Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 271
271
manna og leysti verkefnið af textafræðilegri íþrótt, þar sem hann dró saman
allar þær heimildir um Færeyinga í norrænum heimildum sem annað tveggja
höfðu nýst höfundi Færeyinga sögu eða voru komnar frá henni. Hann sýndi
síðar fram á hvernig sögusmiður Ólafs sögu Tryggvasonar hinnar mestu –
þetta orð notar hann yfir ‚compilator‘ – hafði stuðst við Jómsvíkinga sögu
og Heimskringlu. Allt eru þetta vandaðar rannsóknir og veita okkur innsýn
í sögusmiðju manna eins og þess sem setti saman Ólafs sögu Tryggvasonar
hina mestu.
eftir að ólafur Halldórsson fluttist heim tóku við önnur og óskyld
verkefni. Hann skrifaði inngang fyrir ljósprenti að Kollsbók, rímnahandriti
sem varðveitt er í Wolfenbüttel í Þýskalandi og gaf síðan út fjórar bækur
með rímum. Ástæða þess að Ólafur sinnti þessu verki var sú að stjórn-
endur Handritastofnunar Íslands mæltu svo fyrir að sérfræðingar hennar
skyldu vinna að útgáfu rímna, eða eins og segir í formála ljósprentsins
að Kollsbók: „Í upphafi árs 1963, þegar stjórn Handritastofnunar Íslands
tók að hyggja að útgáfumálum, var ákveðið að láta prenta safn rímna,
sem ekki hafa birzt áður, og skyldi það taka við af Rímnasafni Finns
Jónssonar og ná til siðaskipta eða þar um.“ (Íslenzk handrit, 5. b., Kollsbók
1968, v.) Undir þennan formála skrifa einar ól. sveinsson og stjórn
Handritastofnunar. Það má greina í orðum ólafs sjálfs í lítilli athugasemd
um rímur, Rímnaerindi í Postulasögum (1977), að honum hefur ekki fallið
verkefnið vel í geð því að hann segir: „Í tíu ár hef ég talið rímnaskáld með
óvinum mínum og hef neyðst til að hafa þau kynni af þeim, að ég þykist
þekkja handbragð þeirra, enda þótt ég rekist á það þar sem síst væri að
vænta.“ (194.) útgáfa Ólafs Halldórssonar á rímunum fjórum sýnir þó ekki
neina andúð á viðfangsefninu. Sérstaklega er hér vert að geta skýringa hans
og athugasemda, þar sem þekking hans á fornu skáldamáli nýtist mjög vel
sem og eiginleiki hans að geta ráðið torræða staði og skýrt svo að vel megi
við una. Ólafur var gæddur einstakri natni og þolinmæði sem kom sér mjög
vel við handritalestur eins og best birtist í útgáfu hans á Grettisfærslu (1960),
sem kom út meðan hann var enn starfandi í Höfn.
Af handritarannsóknum ólafs ber bók hans Helgafellsbækur fornar
(1966) höfuð og herðar yfir aðrar kannanir af svipuðu tagi, sem reyndar var
lítið af þegar bók hans birtist. Upphaflega var þetta fyrirlestur sem fluttur
var í félagi íslenskra fræða. Mér er minnisstætt hvernig Ólafur leiddi fram
tvö handrit sem um þær mundir voru mjög kunn (a.m.k. annað þeirra):
ÓLAfur HALLDÓrSSon