Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 47
47
krosskirkju.17 orðalag D-gerðar þar sem segir „í stúkunni syðri“18 gæti
samrýmst þeirri merkingu en sú gerð sögunnar er varhugaverð heimild.
Höfundur hennar sniðgengur jafnt upptöku beinanna úr upphaflegum
legstað sem og annað er varpað gæti rýrð á þá einhliða dýrlingsmynd sem
hann dregur upp. Orðalagi kynni því vel að hafa verið hnikað til í því skyni
að draga fjöður yfir óviðeigandi greftrunarstað.
óljóst er hvernig þetta kemur heim og saman við frásögn B-gerðar en
lýsingin í heild minnir óneitanlega á Jóns sögu: „Líkami ins helga Jóns bysk-
ups var jarðaðr útan kirkju fyrir sunnan sönghúsi ok gǫrt yfir hválf.“19 ef
til vill má líta á hvelfingu yfir gröf jóns sem stúku í kirkjugarðinum sem
svipaði þá til legstaðar guðmundar „í stúkunni suður af kirkjunni“, en
staðsetningin samræmist þó ekki þeim stað sem Þorsteinn prestur gengur
til innan kirkjunnar og einnig er nefndur stúka. Á því kann þó að vera
eðlileg skýring eins og síðar verður komið að.
Hörð viðbrögð jörundar Þorsteinssonar við því sem bar fyrir augu og
eyru Þorsteins faraprests skýrast sennilega af viðhorfsbreytingum innan
kirkjunnar. jörundur var einn lærðasti maður landsins á sinni tíð. Hann
stóð í fremstu röð á sviði kirkjuréttar og gerði sér far um að framfylgja
kirkjulögum út í hörgul.20 Honum hlýtur því að hafa verið vel kunnugt um
vaxandi andstöðu við útnefningu nýrra dýrlinga og þrengri lagaskilyrði en
áður höfðu verið til að lýsa menn heilaga. jörundur breytti þó afstöðu sinni
eftir að annar atburður hafði átt sér stað á Hólum, að því er virðist skömmu
síðar, sem klerkum þótti mjög undarlegur. Heimamenn höfðu orðið þess
varir að eldur var laus á staðnum. Þeir finna biskup á bæn fyrir altari, eftir
því sem þeim sýnist, og leita eftir úrræðum:
„leggit til nú, herra, gott ráð ok skjótt, at eigi brenni bærinn.“ Bisk-
up svarar: „taki vatn guðmundar biskups ok stökkvi því í eldinn.“
17 Magnús Már Lárusson, „Kapel (Island),“ í Kulturhistorisk leksikon for nordisk middelalder fra
vikingetid til reformationstid, 22 b. (reykjavík: Bókaverzlun Ísafoldar, 1956–78), 8:255. um
innra fyrirkomulag Hóladómkirkju, sjá nánar guðbjörg Kristjánsdóttir, „Dómkirkjur,“ í
Gunnar F. Guðmundsson, Kristni á Íslandi, 2. b., Íslenskt samfélag og Rómakirkja (reykjavík:
Alþingi, 2000), 154–64.
18 „yðr heimaklerkum mínum er kunnigt, segir hann, at ek hefir löngu fyrirsagt legstað minn
í stúkunni syðri meðal presta tveggja, er þar liggja, ok þèr kennit vel“. GD, í BS, 2:156−57.
19 Jóns saga ins helga, 242.
20 jón Helgason, Islands kirke fra dens Grundlæggelse til Reformationen: En Historisk Fremstilling
(Kaupmannahöfn: gad, 1925), 178–81.
SAgA Af BEInuM