Náttúrufræðingurinn - 2012, Qupperneq 163
163
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
af ritinu og meira að segja eitt fjór-
falt. Nú er hins vegar stefnt að því
að gefa út einföld hefti þannig að
fjögur stök hefti komi út á þessu ári.
Ekki er víst að þetta takist, eða að
við höfum efni á því, en tilraunin er
hafin. Alltaf má þó stíga skrefið til
baka ef útgáfan reynist of torveld.
Áætlað var að fara í kynningar-
og auglýsingarherferð fyrir tímaritið,
en ekki tókst að fjármagna hana.
Breyting varð á málum ritstjóra
Náttúrufræðingsins. Eftir að farið
var að launa það starf hefur Nátt-
úrufræðistofnun Íslands og síðar
Náttúrufræðistofa Kópavogs, undir
hatti Kópavogsbæjar, styrkt félagið í
þeim efnum. Á síðasta ári varð ljóst
að félagið yrði eitt að standa straum
af launakosnaði og starfsmanna-
haldi. Því var samið sérstaklega
við ritstjórann, Hrefnu B. Ingólfs-
dóttur, um að gegna starfinu áfram
sem starfsmaður HÍN. Starfshlutfall
ritstjórans er 67%. Samningurinn
gildir út þetta ár.
Nefndir
Dýraverndarráð: Margrét Björk Sig-
urðardóttir er fulltrúi HÍN og hefur
verið síðastliðin fjögur ár.
Samstarfshópur frjálsra félaga-
samtaka á sviði umhverfismála á
vegum Umhverfisráðuneytis. Hóp-
urinn á fulltrúa í ýmsum nefndum
á vegum um Umhverfisráðuneytis,
svo sem í rammaáætlun, stjórn og
svæðisráðum Vatnajökulsþjóðgarðs
o.fl. Kristín Svavarsdóttir, fv. for-
maður HÍN, er talsmaður hóps-
ins og heldur utan um erindi sem
honum berast.
Ávarp á aðalfundi Nátt-
úrufræðistofnunar
Formaður HÍN var beðinn að flytja
ávarp á ársfundi Náttúrufræðistofn-
unar, hvað hann og gerði. Full-
trúar félagsins voru síðan viðstaddir
þegar ný húsakynni stofnunarinnar
á Urriðaholti í Garðabæ voru form-
lega tekin í notkun í desember 2010.
Þar á félagið raunar nokkurra hags-
muna að gæta því lager þess af bók-
um og tímaritinu er geymdur þar.
Fræðsluganga um slóðir
HÍN og náttúrgripa-
safns á Menningarnótt
í Reykjavík
Fræðsluganga Hins íslenska nátt-
úrufræðifélags var farin á menn-
ingarnótt, laugardaginn 21. ágúst,
kl. 17. Safnast var saman við gömlu
Loftskeytastöðina við Suðurgötu
þar sem Náttúruminjasafn Íslands
er til húsa. Síðan var gengið milli
húsa og lóða sem tengjast nátt-
úrugripasafninu og sögu þess og
endað í Þjóðmenningarhúsinu við
Hverfisgötu. Leiðsögumenn voru
Guðjón Friðriksson sagnfræðingur
og Helgi Torfason, forstöðumaður
Náttúruminjasafnsins.
Heimsókn til mennta-
málaráðherra, bréf til
ráðherrans
Fulltrúar stjórnar HÍN hittu Katrínu
Jakobsdóttur menntamálaráðherra
í ráðuneytinu mánudaginn 25. okt.
2010. Fulltrúar HÍN: Árni Hjartarson,
Hilmar J. Malmquist, Jóhann Þórs-
son. Fulltrúar ráðuneytisins: Katrín
Jakobsdóttir, Eiríkur Þorláksson,
Berglind Rós Magnúsdóttir.
Fundarefni: Náttúruminjasafn
Íslands, staða málsins og horfur.
Fundurinn stóð frá 13.55 til 14.20.
Rifjuð var upp saga málsins.
Fulltrúar HÍN útlistuðu skoðanir
félagsins, minntu á ályktun síð-
asta aðalfundar um Náttúruminja-
safn og spurðu um stöðu málsins
í stjórnsýslunni, bæði um afstöðu
ráðherra til byggingar safnhúss og
hver yrðu næstu skref ráðuneyt-
isins í málinu.
Í ljós kom að ráðherra og ráðu-
neytismenn eru vel inni í málinu og
vinna nú með forstöðumanni NMÍ
að því að ná samningum við NÍ um
safnkost. Ljóst var að þar ríkja ólík
sjónarmið.
Ráðherra og ráðuneytismenn
greindu frá því að lóðin gamla
í Vatnsmýrinni væri enn inni í
myndinni sem staður fyrir safn og
fullyrtu að áhugi væri á safninu og
málum þess innan stjórnsýslunnar.
Nú er tónlistarhúsið Harpa aðal-
málið hvað varðar miklar bygg-
ingarframkvæmdir ráðuneytisins,
næst Stofnun Árna Magnússonar og
númer þrjú e.t.v. Náttúruminjasafn
Íslands.
Í fundarlok var ráðuneytinu gefið
nýjasta eintak Náttúrufræðingsins
og ráðherra hvatti embættismenn
Fulltrúar HÍN á fundi með menntamálaráðherra: Jóhann Þórsson, Árni Hjartarson,
Hilmar Malmquist, Katrín Jakobsdóttir og Eiríkur Þorláksson. Ráðherrann niðursokkinn
í Náttúrufræðinginn. Ljósm.: Berglind Rós Magnúsdóttir.