Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 58
GRIPLA58
þóttu eiga dýrlingshelgi vísa var gerður munur á þeim sem kallaðir voru
beati (,sælir‘ eða ‚góðir‘) og sancti (,heilagir‘) og skilgreining þessara hugtaka
varð fastmótaðri á 12. og 13. öld þegar páfaleyfis var krafist til að lýsa mann
heilagan. Biskupum leyfðist þó enn að lýsa menn sæla og heimilt var að veg-
sama sæla menn á takmörkuðu svæði, yfirleitt í biskupsdæmi.52 samhliða
þrengri skilyrðum páfagarðs um dýrlingshelgi færðist í vöxt að kaþólska
miðaldakirkjan útnefndi fremstu hugmyndasmiði sína í stað biskupa og
konunga áður, sem átt höfðu hug leikmanna vegna baráttu sinnar og þjón-
ustu við Guð. eftir 1310 var svo komið að páfahirðin veitti einungis fáum
erindum um dýrlingsútnefningar biskupa viðtöku og engin þeirra hlaut
staðfestingu þótt beiðnir héldu áfram að streyma að.53
Þrátt fyrir embættismissi og vaxandi andstöðu kirkjunnar við að
staðfesta dýrlingshelgi biskupa benda heimildir til að menn hafi lengi
vænst þess að fá helgi Guðmundar Arasonar formlega viðurkennda. í ann-
álum og heitbréfi norðlendinga segir að harðindaveturinn 1377 hafi Jón
skalli Eiríksson Hólabiskup (b. 1358–90) heimilað að gefa alin af hverju
hundraði og fara með á páfagarð til árnaðarorðs Guðmundi Arasyni að upp
yrði tekin helgi hans og voru sendimenn nafngreindir.54 erindið var ítrekað
140355 en hlaut aldrei afgreiðslu svo kunnugt sé. Af annálum og forn-
bréfum er einnig ljóst að tilraunir voru gerðar á 14. öld til að öngla saman
fé til kaupa á skríni undir helgan dóm guðmundar biskups. Eftir 1403 eru
heimildir þöglar fram til ársins 1525 en þá er skrín guðmundar hins góða
skráð í máldaga meðal annarra helgigripa yfir háaltari Hólakirkju. Þá voru
liðnar rúmlega tvær aldir frá fyrstu formlegu upptöku beinanna.56 Nú veit
hins vegar enginn lengur hvað um þau varð.
viðhorf eftirmanna Guðmundar Arasonar á biskupsstóli gætu einnig
brugðið birtu á sagnaritun um hann á 13. og 14. öld. í B-gerð kemur fram
að ritun sögunnar eigi sér langan aðdraganda:
52 Jørgen raasted, „Helgener,“ í Kulturhistorisk leksikon, 6:324; tryggvi Lundén, „Kanoni-
sering,“ í Kulturhistorisk leksikon, 8:215−16.
53 André Vauchez, Sainthood in the Later Middle Ages, þýð. Jean Birrell (Cambridge: Cam-
bridge University Press, 1997), 418.
54 Islandske annaler, 412 (Flateyjarannáll), 280−81 (Lögmannsannáll 1376); Diplomatarium
Islandicum, 3:206−7.
55 Islandske annaler, 369 (Gottskálks annáll); Diplomatarium Islandicum, 3:682−83 (Heitbréf
Norðlendinga 1403).
56 Diplomatarium Islandicum, 9:295 (Sigurðarregistur).