Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 147
147
í 17. aldar uppskriftum er varðveitt ástarkvæðasafn sem stundum er
kallað hinu ruglingslega nafni Háttalykill hinn meiri. í þessu safni eru fjögur
kvæði undir dróttkvæðum hætti og má af máli þeirra og stíl sjá að þau eru
ort fyrir siðaskipti. Kvæðin sjálf eiga sér ekki nöfn sem varðveist hafa en
eftirfarandi upphöf: Eitt má efni hittast, Efni eitt er stofnað, Mér er æ fyrir
augum og Veit eg að Venris dætra.9 Af þessum mankvæðum má sjá að drótt-
kvæður háttur hefur ekki einskorðast við kvæði um trúarleg efni.
Hinn dróttkvæði Heimsósómi er fremur andlegt kvæði en veraldlegt.
Ásakanirnar á hendur yfirstéttinni kunna vissulega að grundvallast í
reynslu höfundar og samtíð hans en þær eru almenns eðlis og settar
fram í trúarlegu samhengi. erlendar fyrirmyndir íslensku heimsósóm-
anna hafa ekki verið rannsakaðar til hlítar en Guðrún Nordal telur að þeir
eigi meira sameiginlegt með enskum kveðskap en þýskum og tiltekur að
í enskum kvæðum sé fjallað um „almenning, vanda bænda, svik í verslun
og mútuþægni“.10 Líklegt er að til hafi verið fleiri dróttkvæð ádeilukvæði
en það eina sem varðveist hefur. Á strimli í fornbréfi fann Stefán Karlsson
eftirfarandi vísuhelming:
Her er j heime vorum
huerr sannar þat manna
strid ok storer eidar
stinga menn þingum.11
stefán giskaði á að þessi dróttkvæði helmingur væri „fragment af en
heimsósómi“ og virðist það ekki ósennilegt. Hann tímasetti brotið til fyrri
hluta 15. aldar eða um 1400.
9 Kvæðasafn eptir nafngreinda íslenzka menn frá miðöld, útg. Jón Þorkelsson (reykjavík: Hið
íslenzka bókmentafélag, 1922–1927), 84–96. nauðsynlegt er að hafa til hliðsjónar Jón
Helgason, „nokkur íslenzk miðaldakvæði,“ Arkiv för nordisk filologi 36 (1923): 285–313.
10 Guðrún Nordal, Heimsósómi. Athugun á upptökum íslensks heimsádeilukveðskapar (B.A.-
ritgerð við Háskóla íslands, 1982), 49. sjá einnig Guðrún Nordal, „Handrit, prentaðar
bækur og pápísk kvæði á siðskiptaöld,“ í Til heiðurs og hugbótar. Greinar um trúarkveðskap
fyrri alda, ritstj. svanhildur óskarsdóttir og Anna Guðmundsdóttir, snorrastofa, Rit, 1. b.
(reykholt: Snorrastofa, rannsóknarstofnun í miðaldafræðum, 2003), 131–143.
11 Islandske originaldiplomer indtil 1450, útg. Stefán Karlsson (Kaupmannahöfn: Munksgaard,
1963), 431.
DrÓttKVÆÐ ur HEIMSÓ SÓ MI