Náttúrufræðingurinn - 2012, Síða 153
153
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
Goshverir – undur fortíðar
Um aldir voru goshverir taldir
meðal helstu náttúruundra Íslands.
Árið 1907 benti Matthías Þórðarson,7
síðar þjóðminjavörður (2. mynd), á
þörfina fyrir verndun goshvera og
annarra náttúruminja hér á landi.
Hann nefndi m.a. að Almannagjá
hefði verið skemmd með vegagerð
og Strokkur stíflaður með grjóti.
Goshverir eru bæði skammlíf og
óstöðug fyrirbæri. Af heimildum má
ráða að yfirleitt hafi verið nokkrir
virkir goshverir í landinu samtímis
og heildarfjöldi þeirra rúmlega 20.
Að auki verður að gera ráð fyrir að
fjöldi skammlífra goshvera mynd-
ist öðru hverju á helstu jarðhita-
svæðum landsins. Flestir goshverir
voru á Suður- og Suðvesturlandi
eða um 14, þar af 7 eða 8 á Geysis-
svæðinu. Á Vesturlandi voru tveir
goshverir og fjórir á Norðurlandi.
Núna, árið 2012, gýs aðeins Strokkur
í Haukadal en hann var lífgaður við
með borun árið 1963.
Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni
Pálsson rannsökuðu Geysi í Hauka-
dal árið 17508 köstuðu þeir hellum
og hnullungum af hverahrúðri í
hverinn í þeim tilgangi að örva
hann til dáða (3. mynd). Jónas Hall-
grímsson kannaði Geysi og Strokk
1837. Í dagbókum sínum lýsir hann
skemmdum ferðamanna á brúnum
og gospípu Strokks og kallar fram-
ferðið vandalisma.9 Grjót og torf
mun hafa verið borið í Geysi og
Strokk allt fram á 20. öld. Árið 1935
var höggvin rauf í skál Geysis og
vatnsborðið lækkað um 80 cm.
Af öðrum dæmum má nefna að
um 1920 var steypt hús ofan á gos-
hverinn Strokk á Norður-Reykjum í
Borgarfirði og steypt var yfir Reyk-
holtshver í Biskupstungum um 1970.
Norðanlands var um svipað leyti
steypt yfir Uxahver og Syðstahver
í Reykjahverfi og áður hafði verið
steypt þró umhverfis Strokk. Að
Reykjum í Ölfusi mun grjót hafa
verið borið í goshveri og í Hvera-
gerði var steinhella sett yfir skál
Grýlu. Vellir í Reykjadalsá í Borgar-
firði er nú óvirkur en hefur sloppið
við rask. Nokkrir hinna fjötruðu
hvera gjósa reyndar ennþá, en gosin
eru lítt eða ekki sýnileg.
Áður en vélvæðing komst á fullan
skrið á 20. öld hafði um helmingi
íslenskra goshvera verið spillt með
handafli. Síðar hófst orkuvinnsla úr
jarðhitasvæðunum í og við Hvera-
gerði, á Reykjanesi og í Reykjahverfi
og veldur því að goshverir á þeim
svæðum eru ólíklegir til að vakna
til lífsins í bráð.
Vélvæðing nútímans
Undir miðja 20. öld héldu stórvirkar
vinnuvélar innreið sína í íslenskt
atvinnulíf. Þessu fylgdu geysilegar
framfarir á mörgum sviðum, m.a.
húsakosti, samgöngum og landbún-
aði. Jafnhliða var lítil fyrirhyggja
sýnd í umgengninni við náttúru
landsins og það ástand varir ennþá
í stórum dráttum.
Framræsla mýranna
Með vélvæðingunni opnuðust ný
tækifæri til framfara í landbúnaði.
Um 1940 hófst hér á landi umfangs-
mikil framræsla mýrlendis sem stóð
í hálfa öld, eða allt til 1990. Upphaf-
legur tilgangur framræslunnar var
að auka möguleika til ræktunar,
en eftir 1965 voru mýrar að mestu
ræstar fram til að bæta þær sem
beitilönd.10
Áætluð stærð mýrlendis á land-
inu er 8–10 þús. km2 og talið er að
3. mynd. Geysir þeytir upp vatni og grjóti fyrir Eggert Ólafsson og Bjarna Pálsson árið
1750. – The Great Geysir spouting water and rocks in 1750. Málverk/Painting: Fyrirmæli
Eggerts Ólafssonar/After Eggert Ólafssons instructions.
2. mynd. Árið 1907 benti Matthías Þórðar-
son, síðar þjóðminjavörður, á þörfina fyrir
verndun goshvera hér á landi. – In 1907
Matthías Þórðarson pointed out the need for
conservation of geysers in Iceland. Ljósm./
Photo: Þjóðminjasafn Íslands/The National
Museum of Iceland.