Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 143

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 143
143 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Rannsóknir sýna að á köldustu tímabilum síðasta jökulskeiðs var styrkur CO2 í andrúmslofti rúmlega helmingi minni en hann er í dag, og inngeislun frá sól var þar að auki lægri vegna reglulegra breytinga á braut jarðar um sólina (e. orbital forcing). Mjög gott samræmi er milli þeirra veðurfarsgagna sem lesa má úr Grænlandskjörnunum og ann- arra jarðfræðilegra gagna sem aflað er víðs vegar um heim. Nýlegar rannsóknir á djúp- kjarnanum frá Dome-C (EDC) á suðurheimsskautinu gefa upplýs- ingar um veðurfar u.þ.b. 800.000 ár aftur í tímann og sýna þar með breytilegt veðurfar á suðurskaut- inu yfir átta síðustu jökulskeið, eins og sýnt er á 10. mynd.3,43 Þessi langa loftslagssaga og bættur tíma- kvarði leyfir nákvæmari skoðun á tengslum hitastigs á Suðurskauts- landinu og reglulegra breytinga á braut jarðar um sólu, og staðfestir hún að langtímabreytingar stjórnast af þeim en styttri sveiflur stjórnast af breytingum í hringrás heimshaf- anna og lofthringrás.34,35,43 Annar nýlegur kjarni frá Suðurskautsland- inu, Dronning Maud Land (EDML), gefur veðurfar síðastliðin 150.000 ár í hærri upplausn en nokkur annar kjarni þaðan.44 Hann sýnir að allar D/O-sveiflur á Grænlandi á síð- asta jökulskeiði eiga sér hliðstæðan topp á Suðurskautslandinu (Ant- arctic Isotope Maxima). Með niður- stöðum úr EDML-kjarnanum sést vel að sterk tengsl eru milli hitafars á Suðurskautslandinu og Græn- landi, ekki eingöngu á lengri tíma- kvarða heldur einnig á tiltölulega stuttum tímakvarða. Á þeim kvarða virðast norður- og suðurhvel ekki í fasa, heldur virðist meðalfasam- unur vera um 90°. Þannig virð- ast köldu tímabilin á Grænlandi á síðasta jökulskeiði vera samtíma hlýnun á Suðurskautslandinu og öfugt, en þó eru hitatoppar á báðum stöðum nokkurn veginn samtíma, eins og sést vel á 10. mynd, þar sem NGRIP-d18O-ferillinn (grænn) er borinn saman við feril Dome-C kjarnans (rauður).43 Þessi fasam- unur hefur verið kallaður veðurfars- 10. mynd. Hitastig reiknað út frá samsætumælingum Dome-C-kjarnans á Suðurskautslandinu sem fall af tíma síðastliðin 810.000 ár. Fyrstu 140.000 árin er hitastigið byggt á 100 ára meðaltali, en þar fyrir neðan er það umreiknað beint frá mælingum á 0,55 m löngum kjarnabútum. Efsta myndin, sem spannar 140.000 ár, sýnir samanburð við NGRIP-kjarnann á Grænlandi (grænn ferill). Áhrif veður- farsvegasaltsins (thermal seesaw) milli norðurs og suðurs koma vel fram.42 – Isotopic temperatures calculated for the Dome C deep ice-core, Antarctica, as a function of time. For the uppermost 140.000 years the temperature is based on 100-year mean values, where- as for earlier periods is calculated from the 0.55 cm raw data. The uppermost trace shows comparison with the DO events of the NGRIP core, demonstrating the thermal seesaw between the north and south.42 Ár (þús) – Years (ka)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.