Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 52
GRIPLA52
var sagður hvíla í yrði rofin á ný því að í stað jarðneskra leifa Guðmundar
Arasonar liggja þar nú einvörðungu bein prestanna tveggja er áður höfðu
hlotið legstað honum við hlið suður af Hólakirkju. Bein Guðmundar hafa
hins vegar legið afsíðis um sinn í nyrðra-krossi:35
var ek þó nökkut óráðinn um hvílíkan stað ek skylda þeim fá.
Eigi sýndiz mér at láta þau niðr hjá beinum annarra byskupa. Því
varðveitta ek þau lítinn tíma í nyrðra krossi ok þar hurfu frá tvau
rifin. vissa ek þat eigi með hverju móti þat varð, því at þau funduz
ekki síðan.36
sá staður reynist ógætilega valinn því jörundur stendur nú frammi fyrir
hvarfi á beinum úr gröfinni en það hlaut að vera ámælisvert í augum kirkju-
yfirvalda jafnt sem leikmanna. Þá hefur biskupi einnig mistekist að tryggja
að enginn næði í beinin sem helgan dóm í andstöðu við kirkjulög en eina
nærtæka skýringin á beinahvarfinu er einmitt sú að einhver hafi tekið þau
til slíkra nota. Hætta var jafnvel á að beinin gengju kaupum og sölum en
slíkt hafði lengi verið vandamál víða um evrópu á þessum tíma.37
Það reynist jörundi vandkvæðum bundið að finna starfsbróður sínum
viðeigandi legstað meðal hinna fyrri Hólabiskupa án þess að sérstök skýr-
ing sé gefin á því. Líklegasta ástæða þess er sú að gregoríus 9. páfi (p.
1227–41) hafði fyrirskipað Sigurði Indriðasyni erkibiskupi (b. 1231–52) að
leggja fast að Guðmundi að víkja úr embætti Hólabiskups sakir yfirsjóna
í starfi, þótt bréf þess efnis bærist ekki hingað til lands fyrr en að biskupi
önduðum.38 Biskupar voru að jafnaði skuldbundnir embætti sínu til ævi-
35 Norður-kross kynni að hafa verið norðurarmurinn á þeim krossi sem kirkjan hefur myndað.
Sjá Hörður Ágústsson, Dómsdagur og helgir menn á Hólum: Endurskoðun hugmynda um
fjalirnar frá Bjarnastaðahlíð og Flatatungu, Þjóðminjasafn íslands, staðir og kirkjur, 2. b.
(reykjavík: Bókmenntafélagið, 1989), 71−74.
36 GC, 129. kafli; foote, „Bishop Jörundr,“ 106.
37 Um þjófnað og verslun með helga dóma á miðöldum sjá Patrick j. Geary, Furta sacra: Thefts
of Relics in the Central Middle Ages, 2. útg. (Princeton: Princeton university Press, 1990).
38 Heimildir benda til að Guðmundur Arason hafi verið settur af biskupsembætti að minnsta
kosti í tvígang en opinber skjöl eru ekki varðveitt um fyrra skiptið. sakargiftir 1237
voru ófullnægjandi vígsluathafnir sökum blindu biskups og páfi virðist hafa brugðist við
umkvörtun sigurðar erkibiskups með því að hvetja Guðmund til að láta af embætti ásamt
þeim prestum er ekki höfðu hlotið vígslu samkvæmt viðtekinni helgisiðaframkvæmd. Þó
virðist sem til greina hafi komið að fá Guðmundi aðstoðarmann við embættisverk í stað þess
að knýja hann til afsagnar. sjá Diplomatarium Islandicum: Íslenzkt fornbréfasafn, sem hefir inni
að halda bréf og gjörninga, dóma og máldaga, og aðrar skrár er snerta Ísland eða íslenzka menn,