Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 156

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 156
Náttúrufræðingurinn 156 er fyrst og fremst mannhverft, t.d. vegna vísinda, fræðslu eða fegurðar. Grunnmarkmið jarðminjaverndar er að varðveita samstæður af ein- kennandi fyrirbærum og ferlum alls rófs náttúrulegra jarðminja. Þróun á erlendum vettvangi Á allra síðustu áratugum hefur smám saman orðið vakning í verndun hinnar dauðu náttúru. Ein- stök jarðlög á Bretlandseyjum urðu til þess að þar í landi var á 17. og 18. öld lagður grunnur að jarðfræði sem vísindagrein og sömu forsendur liggja að baki frumkvæði Breta að verndun jarðminja. Síðustu tvo ára- tugina hafa Ástralir haft sig mjög í frammi við mótun nýrra hugmynda á þessu sviði, hugmynda sem farið er að gæta í Bretlandi. Bretland Árið 1977 ýttu Bretar úr vör miklu verkefni sem nefnist Geological Con- servation Review. Markmið þess var að skrásetja, skilgreina og lýsa öllum merkustu svæðum og stöðum á Bretlandi er geyma jarðminjar sem teljast mikilvægar á lands- og heimsvísu.14 Þessu safni jarðminja var ætlað að endurspegla allt róf og breytileika breskrar jarð- og land- mótunarfræði. Grunnvinnu, sem einkum fólst í vali á svæðum og stöðum, var að mestu lokið 1990 en útgáfa sérfræðirita um niður- stöðurnar hófst árið 1989. Árið 2011 voru komin út 41 bindi af 44, allt að 700 síður hvert, í A4 broti. Skráðir staðir og svæði mynda síðan grundvöllinn fyrir jarðminja- vernd í Bretlandi. Í nýlegum skýrslum um jarð- breytileika í Skotlandi12,15 er annars vegar lagt mat á gildi og stöðu jarð- breytileikans og hins vegar hugað að samþættingu eða innleiðingu jarðbreytileikans í stefnumótun í skipulagsmálum og á öðrum sviðum eftir því sem við á. Lagt er til að lífbreytileiki (e. biodiversity) og jarðbreytileiki verði felldir saman í einn grunnþátt þegar kemur að stefnumótun fyrir framtíðarskipu- lag. Hér er á ferðinni frumvinna sem vert er fylgjast með hvernig þróast á næstu árum. Ástralía Í kjölfar umdeildra virkjunarfram- kvæmda á Tasmaníu á síðustu ára- tugum tuttugustu aldar hófst þar mikil umræða um náttúruverndar- mál. Í framhaldinu hófst víðtæk endurskoðun grunnhugmynda um verndun jarðminja.13 Á síðustu árum hefur hugtakið jarðminjar (e. geoheritage) verið endurskilgreint og útvíkkað, m.a. til þess að ná fram skýrri tengingu við lífríkið og verndun þess. Jafnframt hefur hugtakið jarðbreytileiki (e. geodiver- sity) verið skilgreint og það hugsað sem grundvallarhugtak í nýrri sýn á jarðminjar. Eldri hugmyndir, sem einkum voru ættaðar frá Bretlandi, mið- uðust við að jarðminjavernd næði fyrst og fremst til jarðfræðilegra og landmótunarfræðilegra fyrirbæra. Ástralir hafa bætt inn jarðvegi og þeim ferlum sem eru virk í nátt- úrunni. Með því verður jarðminja- verndin víðtækari og fær nánari tengingu við lífríkið. 6. mynd. Einsleitt apalhraunið er mikilvægur þáttur jarðbreytileikans og vistfræðilegur grundvöllur hraungambrans (Racomitrium lanuginosum) sem einkennir stór hrauna- svæði í landinu. – The homogenous aa-lava is an important part of geodiversity and forms an ecological basis for the wolly fringe-moss (Racomitrium lanuginosum) which is characteristic for large lava fields in Iceland. Ljósm./Photo: Lovísa Ásbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.