Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 140
Náttúrufræðingurinn
140
það verða samsætugildi hennar létt-
ari þegar hún fellur sem úrkoma á
Grænlandsjökul.
Af framansögðu er ljóst að kóln-
unin við lok síðasta hlýskeiðs var
hæg og að það tók samsætur þús-
undir ára að sýna lág samsætugildi
sem endurspegla jökulskeið. Veður-
farssagan sem skráð er í Grænlands-
kjörnunum sýnir að veðurfarið
hagaði sér á allt annan hátt við
lok síðasta jökulskeiðs. Fyrir um
14,5 þúsund árum hlýnaði mjög
snögglega, á innan við 50 árum,
um 10–15°C (7. mynd). Þetta hlýja
tímabil, sem hefur verið nefnt Böll-
ing/Alleröd, stóð í um 2.000 ár með
töluverðum sveiflum. Því lauk með
snöggri kólnun og síðasta kalda
tímabil jökulskeiðsins gekk í garð –
yngra drýas. Því tímabili lauk með
snöggri hlýnun, á 3–50 árum, fyrir
um 11,7 þúsund árum og markar
sú hlýnun endalok síðasta jökul-
skeiðs og upphaf nútíma. Það er því
reginmunur á hraða veðurbreyt-
inga annars vegar í upphafi jökul-
skeiðsins og hins vegar við lok
þess. Hin háa upplausn NGRIP-
kjarnans gefur tækifæri til að rann-
saka þessi tímabil sérstaklega með
það að markmiði að skýra hegðun
veðrakerfanna á þessum tímum og
skýra ástæður þessa breytileika á
hraða veðurbreytinga, annars vegar
í upphafi síðasta jökulskeiðs og
hins vegar við lok þess.
Eins og áður sagði gefur NGRIP-
kjarninn möguleika á að skoða
breytingar í efnasamsetningu íssins
nákvæmar en hingað til hefur verið
unnt, bæði vegna nýrra mæliaðferða
og meiri mælinákvæmni og vegna
þess að hvert árlag í NGRIP-kjarn-
anum er þykkara en í fyrri djúp-
kjörnum. Þannig má fylgja breyt-
ingum í efnasamsetningu íssins eftir,
ár fyrir ár, þúsundir ára aftur í tím-
ann. Á 8. mynd er sýnt hvernig
tvívetnisaukinn (d), d18O, rykmagn,
Ca+2- og Na+-styrkur og ákoma
breytist ótrúlega hratt í ís frá kalda
tímabilinu (yngra drýas) í lok síð-
asta jökulskeiðs yfir í tiltölulega
hlýtt veðurfar í upphafi nútíma.38
Árlagaþykkt er minni á köldu
tímabilunum og árlegur styrkur
efna í ísnum meiri. Hvort tveggja er
afleiðing þess að veðráttan er þurr-
ari á köldum skeiðum en hlýjum.
Vindur, sem var sterkari á köldum
tímabilum, nær að rífa upp meiri
óhreinindi af þurrum landsvæðum
en rökum, þannig að meira er af
óhreinindum í andrúmsloftinu
þegar þurrt er. Þar að auki haldast
efni lengur í andrúmsloftinu og
geta því borist langar leiðir áður en
þau falla með úrkomu. Þannig hafa
rannsóknir sýnt að ryk og óhreinindi
í Grænlandsís eru að mestu ættuð
af löss-svæðum Austur-Asíu39–41 og
hafa því ferðast þúsundir kílómetra
í háloftunum áður en þau falla með
úrkomu á Grænlandsjökul. Eins og
sést af 8. mynd gerast breytingarnar
í ísnum á örfáum árum og bendir
það til þess að á mjög skömmum
tíma hafi aðstæður sem stjórna styrk
efna í andrúmsloftinu og færslu
þeirra til Grænlands breyst. Rann-
sóknir á snöggu hlýnuninni á Böl-
ling/Alleröd, við lok síðasta jökul-
skeiðs, sýna að magn ryks í ísnum
minnkar áður en breytinga í sam-
sætum verður vart, en eins og sést á
8. mynd virðist breytinganna gæta
á svipuðum tíma við hlýnunina á
nútíma.38 Sneggsta breytingin sést í
tvívetnisaukanum (d), sem er mæli-
kvarði á hitastig uppgufunarsvæðis
úrkomunnar, en hann breytist á 1–3
árum og markar upphaf hægari
breytinga (á um 50 árum) á lofthita
yfir Grænlandi, eins og hann er varð-
veittur í samsætugögnum íssins.38
8. mynd. Hraði breytinga í tvívetnisauka (d), d18O, rykmagni, styrk Ca+2, styrk Na+ og árlagaþykkt (λ) við lok síðasta jökulskeiðs og
upphaf nútíma.38 – Changes in deuterium excess (d), dust, Ca+2 concentration, Na+ concentration and annual layer thickness (λ) during
the abrupt warming from the last glaciation to Holocene.38
Yngra drýas
Breytingar við upphaf nútíma – Abrupt warming from GS-1 to Holocene (onset of Holocene)
A
ld
ur
í
þú
su
nd
um
á
ra
–
T
ho
us
an
ds
o
f y
ea
rs
b
ef
or
e
A.
D
. 2
00
0
(k
a
b2
k)