Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 130
GRIPLA130
texti finns birtur en bætt við leiðréttingum Jóns Helgasonar, sem þó gat
aðeins leiðrétt rithátt nokkurra orða.5
Lengi hefur verið talið að uppskriftin í AM 146 fol. sé elsta varðveitta
pappírsuppskrift kviðunnar, en í grein í Són 2013 rökstuddi ég þvert á móti
að kviðan í ÍB 169 4to sé eldri.6 Þetta kallar á skýringar á því hvers vegna
vantar vísuorð í 146. í grein í Griplu 2010 setti Michael Chessnut fram þá
skýringu að Árni Magnússon hefði viljandi stytt kviðuna með þessum hætti
þar sem hann treysti ekki textanum. Chesnutt gerði þó ekki ráð fyrir að í
169 væri eldri uppskrift en í 146. svo heppilega vill til að brot er varðveitt
af þriðju uppskrift kviðunnar frá 17. öld sem nota má til að styðja kenningu
Chesnutt. Verður það nú gert.
2. Uppskrift í eigu biskups
Þormóður torfason (1636−1719), konunglegur sagnaritari á Körmt í
noregi, lét skrifara sinn Ásgeir Jónsson gera a.m.k. tvö eintök af Egils
sögu skömmu fyrir aldamótin 1700. Hann lét setja Arinbjarnarkviðu inn í
söguna eftir afriti sem hann fékk frá Árna Magnússyni, samkvæmt því sem
Árni skrifar á seðil sem fylgir AM 146 fol.:
Þesse drapa stendr i eingum eigils sògum, nema þeim er Þormodr
hefr lated skrifa. hann feck drapuslitred fra mier, og let þad so setia
inn i sin exemplaria, qvæ interpolatio ferenda non est.
I òdru exemplare, eins og þessu, med hendi Asgeirs, er og
drapan, þad feck Etats raad Meier hia Þormodi, og eg epter
Meier.7
Árni kallar hér kviðuna „slitur“ og segir hana „óviðunandi“ innskot í
söguna. Vitnisburður Árna um að kviðan í 146 sé frá honum sjálfum komin
hefur þó tryggt að nokkru gildi hennar þar sem búast mætti við vandaðri
5 Þorgeir Sigurðsson, „Arinbjarnarkviða – varðveisla,“ 18–19.
6 Þorgeir Sigurðsson, „Arinbjarnarkviða – varðveisla,“ 16–19.
7 Eintakið sem Árni segist hér hafa fengið eftir Meier, og innihélt systuruppskrift Arin-
bjarnarkviðu í AM 146, er nú glatað, sbr. Arne Magnussons i AM. 435 a–b, 4to indeholdte
håndskriftfortegnelser med to tillæg, útg. Kristian Kålund (Kaupmannahöfn: Jørgensen & Co.,
1909), 52.