Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 140

Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 140
Náttúrufræðingurinn 140 það verða samsætugildi hennar létt- ari þegar hún fellur sem úrkoma á Grænlandsjökul. Af framansögðu er ljóst að kóln- unin við lok síðasta hlýskeiðs var hæg og að það tók samsætur þús- undir ára að sýna lág samsætugildi sem endurspegla jökulskeið. Veður- farssagan sem skráð er í Grænlands- kjörnunum sýnir að veðurfarið hagaði sér á allt annan hátt við lok síðasta jökulskeiðs. Fyrir um 14,5 þúsund árum hlýnaði mjög snögglega, á innan við 50 árum, um 10–15°C (7. mynd). Þetta hlýja tímabil, sem hefur verið nefnt Böll- ing/Alleröd, stóð í um 2.000 ár með töluverðum sveiflum. Því lauk með snöggri kólnun og síðasta kalda tímabil jökulskeiðsins gekk í garð – yngra drýas. Því tímabili lauk með snöggri hlýnun, á 3–50 árum, fyrir um 11,7 þúsund árum og markar sú hlýnun endalok síðasta jökul- skeiðs og upphaf nútíma. Það er því reginmunur á hraða veðurbreyt- inga annars vegar í upphafi jökul- skeiðsins og hins vegar við lok þess. Hin háa upplausn NGRIP- kjarnans gefur tækifæri til að rann- saka þessi tímabil sérstaklega með það að markmiði að skýra hegðun veðrakerfanna á þessum tímum og skýra ástæður þessa breytileika á hraða veðurbreytinga, annars vegar í upphafi síðasta jökulskeiðs og hins vegar við lok þess. Eins og áður sagði gefur NGRIP- kjarninn möguleika á að skoða breytingar í efnasamsetningu íssins nákvæmar en hingað til hefur verið unnt, bæði vegna nýrra mæliaðferða og meiri mælinákvæmni og vegna þess að hvert árlag í NGRIP-kjarn- anum er þykkara en í fyrri djúp- kjörnum. Þannig má fylgja breyt- ingum í efnasamsetningu íssins eftir, ár fyrir ár, þúsundir ára aftur í tím- ann. Á 8. mynd er sýnt hvernig tvívetnisaukinn (d), d18O, rykmagn, Ca+2- og Na+-styrkur og ákoma breytist ótrúlega hratt í ís frá kalda tímabilinu (yngra drýas) í lok síð- asta jökulskeiðs yfir í tiltölulega hlýtt veðurfar í upphafi nútíma.38 Árlagaþykkt er minni á köldu tímabilunum og árlegur styrkur efna í ísnum meiri. Hvort tveggja er afleiðing þess að veðráttan er þurr- ari á köldum skeiðum en hlýjum. Vindur, sem var sterkari á köldum tímabilum, nær að rífa upp meiri óhreinindi af þurrum landsvæðum en rökum, þannig að meira er af óhreinindum í andrúmsloftinu þegar þurrt er. Þar að auki haldast efni lengur í andrúmsloftinu og geta því borist langar leiðir áður en þau falla með úrkomu. Þannig hafa rannsóknir sýnt að ryk og óhreinindi í Grænlandsís eru að mestu ættuð af löss-svæðum Austur-Asíu39–41 og hafa því ferðast þúsundir kílómetra í háloftunum áður en þau falla með úrkomu á Grænlandsjökul. Eins og sést af 8. mynd gerast breytingarnar í ísnum á örfáum árum og bendir það til þess að á mjög skömmum tíma hafi aðstæður sem stjórna styrk efna í andrúmsloftinu og færslu þeirra til Grænlands breyst. Rann- sóknir á snöggu hlýnuninni á Böl- ling/Alleröd, við lok síðasta jökul- skeiðs, sýna að magn ryks í ísnum minnkar áður en breytinga í sam- sætum verður vart, en eins og sést á 8. mynd virðist breytinganna gæta á svipuðum tíma við hlýnunina á nútíma.38 Sneggsta breytingin sést í tvívetnisaukanum (d), sem er mæli- kvarði á hitastig uppgufunarsvæðis úrkomunnar, en hann breytist á 1–3 árum og markar upphaf hægari breytinga (á um 50 árum) á lofthita yfir Grænlandi, eins og hann er varð- veittur í samsætugögnum íssins.38 8. mynd. Hraði breytinga í tvívetnisauka (d), d18O, rykmagni, styrk Ca+2, styrk Na+ og árlagaþykkt (λ) við lok síðasta jökulskeiðs og upphaf nútíma.38 – Changes in deuterium excess (d), dust, Ca+2 concentration, Na+ concentration and annual layer thickness (λ) during the abrupt warming from the last glaciation to Holocene.38 Yngra drýas Breytingar við upphaf nútíma – Abrupt warming from GS-1 to Holocene (onset of Holocene) A ld ur í þú su nd um á ra – T ho us an ds o f y ea rs b ef or e A. D . 2 00 0 (k a b2 k)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.