Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 155

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 155
155 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags láglendi er berggrunnurinn yfirleitt hulinn af jarðgrunni sem er ýmiss konar bergmylsna. Efsti hluti jarð- grunnsins er að jafnaði blandaður lífrænum leifum og nefnist mold eða jarðvegur. Í íslensku máli hafa til skamms tíma ekki verið notuð sérstök orð eða hugtök um verndun dauðrar náttúru. Umfjöllun hefur verið í lág- marki og má m.a. rekja það til þess að megináherslur náttúruverndar hafa einkum mótast af alþjóðasamn- ingum sem að mestu fjalla um mál- efni lífríkisins. Þar hafa hugtökin habitat (búsvæði) og biodiversity (líf- fræðileg fjölbreytni eða lífbreytileiki) verið fyrirferðarmikil. Á síðasta ára- tug hefur vegur dauðrar náttúru þó farið vaxandi. Hugtökin geodiversity (jarðbreytileiki) og geoconservation (jarðminjavernd) hafa orðið áber- andi í alþjóðlegri umfjöllun og má segja að þau séu nú orðin lykilhug- tök. Því er óhjákvæmilegt að gera nokkra grein fyrir þeim ásamt hug- takinu geoheritage (jarðminjar), sem á sér heldur lengri sögu. Jarðbreytileiki Hugtakið jarðbreytileiki (e. geodiver- sity) kom fram á tíunda áratug síð- ustu aldar og náði fljótlega fótfestu í Ástralíu. Upphaflega virðist það hafa verið innleitt í náttúruvernd sem eftirlíking af hugtakinu biodiversity (líffræðileg fjölbreytni eða lífbreyti- leiki) sem öðlast hefur fastan sess sem grunnhugtak í náttúruvernd. Eftirfarandi skilgreining á jarðbreyti- leika er ættuð frá Tasmaníu. JarðbreytiLeiki: Róf eða breyti- leiki jarðfræðilegra, landmótunar- fræðilegra og jarðvegsfræðilegra fyrirbæra, myndana og ferla (e. the range or diversity of geological (bedrock), geomorphological (land- form) and soil features, assemblages, systems and processes).11 Bretar skilgreina hugtakið með nokkuð öðru orðalagi, en inntakið er nánast hið sama.12 Jarðbreytileiki er þannig afar yfirgripsmikið hugtak og tekur til alls bergs og bergmylsnu ásamt lífrænum leifum. Ferlin sem móta jörðina stjórnast af bæði inn- rænum og útrænum öflum, svo sem eldgosum, jarðskorpuhreyfingum, straumvötnum, hafís, jöklum, öldu- róti, skriðuföllum, hitabreytingum, regni og vindi. Skilningur á jarðbreytileikanum er nauðsynlegur fyrir breiða verndun hinnar dauðu náttúru. Hugtökin jarðbreytileiki og lífbreytileiki ná til allra undirstöðuþátta, hvort á sínu sviði, og eru að því leyti hliðstæð. Mikilvægt er að undirstrika að jarðbreytileiki tekur aðeins til eigin- leika hinnar dauðu náttúru en snýst ekki um magn. Hugtakið felur ekki í sér að mikill breytileiki á tilteknu svæði sé mikilvægari en lítill breyti- leiki, heldur að náttúrulegi breyti- leikinn sé mikilvægur. Jarðminjar og jarðminjavernd Orðið jarðminjar (e. geoheritage) er sem fyrr segir hugsað á sama hátt og fornminjar og felur ekki í sér neins konar mat á mikilvægi eða verndargildi. Það var líklega fyrst notað árið 2002 af þeim Helga Torfa- syni og Ingvari Atla Sigurðssyni,1 en fram að því hafði verið talað um jarðfræðilegar náttúruminjar eða jafnvel jarðfræðiminjar. Skilgreina má hugtakið á eftirfarandi hátt: JarðminJar: einstakir þættir jarð- breytileikans, þ.e. fyrirbæri ásamt tilheyrandi myndunar- og mótunar- ferli eftir atvikum (5. mynd). Jarðminjavernd er þýðing á enska orðinu geoconservation. Hin gagn- sæja merking, verndun jarðminja, þarfnast frekari skýringa, einkum varðandi forsendur verndunar. Eftir- farandi skilgreining er sótt í smiðju andfætlinga á Tasmaníu. JarðminJavernd: Verndun jarð- breytileikans vegna eigin gildis, vistfræðilegs gildis eða minjagildis (e. the conservation of geodiversity for its intrinsic, ecological and (geo)herit- age values).13 Þannig nær jarðminjavernd til varðveislu náttúrulegs rófs og breyti- leika hins dauða hluta náttúrunnar, þ.e. berggrunns og jarðgrunns að meðtöldum landformum og jarð- vegi. Mikilvægt er að auk einstakra fyrirbæra nær hún til náttúrulegra ferla, hraða þeirra og umfangs. Með eigin gildi (e. intrinsic value) er átt við að jarðminjar geti haft þýðingu án þess að gildi þeirra tengist hags- munum mannsins. Vistfræðilegt gildi jarðminja lýtur að samspilinu við lífríkið (6. mynd) og minjagildið 5. mynd. Virk landmótun. Lækurinn ber efnið úr gilinu niður í aurkeiluna. – A geomor- phological process. The brook brings material from the gully down to the alluvial fan. Ljósm./Photo. Halldór G. Pétursson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.