustig íssins og öskulög í honum, sem veita upp- lýsingar um eldvirkni á norður- hveli jarðar,17,18 og efnasamsetningu, en hún gefur upplýsingar um ýmis ferli á landi, sjó og lofti.17,19,20 Saman gefa þessir þættir nákvæma mynd af umhverfi og veðurfari liðins tíma, ekki bara á Grænlandi heldur á öllu norðurhvelinu og reyndar um jörð- ina alla. Í þessari grein er fyrst og fremst fjallað um samsætumælingar og þær upplýsingar sem þær gefa um forn- veðurfar jarðarinnar. Boranir í Grænlandsjökul Sumarið 1966 var fyrsti djúpi ís- kjarninn boraður á Grænlandsjökli, nánar tiltekið á stöðinni við Camp Century á Norðvestur-Grænlandi, ekki langt frá Thule (2. mynd). Ísinn reyndist þarna vera 1.390 m þykkur og elsti ís við botninn um 120.000 ára.21 Mælingarnar leiddu í ljós veðurfarssveiflur sem í aðaldráttum staðfestu vitneskju sem aflað hafði verið með öðrum rannsóknum, t.d. á sjávarseti. Til viðbótar gaf ískjarn- inn til kynna snöggar veðurfars- sveiflur á síðari hluta jökulskeiðsins. Þeim niðurstöðum var þó almennt tekið með tortryggni innan vísinda- samfélagsins og ályktuðu margir að mæliniðurstöðurnar orsökuðust af staðbundnum truflunum á lag- skiptingu jökulíssins. Það var ekki fyrr en 13 árum síðar sem borað var á ný í Grænlands- jökul (1979–1981), og þá með nýjum íslensk-dönskum bor, að veðurfars- sveiflur Camp Century-kjarnans voru staðfestar í Dye-3 kjarnanum 2. mynd. Staðsetning djúpkjarna á Grænlandi. – Locations of deep drilling sites in Greenland.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.