Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 161

Náttúrufræðingurinn - 2012, Blaðsíða 161
161 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Þeir félagar fjalla mest um þau orð mín í greininni að náttúruminja- söfn víða um heim hafi „horfið frá því að gera flokkunarfræði (e. tax- onomy) að meginviðfangsefni vís- indalegs starfs innan safnsins og einblínt á vistfræði- og umhverfis- rannsóknir sem meginmarkmið“. Þeir halda því fram að staðhæfing mín eigi ekki við rök að styðjast og sé einfaldlega röng. Rökin sem þeir tefla fram eru aðallega tilvís- anir í heimasíður erlendra náttúru- minjasafna. Það gætir ákveðins mis- skilnings hjá þeim gagnvart orðum mínum, en svo virðist sem þeir skilji þau á þann veg að ég haldi því fram að flokkunarfræði sé ekki stunduð á slíkum söfnum. Eins og þeir sýna fram á sjálfir er að sjálfsögðu ekki svo, enda vandséð hvernig söfn geta sloppið undan því sem kallað er flokkunarfræði. Söfn fást hins vegar óhjákvæmilega við staðsetn- ingu hluta (þ.á m. dýra) innan til- tekinna flokkunarkerfa. Spurning er hins vegar hvort það sem ég kalla meginmarkmið vegi jafnþungt og áður í starfsemi náttúruminjasafna, og í þeim efnum er ég aðallega að hugsa um tegundagreiningu og nafngiftir á tegundum. Þar held ég reyndar að hafi orðið breyting á, að söfnin hafi víkkað út starfsemi sína og hún nái nú til annarra þátta, t.d. umhverfisrannsókna. Þar með er flokkunarfræði, eins og hún virð- ist vera skilgreind af þeim Helga og Georg, ekki lengur eitt helsta við- fangsefni þeirra heldur aðeins einn af fjölmörgum þáttum. Það kemur því nokkuð spánskt fyrir sjónir þegar þeir halda því fram að flokk- unarfræði sé meginhlutverk nátt- úruminjasafna. En ef sú er raunin má spyrja sig um flesta aðra þætti sem snerta starfsemi slíkra safna, þætti á borð við söfnun, varðveislu og skráningu, rannsóknir á aðskilj- anlegustu viðfangsefnum og síðast en ekki síst miðlun í víðasta skiln- ingi þess orðs (menntunarhlutverk og sýningar svo dæmi séu tekin). Líta þeir kannski svo á að flokkunar- fræði sé einhverskonar yfirheiti yfir þá starfsemi? Það má reyndar alveg fara í fræðilegar hártoganir um það; söfnun sem slík felur í sér flokkun, varðveisla og skráning sömuleiðis, svo ekki sé minnst á sýningarupp- setningu. Ég tel að það sé ekki hægt að horfa framhjá því að starfsemi náttúruminjasafna, til að mynda þeirra sem þeir tiltaka sérstaklega í grein sinni, hefur tekið breytingum á undanförnum áratugum. Sem dæmi hefur allt umhverfi vísindalegra rannsókna, á þeim sviðum sem nátt- úruminjasöfn láta sig einkum varða, eflst til mikilla muna og til sögunnar komið öflugri háskólar, einkareknar rannsóknastofnanir og sjálfstætt starfandi vísindamenn. Í sumum tilvikum hefur þessi breyting orðið til þess að söfn hafa þurft að draga saman seglin frá því sem áður var, en í öðrum tilvikum hefur þeim tekist að halda í við þróunina, hafa verið þátttakendur í henni og eflt sig í samstarfi við áðurnefnda aðila.a Það er til að mynda engin tilviljun að Danska náttúruminjasafnið hefur tekið þeim breytingum sem þeir Helgi og Georg minnast á, þar sem dýra-, grasa- og jarðfræðisafnið hafa runnið saman.5 Í niðurlagi greinar sinnar komast þeir að þeirri niðurstöðu að ég hafi haldið því fram að náttúruminjasöfn séu ekki virk í vísindalegri starfsemi. Það er hins vegar rangt hjá þeim og held ég því hvergi fram í greininni. Áðurtaldar breytingar hafa hins vegar orðið til þess að hleypa nýju lífi í vísindaheimspekilegan grunn bæði vísindarannsókna og starfsemi náttúruminjasafna. En þar hefur komið til endurmat vísindamanna sjálfra á kenningum og aðferðum sem þeir hafa beitt á viðfangsefni sín,6 og um leið hefur meðferð og framsetning þekkingar innan nátt- úruminjasafna verið hugsuð upp á nýtt. Í þessari gerjun hafa nátt- úruminjasöfn haft forskot á aðra, en innan þeirra er oft meira rými til þverfaglegrar nálgunar að við- fangsefnum. Helgi og Georg benda til að mynda á að náttúruminjasöfn „brjóti gjarnan til mergjar samband manns og náttúru“, en óhjákvæmi- legur fylgifiskur slíkra pælinga er gagnrýnin skoðun á störfum vís- indamanna (vísindi sem praxís) og svo hvernig vísindaþekkingu og -praxís verður best miðlað. Að endingu er vert að taka það fram að ég er afskaplega ánægður með skrif þeirra félaga, en það ger- ist alltof sjaldan að starfsmenn safn- astofnana gangi fram fyrir skjöldu og takist á við hugmyndir á opin- berum vettvangi. Í mínum huga er hins vegar nauðsynlegt að þeir geri það til að skýra starf sitt, forsendur, viðmiðanir og þær fjölmörgu áskor- anir sem þeir standa frammi fyrir. Heimildir 1. Helgi Torfason & Georg B. Friðriksson 2011. Af samtíð og framtíð Náttúruminjasafns Íslands. Náttúrufræðingurinn 81. 162–164. 2. Sigurjón B. Hafsteinsson 2010. Eggjun – Af samtíð og framtíð Nátt- úruminjasafns Íslands. Náttúrufræðingurinn 80. 7–10. 3. Safnalög nr. 106/2001 4. Safnalög nr. 141/2011 5. Thorhauge, J., Petersen, J.H. & Andersen, O.M.M. 2010. Denmark: Librar- ies, archives, and museums. Encyclopedia of Library and Information Sciences, 3rd edition. DOI: 10.1081/E-ELIS3-120043815 6. Kourany, J.A. 1997. Scientific knowledge: Basic issues in the philosophy of science. Wadsworth Publishing. 440 bls. Um höfundinn Sigurjón Baldur Hafsteinsson (f. 1964) lauk Ph.D.-prófi í mannfræði frá Temple University í Bandaríkjunum 2007. Hann er dósent í safnafræði við Háskóla Ísland. Póst- og netfang höfundar Sigurjón B. Hafsteinsson Félags- og mannvísindadeild Odda, Suðurgötu, IS-101 Reykjavík sbh@hi.is a Dæmi um náttúruminjasafn sem hefur eflt starfsemina sína í ljósi þessara breytinga er Franska náttúruminjasafnið (Muséum national d´Histoire naturelle de France), sem í dag leggur m.a. áherslu á vistfræði og líffræðilega fjölbreytni. Safnið er einnig umsjónaraðili með EDIT-verkefninu, The European Distributed Institute of Taxonomy (www.e-taxonomy.eu).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.