Gripla - 20.12.2014, Blaðsíða 46
GRIPLA46
til hendi sinni, hvárt svá veri, sem honum sýndist, ok var þat einn
veg; þá sagði hann biskupi ok fleirum mönnum. Síþan gekk biskup
til kirkju ok fleiri menn aðrir, ok er þeir koma í stúkuna, þá sá þeir
önga nýbreytni. Nú reiddist biskup, ok þótti sjá maðr vera lyginn,
ok tók illa á honum, ok rak hann á brot; en hann hèlt sögu sinni,
sem áðr hafði hann sagt.11
staðsetning grafarinnar orkar tvímælis. í lok lífssögu Guðmundar Arasonar
af B-gerð segir að hann hafi hlotið greftrun eftir eigin fyrirmælum „í stúk-
unni suðr af kirkjunni milli tveggja presta, er hann hafði áðr jarða látit“12
en í tilvitnaðri frásögn jarteinabókarinnar er jörundur sagður ganga rakleitt
til kirkju og að stúku guðmundar þar. Höfundur C-gerðar tekur fram að
legstaðurinn teljist ekki lengur við hæfi biskupa því að nú kveði kirkjulög
á um að þeir skuli hvíla innan kirkju:
Löngu áðr hafði hann fyrir sagt sinn legstað í stúkunni suðr af
kirkjunni millum tveggja presta er hann hafði þar grafa látit, – hét
annarr Björn Hjaltason en annarr styrkárr Gunnsteinsson, — því
at þá var enn eigi sú lagasetning opinberuð hér á Íslandi at gröftr
formanna skipaðiz innan kirkju.13
í sömu gerð sögunnar er nokkru síðar ítrekað að Guðmundur hafi verið
jarðsettur utan kirkju og að við svo búið megi ekki standa.14 B- og C-gerð
ber því ekki saman. Orðið ,stúka‘ var einkum notað um stór útskot úr
kirkjum þar sem altari hafði verið komið fyrir15 eða um hliðarkapellur, en
virðist þó einnig hafa getað átt við um kór.16 Magnús Már Lárusson áleit
að í íslenskum kirkjum ætti orðið við um ákveðinn hluta kirkju eða kap-
ellu fremur en viðbyggingu, en merkti þó líklega oftast norður-suðurarm
11 GB (Jtb), í BS, 1:609. Í 127. kafla GC segir að atburðurinn hafi átt sér stað að morgni
pálmasunnudags, sjá einnig foote, „Bishop Jörundr,“ 102.
12 GB, í BS, 1:585.
13 GC, 119. kafli.
14 GC, 119. kafli.
15 johan Fritzner, Ordbog over det gamle norske sprog, 2. útg,. 3 b. (Ósló: Den norske forlags-
forening, 1886–96), 3:582. orðið kemur fyrir í fleiri en einni merkingu.
16 Marius Hægstad og Alf torp, Gamalnorsk ordbok med nynorsk tyding (Ósló: Det norske
samlaget [Landsmaals-laget], 1909), 437.