Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 57
57
Auðun þetta af góðfýsi þeiri sem guð blés honum í brjóst, ok svá
enn nokkot af áeggjan Hákonar konungs sem hann skildiz með
hann, en áðr en Auðun byskup kom til var engi minning gjör utan
sálumessa var sögð fyrir honum sem fyrir öðrum Hólabyskupum,
en engi sókn því at menn vissu ei hvar hans bein ok leg var.47
við upptöku beinanna er ekki er lýst sambærilegri helgiathöfn við þær sem
greint er frá í sögum Þorláks og jóns, en framkvæmd beinaupptökunnar er
í samræmi við reglur kirkjunnar um fyrsta stig athafna þegar átrúnaður á
dýrling var formlega heimilaður. Fyrst var legstaður ákvarðaður (inventio),
næst voru beinin tekin upp (elevatio) og síðan flutt (translatio) á augljósan
stað.48
Í kjölfar beinaupptökunnar þann 6. nóvember 1315 var dánardagur
Guðmundar biskups, 16. mars, formlega lýstur messudagur hans og áheit
leyfð. Áður hafði guðmundi einungis verið sungin sálumessa sem öðrum
Hólabiskupum. Beinin hvíldu nú í kyrrð um sinn en ormur Ásláksson
Hólabiskup (b. 1343–56), sem einnig var norskur eins og Auðunn rauði,
stóð að endurfærslu helgra dóma Guðmundar árið 1344.49 en endanlegum
áfangastað var ekki náð.
3. skrínlagning
Helgi Guðmundar var aldrei formlega lýst á alþingi og í ritheimildum
er Guðmundur ævinlega nefndur ,hinn góði‘50 en ekki ,heilagur‘, og svo
er einnig á altarisklæðinu mikla frá Hólum frá 1376 sem er til sýnis á
Þjóðminjasafni íslands.51 Það kann að skýrast af því að meðal þeirra sem
47 Lárentíus saga, 322−25 (A-gerð).
48 Lárentíus saga, 324 (nmgr. 2); Daniel Callam og John Howe, „translation of Saints,“
í joseph R. strayer, ritstj., Dictionary of the Middle Ages, 12. b. (new York: Charles
screibner’s sons, 1989).
49 Islandske annaler indtil 1578, útg. gustav Storm, Det norske historiske Kildeskriftfonds
Skrifter, 21. b. (Ósló: norsk historisk kildeskriftfond, 1888), 211 (Skálholts annáll).
50 GA, BS, 1:431.
51 Lýst var yfir helgi jóns Ögmundssonar á alþingi árið 1200 og helgi Þorláks Þórhallssonar
1199 en enginn íslensku dýrlinganna þriggja hlaut viðurkenningu páfagarðs á miðöldum.
Þann 14. janúar 1984 lýsti stjórnardeild sakramenta og guðsdýrkunar í Páfagarði því yfir að
Þorlákur væri verndardýrlingur íslands með samþykki jóhannesar Páls 2. páfa, sem kom í
opinbera heimsókn til landsins sama ár.
SAgA Af BEInuM