Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 163

Náttúrufræðingurinn - 2012, Page 163
163 Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags af ritinu og meira að segja eitt fjór- falt. Nú er hins vegar stefnt að því að gefa út einföld hefti þannig að fjögur stök hefti komi út á þessu ári. Ekki er víst að þetta takist, eða að við höfum efni á því, en tilraunin er hafin. Alltaf má þó stíga skrefið til baka ef útgáfan reynist of torveld. Áætlað var að fara í kynningar- og auglýsingarherferð fyrir tímaritið, en ekki tókst að fjármagna hana. Breyting varð á málum ritstjóra Náttúrufræðingsins. Eftir að farið var að launa það starf hefur Nátt- úrufræðistofnun Íslands og síðar Náttúrufræðistofa Kópavogs, undir hatti Kópavogsbæjar, styrkt félagið í þeim efnum. Á síðasta ári varð ljóst að félagið yrði eitt að standa straum af launakosnaði og starfsmanna- haldi. Því var samið sérstaklega við ritstjórann, Hrefnu B. Ingólfs- dóttur, um að gegna starfinu áfram sem starfsmaður HÍN. Starfshlutfall ritstjórans er 67%. Samningurinn gildir út þetta ár. Nefndir Dýraverndarráð: Margrét Björk Sig- urðardóttir er fulltrúi HÍN og hefur verið síðastliðin fjögur ár. Samstarfshópur frjálsra félaga- samtaka á sviði umhverfismála á vegum Umhverfisráðuneytis. Hóp- urinn á fulltrúa í ýmsum nefndum á vegum um Umhverfisráðuneytis, svo sem í rammaáætlun, stjórn og svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs o.fl. Kristín Svavarsdóttir, fv. for- maður HÍN, er talsmaður hóps- ins og heldur utan um erindi sem honum berast. Ávarp á aðalfundi Nátt- úrufræðistofnunar Formaður HÍN var beðinn að flytja ávarp á ársfundi Náttúrufræðistofn- unar, hvað hann og gerði. Full- trúar félagsins voru síðan viðstaddir þegar ný húsakynni stofnunarinnar á Urriðaholti í Garðabæ voru form- lega tekin í notkun í desember 2010. Þar á félagið raunar nokkurra hags- muna að gæta því lager þess af bók- um og tímaritinu er geymdur þar. Fræðsluganga um slóðir HÍN og náttúrgripa- safns á Menningarnótt í Reykjavík Fræðsluganga Hins íslenska nátt- úrufræðifélags var farin á menn- ingarnótt, laugardaginn 21. ágúst, kl. 17. Safnast var saman við gömlu Loftskeytastöðina við Suðurgötu þar sem Náttúruminjasafn Íslands er til húsa. Síðan var gengið milli húsa og lóða sem tengjast nátt- úrugripasafninu og sögu þess og endað í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu. Leiðsögumenn voru Guðjón Friðriksson sagnfræðingur og Helgi Torfason, forstöðumaður Náttúruminjasafnsins. Heimsókn til mennta- málaráðherra, bréf til ráðherrans Fulltrúar stjórnar HÍN hittu Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra í ráðuneytinu mánudaginn 25. okt. 2010. Fulltrúar HÍN: Árni Hjartarson, Hilmar J. Malmquist, Jóhann Þórs- son. Fulltrúar ráðuneytisins: Katrín Jakobsdóttir, Eiríkur Þorláksson, Berglind Rós Magnúsdóttir. Fundarefni: Náttúruminjasafn Íslands, staða málsins og horfur. Fundurinn stóð frá 13.55 til 14.20. Rifjuð var upp saga málsins. Fulltrúar HÍN útlistuðu skoðanir félagsins, minntu á ályktun síð- asta aðalfundar um Náttúruminja- safn og spurðu um stöðu málsins í stjórnsýslunni, bæði um afstöðu ráðherra til byggingar safnhúss og hver yrðu næstu skref ráðuneyt- isins í málinu. Í ljós kom að ráðherra og ráðu- neytismenn eru vel inni í málinu og vinna nú með forstöðumanni NMÍ að því að ná samningum við NÍ um safnkost. Ljóst var að þar ríkja ólík sjónarmið. Ráðherra og ráðuneytismenn greindu frá því að lóðin gamla í Vatnsmýrinni væri enn inni í myndinni sem staður fyrir safn og fullyrtu að áhugi væri á safninu og málum þess innan stjórnsýslunnar. Nú er tónlistarhúsið Harpa aðal- málið hvað varðar miklar bygg- ingarframkvæmdir ráðuneytisins, næst Stofnun Árna Magnússonar og númer þrjú e.t.v. Náttúruminjasafn Íslands. Í fundarlok var ráðuneytinu gefið nýjasta eintak Náttúrufræðingsins og ráðherra hvatti embættismenn Fulltrúar HÍN á fundi með menntamálaráðherra: Jóhann Þórsson, Árni Hjartarson, Hilmar Malmquist, Katrín Jakobsdóttir og Eiríkur Þorláksson. Ráðherrann niðursokkinn í Náttúrufræðinginn. Ljósm.: Berglind Rós Magnúsdóttir.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.