Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 42
GRIPLA42
Mið saga Guðmundar biskups þar sem hún var þar talin milliliður Hinnar
elstu sögu Guðmundar (A-gerð) eftir texta Resensbókar og Guðmundar sögu
Arasonar eftir Arngrím ábóta (D-gerð).1
C-gerð er hins vegar réttnefndari sú ‚miðsaga‘ sem Jón Sigurðsson og
Guðbrandur vigfússon gerðu ráð fyrir í sagnaritun um Guðmund Arason
en í stað þess að standa milli A- og D-gerðar reynist hún milliliður B- og
D-gerðar. C-sagan er talin verk Bergs Sokkasonar ábóta á Munka-Þverá
og er varðveitt óheil í tveimur pappírshandritum frá 17. öld.2 Heillegri
textinn var óþekktur fram undir 1960 er Peter G. Foote uppgötvaði hann
í handritinu Sth. papp. 4 4to sem nú er í Stokkhólmi. C-gerð hefur alla
frásögn B-gerðar af fyrstu beinafærslu Guðmundar og umtalsvert efni að
auki um hlutdeild Jörundar biskups Þorsteinssonar (b. 1267−1313) sem
ekki er að finna annars staðar. textinn hefur ekki enn verið gefinn út ef
frá er talið brot sem Foote birti í ritgerð í minningarriti um Benedikt s.
Þórarinsson3 en sagan er væntanleg í útgáfu stefáns karlssonar og Hins
íslenzka fornritafélags.
Lárentíus saga, sem talin er verk séra Einars Hafliðasonar (1307−93),
er meginheimild um formlega upptöku beinanna í biskupstíð Auðuns
Þorbergssonar (b. 1313−22) en Björn Jónsson á Skarðsá (1574−1655) mun
hafa þekkt lengri texta C-gerðar sem hann notaði í tveimur smáritum,
öðru um ábóta á Þingeyrum í AM 912 4to en hinu um kirkjubyggingar að
Hólum í AM 220 8vo, þar sem segir:
Framar meirr greinir at kolli smiðr smíðaði at Þverárklaustri
ok Auðun byskup fann hann þar, ok sagði kolli þá til legstaðar
1 Biskupa sögur, útg. guðbrandur Vigfússon og Jón Sigurðsson, 2 b. (Kaupmannahöfn: Hið
íslenzka bókmenntafélag, 1858–78). Hér eftir BS.
2 Sjá nánar Stefán Karlsson, „guðmundar sögur biskups: Authorial Viewpoints and
Methods,“ í guðvarður Már gunnlaugsson, ritstj., Stafkrókar: Ritgerðir eftir Stefán Karlsson
gefnar út í tilefni af sjötugsafmæli hans 2. desember 1998, Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi,
rit, 49. b. (reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 2000). Hér eftir verður vitnað
neðanmáls til einstakra gerða Guðmundar sögu með skammstöfununum GA, GB, GC og GD
og jarteinabókin auðkennd sérstaklega frá GB sem Jtb.
3 Peter G. Foote, „Bishop jörundr Þorsteinsson and the Relics of Guðmundr inn góði
Arason,“ í Benedikt S. Benedikz, ritstj., Studia Centenalia in honorem memoriae Benedikt S.
Þórarinsson (reykjavík: Ísafold, 1961). Allar tilvitnanir í GC eru til samræmds texta í útgáfu
Stefáns Karlssonar sem væntanleg er á vegum Hins íslenzka fornritafélags en frá og með
127. kafla er texti GC þegar aðgengilegur í framangreindri útgáfu Foote.