Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 160

Náttúrufræðingurinn - 2012, Side 160
Náttúrufræðingurinn 160 Í síðasta hefti Náttúrufræðingsins birtu þeir Helgi Torfason og Georg B. Friðriksson grein í tilefni af skrifum mínum um samtíð og framtíð Nátt- úruminjasafns Íslands (NMÍ) sem birtust í Náttúrufræðingnum 2010.1 Grein mín var erindi sem ég hélt í Þjóðmenningarhúsinu í lok árs 2009 þegar haldið var upp á afmæli Hins íslenska náttúrufræðifélags.2 Í erindinu ræði ég nokkur atriði í tengslum við NMÍ sem mér þykja mikilvæg til umhugsunar og skipt geta sköpum fyrir framtíð safnsins. Helgi og Georg finna eitt og annað að grein minni, en aðfinnslurnar lúta aðallega að eftirtöldum atriðum: Upphaf NMÍ segja þeir annað en ég læt í veðri vaka, þeir eru ósammála því að NMÍ hafi miðstýringarvald og loks segja þeir mig fara með rangt mál varðandi þátt flokkunarfræða í starfsemi náttúruminjasafna víða um heim. Þetta eru allt mjög forvitni- legir þættir sem vert er að skoða nánar, og langar mig til að tæpa stuttlega á þeim. Helgi og Georg eru mér ósam- mála í því að NMÍ eigi sér „eina sam- fellda sögu“ frá árinu 1889 og halda þeirri söguskoðun fram að NMÍ sé „nýtt safn“ sem eigi þó „rætur sínar að rekja til hins gamla safns sem rekið var af Hinu íslenska náttúru- fræðifélagi 1889–1947“ (bls. 164). Þessi þversögn er hins vegar ekki skýrð nánar. Söguskoðun þeirra vekur ýmsar áhugaverðar spurn- ingar: Hvað þýðir það að NMÍ eigi „rætur sínar að rekja til hins gamla safns sem rekið var af Hinu íslenska náttúrufræðifélagi 1889–1947“? Til viðbótar má spyrja hvaða skilning hið opinbera leggur í tengslin þarna á milli. Eða umræður um málið á Alþingi – hvaða skilning leggur Hið íslenska náttúrufræðifélag í þá sögu? En fjölmiðlar? Og að endingu, hvaða skilning leggur almenningur í hana? Aðilar á þessum vettvangi hafa litið svo á í skrifum sínum að um „eina samfellda sögu“ sé að ræða – svo notað sé orðalag þeirra. Er þá sögu- skoðun þeirra röng? Söguskoðun þeirra Helga og Georgs er góð svo langt sem hún nær, en það breytir ekki því að til eru aðrar leiðir til að lýsa upphafi safnsins eins og það er rekið og hugsað í dag. Að mínu áliti hefur NMÍ verið fengið miðstýringarvald með lögum. Því til stuðnings má benda á að í Safnalögum frá 2001 er safnið sagt vera „höfuðsafn“ sem eigi að veita „öðrum söfnum ráðgjöf, stuðla að samvinnu þeirra hér á landi [og vinna að] samræmdri safnastefnu á sviði náttúrufræða“3. Seta safn- stjóra NMÍ í Safnaráði frá 2001 til loka árs 2012 er annað dæmi um vald miðstýringar á sviðinu. Ný Safnalög, sem taka gildi í ársbyrjun 2013, hnykkja enn frekar á þessu valdi NMÍ en þar segir að „Höf- uðsöfn skulu hafa forustu í mál- efnum safna á sínu sviði, stuðla að eflingu og samræmi í safnastarfi og leiða faglegt samstarf safna og annarra aðila. Höfuðsöfn skulu leit- ast við að efla og auka þekkingu og færni starfsfólks safna.“4 Hér er með öðrum orðum verið að veita NMÍ vald til miðstýringar á ýmsum sviðum safnastarfs er lúta að nátt- úruminjum. Til að sinna þeim hlut- verkum fær NMÍ árlega fjármagn úr opinberum sjóði sem aðrar stofnanir á sama sviði fá ekki. Enn af Náttúruminjasafni Íslands – Svargrein Sigurjón B. Hafsteinsson 1. mynd. Vöxtur svokallaðra vísindasafna víða um heim er dæmi um þær breytingar sem orðið hafa á safnasviði undanfarna áratugi, en mörg þeirra fjalla um náttúruminjar með framsæknum hætti. Vísinda- og tæknisafnið í New York er til að mynda á vordögum 2012 í samstarfi við tónlistarkonuna Björk um skoðun á DNA, veirum og líffræðilegu jafnvægi. Náttúrufræðingurinn 82 (1–4), bls. 160–161, 2012
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.