Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 151

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 151
151 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Sigmundur Einarsson, Kristján Jónasson og Lovísa Ásbjörnsdóttir Allt frá landnámsöld hefur búseta í landinu valdið gríðarlegri hnignun jarð- minja. Jarðvegur hefur eyðst af um 40.000 km2 lands og allt að 10.000 km2 af votlendisjarðvegi hefur verið raskað. Í heild er þetta um helmingur af flatarmáli Íslands. Fjölmargar aðrar viðkvæmar jarðmyndanir hafa hlotið svipuð örlög. Má þar nefna strandmyndanir frá lokum ísaldar, árfarvegi, gufuhveri og vatnshveri, hraunfláka og gjallgíga. Gosbeltin eru viðkvæmasti hluti landsins og þar er álag af mannlegum athöfnum mest. Þangað eru sótt mikilvæg malar- og fylliefni, þar eru helstu grunnvatnssvæðin, þar eru öll háhitasvæðin, helstu vatnsorku- svæðin og að auki mörg af helstu ferðamannasvæðum landsins. Þörfin fyrir verndun jarðminja hér á landi er tvíþætt. Annars vegar þarf að vernda jarðminjar almennt á vísindalegum grunni og hins vegar er nauðsynlegt að vernda almenna jarðfræðilega ásýnd landsins sem í daglegu tali kallast landslag. Hefjast þarf handa sem allra fyrst við gerð skipulegs yfirlits um jarð- minjar á Íslandi og hefja faglega verndun jarðminja, en í gildandi lögum um náttúruvernd eru nánast engin haldbær ákvæði um þetta málefni. Jafnframt þarf að efla fræðslu og vitund þjóðarinnar um gildi jarðminja og verndun þeirra. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 151–159, 2012 Ritrýnd grein Í k væðinu Ísland eftir Jónas Hallgrímsson er horft með söknuði til þess tíma er hetjur riðu um héruð á þjóðveldisöld, tíma sem fallinn er í gleymsku og dá. Rómantísk sýn skáldsins á fyrri tíð er styrkt með samanburði við landið sem var – og er ennþá – fag- urt og frítt. Hið fagra Ísland þjóð- veldisaldar var reyndar um margt ólíkt því Íslandi sem Jónas upplifði sjálfur á fyrri hluta 19. aldar, og Ísland 21. aldarinnar er töluvert annað en Ísland á tímum Jónasar. En landið er ennþá fagurt og frítt að flestra mati. Allt frá landnámi norrænna manna á níundu öld hefur búseta í landinu valdið svo gríðarlegri hnignun jarðminja að leitun er að öðru eins á byggðu bóli. Þessi hnignun er enn við lýði og afar mikil- vægt að hún verði stöðvuð sé þess nokkur kostur. Í liðlega hálfrar aldar sögu nátt- úruverndar á Íslandi hefur aldrei verið hugað að heildarstefnu fyrir verndun jarðminja. Slíkt er reyndar á engan hátt sérstakt fyrir Ísland, en vegna mikillar sérstöðu lands- ins í jarðfræðilegu tilliti er þessi þáttur náttúruverndar mun þýð- ingarmeiri hér en víðast annars staðar. Höfundar hafa farið yfir þá þætti sem taldir eru skipta meginmáli fyrir verndun jarðminja hér á landi. Sett er fram hugmynd að kerfis- bundinni aðferðafræði sem byggð er á faglegum grunni, sniðin að sér- stöðu Íslands og grundvölluð á því sem aðrar þjóðir hafa best gert. Landið var fagurt og frítt – Um verndun jarðminja – – – Landið var fagurt og frítt og fannhvítir jöklanna tindar, himinninn heiður og blár, hafið var skínandi bjart. – – – Þá riðu hetjur um héröð og skrautbúin skip fyrir landi flutu með fríðasta lið, færandi varninginn heim. – – – Úr kvæðinu Ísland eftir Jónas Hallgrímsson
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.