Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 133
133
útgefendur Arinbjarnarkviðu hafa ekki sett fram neinar tilgátur um þessa
athyglisverðu færslu um kviðuna „ólæsilegu“ en tvennt kemur til greina:
(a) að hún hafi verið skrifuð í noregi og sé systuruppskrift eða afrit 146,
eða: (b) að hún sé skrifuð í Danmörku og hafi verið send til noregs og sé
þá líklega forrit 146. Hægt er að staðfesta hið síðara.
Samkvæmt því sem Árni segir í skrá sinni stóð kviðan í bók í
fjórðungsbroti númer XIII. Árni tók þá bók í sundur og gerði efnisþætti
hennar að sjálfstæðum bókum eða heftum og lýsti efni hvers þáttar og hver
skrifað hefði (bókin var rituð af Eyjólfi Björnssyni og Ásgeiri Jónssyni).
Árni telur upp átján efnisþætti í bók XIII 4to sem skipta má í þrjá
hluta. Í fyrsta hluta voru sex efnisþættir með hendi Eyjólfs; þeir eru allir
glataðir og reif Árni flesta þeirra í sundur að eigin sögn.16 í öðrum hluta
voru átta efnisþættir, þar á meðal uppskrift Arinbjarnarkviðu. Þessi hluti
hefur blaðsíðutölin 1−368. Í þriðja hluta voru fjórir efnisþættir með hendi
Ásgeirs og eru tveir þeirra varðveittir; sá fyrsti er Hervarar saga í AM 359
a 4to, skrifuð í Noregi.17 Eftirfarandi er lýsing Árna á innhaldi annars hluta
bókarinnar. sennilegar tilgátur um safnmörk eru frá kristian kålund18 og
gömul blaðsíðutöl eru úr þeim heftum sem hafa viðkomandi safnmörk.
„Svarfdæla Saga, manu Eyolfi.“ AM 483 4to, bls. 1–112.
„getspeki Heidreks konungs, manu Eyolfi.“ Ekki varðveitt.
„Solar liod Sæmundar prestz froda, manu Eyjolfi.“ Ekki varðveitt.
„Fragment ur Liosvetninga sògu manu Asgeiri. var ritad epter
minne bok sem er med hendi jons Hakonar sonar, var mier onytt
og er nu sundrrifed.“
„Saga af Hromundi greips syne, manibus Asgeiri et Eyolfi.“ AM
587 b 4to, bls. 253–274.
16 Arne Magnussons i AM. 435 a–b, 4to indeholdte håndskriftfortegnelser, 77. Árni telur upp forrit
þessara rita og átti hann þau væntanlega öll eða betri uppskriftir.
17 sbr. Heiðreks saga: Hervarar saga ok Heiðreks konungs, útg. jón Helgason, samfund til ud-
givelse af gammel nordisk litteratur, 48. b. (Kaupmannahöfn: Samfund til udgivelse af
gammel nordisk litteratur, 1924), x. jón Helgason segir söguna vera skrifaða eftir handriti
sem Þórmóður hafði hjá sér í noregi. Mögulegt er að bók XIII 4to hafi upphaflega verið
tvær eða fleiri bækur þar sem ein bók hafi verið skrifuð í Danmörku og önnur í noregi en
einnig er hugsanlegt að Ásgeir hafa skrifað framhald bókarinnar eftir að bæði hann og bókin
fóru til Noregs. Upphaflega gæti ætlunin hafa verið að eyjólfur skrifaði einn bók XIII 4to
fyrir Þormóð og færi með hana til Noregs en hann brugðist af einhverjum ástæðum og
Ásgeir verið kallaður til.
18 Arne Magnussons i AM. 435 a–b, 4to indeholdte håndskriftfortegnelser, 77–78.
ARINBJARNARKVIÐA – uPPSKrIft frÁ ÁrnA MAgnúSSYnI