Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Blaðsíða 45
44 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
greinanlegar eftir að gróðurfarsbreytingar í kjölfar landnáms eru
yfirstaðnar. Helst má greina aukningu í frjókornum af grösum og fíf lum á
kostnað starafrjóa ofan 10 sm, sem ef til vill má rekja til aukinnar framræslu
votlendis til túnræktar, með tilheyrandi þurrkun og bættum búsvæðum
fyrir þurrlendisgróður, til dæmis grastegundir.
Breiðavatn
Sá hluti setkjarnans úr Breiðavatni sem nýttur var til þessarar rannsóknar
nær frá um 1000 f.Kr. til um 1900 (Mynd 5). Úr honum voru greind
frjókorn og varðveittar leifar rykmýs (Gathorne-Hardy o.f l. 2009).
Aldursgreiningar í kjarnanum byggja á gjóskulagi frá Kötlu (121-119
sm), sem talið er vera frá um 1000 f.Kr. miðað við rannsóknir Bryndísar
Róbertsdóttur (1992), og landnámslaginu á 41,5-41 sm. Þá eru efri mörk
þess sets sem var nægilega þétt til að ná með rússabor áætluð vera frá um
1900. Reynt var að bæta aldurslíkanið með geislakolsgreiningum á seti en
þær niðurstöður gáfu of háan aldur, sem samsvaraði um 400 árum fyrir
landnám, miðað við aldur gjóskulaganna. Við landnámslagið og ofan þess
varð þessi skekkja meiri eftir því sem ofar kom í kjarnann, sem bendir til
að f lutningur á eldra kolefni til vatnsins hafi aukist þá, líklegast af völdum
aukins jarðvegsrofs (Gathorne-Hardy o.f l. 2009). Aldurslíkanið byggist
því einungis á gjóskulögunum tveimur og yfirborði setsins.
Lífrænt efni setefnanna var fremur stöðugt, milli 20 og 30% í f lestum
sýnum. Lægri gildi má yfirleitt rekja til gjóskulaga í kjarnanum. Á 11-8 sm
hækka þessi gildi í 50-60% um trefjaríkt lag af óþekktum uppruna. Mæling
á segulviðtaki setsins endurspeglar að mestu feril lífræns innihalds. Á
þessum mælingum er þó sá munur að ofan 24 sm hækka gildi segulviðtaks
verulega, sem bendir til aukins jarðvegsrofs umhverfis vatnið, en aðeins
lítilsháttar lækkun á hlutfalli lífræns efnis er greinanleg á þessu bili. Þessa
takmörkuðu breytingu á lífrænu innihaldi má líklega skýra með því að
lífrænt efni í vatnasetinu (20-30%) er áþekkt því sem mælist í jarðvegi
með sambærilegum aðferðum (Guðrún Gísladóttir og Egill Erlendsson,
óbirt gögn). Aukið jarðvegsrof er því ekki líklegt til að koma skýrt fram
í mælingum á lífrænu efni í vatnasetinu.
Frjógreiningin bendir til að birkiskógur, blandaður víði og fjalldrapa,
hafi vaxið umhverfis vatnið fyrir landnám. Þessar aðstæður virðast hafa
haldist lítið breyttar utan tímabils milli 90,5 og 62 sm (~325 f.Kr.-350)
þar sem votlendis- og bersvæðisgróður (starir, brjóstagras og buramosar)