Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 42
GRÓÐURFARSBREYTINGAR Á ÍSLANDI VIÐ LANDNÁM 41
Stóru-Mörk, mælist 4,5 sm í sýninu sem unnið var með. Líkt og við
Ketilsstaði er líklegt að gjóskan hafi valdið því að efstu hlutar jarðlaganna
þorna. Það má sjá á hækkuðum hlutfallslegum gildum frjókorna af grösum
á móti störum sem haldast upp til 89,5 sm (1013) þar sem starafrjóum
fjölgar á nýjan leik og grasfrjóum fækkar, líklega eftir að rakaheldni
jarðlaganna eykst með aukinni setmyndun. Eftir sem áður er líklegt að
varanleg búseta á Stóru-Mörk hafi hafist í síðasta lagi um 920. Breytingar
á samfélögum bjallna og gróðurs benda til að trjágróður hafi að mestu
horfið um það leyti og ólíklegt verður að telja að gjóskufall hafi valdið
trjágróðri miklum skakkaföllum (Vickers o.f l., grein í undirbúningi).
Líklegra er að lágvaxnari tegundir gróðurs bíði skaða af slíku (sbr. Þóra
Ellen Þórhallsdóttir 1996; Edwards o.f l. 2003).
Eftir 1013 (89,5 sm) eru breytingar á gróðurfari við Stóru-Mörk
takmarkaðar. Einkennisjurtir tímans fyrir landnám (aðallega birki og
mjaðjurt) verða jafnt og þétt minna áberandi en þær sem betur þrífast í
röskuðu umhverfi og við beit (t.d. kattartunga, möðrur og fíf lar) auka
gildi sín samsvarandi. Það samræmist f lestum öðrum sambærilegum
rannsóknum sem sýna að gróðurfar nær jafnvægi að nýju eftir tímabil
röskunar við upphaf landnáms (Margrét Hallsdóttir 1987).
Reykholtsdalur
Tveir rannsóknastaðir voru valdir í Reykholtsdal. Sýni var tekið í
dalbotninum, milli Reykholts og Reykjadalsár, þar sem framræsluskurður
sker gamlan, uppfylltan árfarveg. Þessu sýni var ætlað að nema áhrif
umsvifa landbúnaðar þar sem þau voru líklega hvað mest. Einnig var
tekinn setkjarni úr Breiðavatni sem er á hálsinum milli Reykholtsdals og
Hálsasveitar. Því sýni var ætlað að nema breytingar fjær bæjum.
Dalbotninn
Sýnið frá dalbotninum nær frá um 465 til dagsins í dag (78-0 sm; Mynd 4).
Engin gjóskulög, sem hægt var að tímasetja, fundust í sýninu. Tímatalið
er þess í stað byggt á fjórum 14C aldursgreiningum. Tvær þessara greininga
voru gerðar á setefnum ofan og neðan gjóskulags á 60-58,5 sm, sem
upphaf lega var talið að væri landnámsgjóskan. Það reyndist þó ekki rétt,
efnagreining benti til að hún væri úr Kötlu (Egill Erlendsson 2007).