Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 152

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 152
Náttúrufræðingurinn 152 Hnignun jarðminja En hvað merkir orðið jarðminjar? Það er hugsað á sama hátt og forn- minjar og felur ekki í sér neins konar mat á mikilvægi eða verndargildi.1 Með jarðminjum er átt við hvers kyns jarðfræðileg fyrirbæri ásamt þeim ferlum sem hafa myndað þau og mótað. Hugtakið verður ekki skýrt nema með tengingu við jarð- fræði sem vísindagrein, en hún er rakin til fulltrúa upplýsingaaldar í Bretlandi á 18. og 19. öld. Með tímanum hefur jarðfræði, líkt og aðrar fræðigreinar, greinst í fjölda sérsviða. Auk almennrar jarðfræði, sem m.a. fjallar um berggrunninn, eru það einkum landmótunarfræði og jarðvegsfræði sem fjalla um yfir- borðslög jarðar. Þessi fræðasvið eru skilgreind svo: Jarðfræði fjallar um rannsóknir á jörðinni, þann efnivið sem hún er gerð úr, ferli sem verka á þann efnivið og afurðirnar sem þá verða til. Hún fjallar einnig um sögu jarð- arinnar og lífsins allt frá myndun hennar. Landmótunarfræði fjallar um flokkun, lýsingu, eðli, uppruna, ferli og þróun núverandi landforma og tengsl þeirra við berggrunninn ásamt tilheyrandi jarðsögu. Jarðvegsfræði fjallar um jarðveg sem náttúrulega auðlind á yfirborði jarðar og tekur til myndunar og flokkunar jarðvegs, eðlisfræðilegra, efnafræðilegra og líffræðilegra eigin- leika hans ásamt frjósemi, einkum m.t.t. nýtingar og stýringar hennar.2 Jarðminjar taka þannig til allrar hinnar dauðu náttúru og ferlin eru samofin þeim öflum sem mynda og móta jörðina, t.d. eldgosum, jarðskorpuhreyfingum, vatni og veðrum. Af óspilltri náttúru Eftirfarandi textabrot, sem Halldór Laxness skrifaði árið 1970, sýnir glöggt djúpan skilning skáldsins á náttúru landsins. Af öfugmælanáttúru sem íslend- íngum er lagin kappkosta sumir okkar nú að boða þá kenníngu innan lands og utan, einkum og sérílagi þó í ferða- auglýsíngum og öðrum fróðleik handa útlendíngum, að Ísland sé svo landa að þar gefi á að líta óspilta náttúru. Margur reynir að svæfa minnimáttar- kend með skrumi og má vera að okkur sé nokkur vorkunn í þessum pósti. Hið sanna í málinu vita þó allir sem vita vilja, að Ísland er eina landið í Evrópu sem er gerspilt af mannavöldum.3 Allar götur frá því mannskepnan hóf að gera sér verkfæri, til að létta sér störfin við öflun og úrvinnslu matvæla o.fl., hefur hún hagnýtt sér auðlindir hinnar dauðu náttúru. Lengst af var þessi nýting í smáum stíl, en með tilkomu landbúnaðar og skipulegra samfélaga hófst kerf- isbundin nýting á auðlindum jarðar. Smám saman varð álagið meira en auðlindirnar þoldu. Nú á dögum er slíkt nefnt ósjálfbær nýting en var til skamms tíma einfaldlega kallað rányrkja. Til að átta sig betur á stöðu jarðminja hér á landi er ástæða til að skoða lauslega hvernig nýting og meðferð þeirra hefur þróast. Hér er horft til breytinga á jarðminjum án tillits til þess hvort þær eru taldar henta íbúum landsins eða ekki. Arfleifð menningar Landnámsmenn fluttu með sér ákveðna þekkingu á nýtingu lands, þekkingu sem þróast hafði á meg- inlandi Evrópu. Þegar á reyndi kom í ljós að hún hentaði hvorki við- kvæmri náttúru Íslands né heldur sérstæðum eiginleikum íslensks jarðvegs. Fjölgun fólks og búfjár fljótlega eftir landnám, samfara kólnandi veðurfari, fylgdi geigvæn- leg hnignun gróðurs með tilheyr- andi jarðvegsrofi.4 Talið er að frá landnámi hafi gróið land minnkað úr 60–70 þús. km2 í um 25 þús. km2.5 Því má ætla að um 40 þús. km2, eða um 60% af upp- haflegri jarðvegsþekju hafi, eyðst á þessum tíma. Mest varð eyðingin á gropnum berggrunni gosbeltanna (1. mynd) en minnst á Austfjörðum og Vestfjörðum þar sem berggrunn- urinn er þéttastur. Munur á jarð- vegseyðingu milli landshluta ræðst því af jarðfræðilegum eiginleikum jarðvegs og berggrunns á hverjum stað fremur en breytilegu gróðurfari eða mismiklu beitarálagi. Eyðing gróðurs og jarðvegs hefur þannig valdið stórfelldum breyt- ingum á ásýnd landsins en Ísland er ekkert einsdæmi í þessu tilliti. Gróðureyðing hefur frá upphafi verið dyggasti fylgifiskur menn- ingar ásamt jarðvegseyðingunni sem gjarnan fylgir í kjölfarið. Slá- andi dæmi er hið forna menningar- svæði frá botni Miðjarðarhafs austur að Persaflóa, sem nú er eitt alls- herjar minnismerki um rányrkju og misþyrmingu gróðurs og jarðvegs.6 1. mynd. Jarðvegseyðing á Reykjanesskaga. – Soil erosion in the Reykjanes peninsula. Ljósm./Photo: Sigmundur Einarsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.