Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 48
GRÓÐURFARSBREYTINGAR Á ÍSLANDI VIÐ LANDNÁM 47
honum var að finna lag viðarbúta um 17 sm ofan landnámsgjóskunnar
(Guðrún Gísladóttir og Egill Erlendsson, óbirt gögn) sem fellur að
þeirri staðsetningu í kjarnanum sem sýnir skógarhörfunina. Brotthvarf
skóglendis í kringum vatnið, með tilheyrandi raski innan vatnasviðsins
virðist hafa hrundið af stað varanlegu rofi jarðvegs, sem að einhverju leyti
hefur borist til vatnsins. Það sýna hækkuð gildi segulviðtaksmælinga ofan
24 sm sem benda eindregið til aukins f lutnings af ólífrænu, segulmögnuðu
efni í setlögin.
Umfjöllun
Hvað getur rannsókn sem þessi sagt til um umhverfi og samskipti manns
og náttúru í stærra samhengi? Flestar rannsóknir benda til hnignandi
umhverfis á síðari hluta nútíma. Sú rannsókn sem hér hefur verið gerð
grein fyrir nær hins vegar yfir fremur takmarkaðan hluta þess tíma. Aðeins
setkjarninn úr Breiðavatni nær aftur fyrir árið 500. Niðurstöður greininga,
sem gerðar voru á frjókornum og rykmýi úr honum, benda hvorki til
afgerandi kólnunar né hnignandi gróðurs fyrir landnám (1000 f.Kr.-871).
Niðurstöður frjógreininga á sýnum neðan landnámslags frá Stóru-Mörk
og Reykholti benda til að loftslag hafi verið milt á tímabilinu milli 600
og 800 í samanburði við tímabilin á undan og eftir (500-600 og 800-
871; Egill Erlendsson og Edwards 2009). Það fellur vel að niðurstöðum
Áslaugar Geirsdóttur o.f l. (2009), sem hafa tef lt fram gögnum sem sýna
tímabil óhagstæðra aðstæðna fyrir gróður um 600 og aftur um 825 en
betri skilyrði fyrir gróður þar á milli. Þá hafa Axford o.f l. (2008) sýnt fram
á tímabil hlýinda milli 600 og 800. Svo virðist þó sem landið hafi verið
numið í lok tímabils sem var fremur óhagstætt birki og ef til vill líklegt
að skóglendi hafi átt undir högg að sækja á jaðarsvæðum birkigróðurs, til
dæmis við efri skógarmörk og þar sem jarðvegsraki var mikill.
Þó svo birkiskógar hafi líklega átt erfitt uppdráttar á sumum svæðum
skömmu fyrir landnám vegna staðbundinna aðstæðna, eins og við
Ketilsstaði, er eftir sem áður ljóst að stærstur hluti láglendisins, hins
byggilega lands, var að líkindum vaxinn skógi eða runnagróðri. Þetta
sýna niðurstöðurnar frá Stóru-Mörk og Reykholti auk f lestra þeirra
rannsókna sem gerðar hafa verið með frjógreiningu (t.d. Þorleifur
Einarsson 1961, 1963; Margrét Hallsdóttir 1987; Margrét Hallsdóttir
og Caseldine 2005; Lawson o.f l. 2007) og er þetta álit f lestra þeirra sem
um efnið hafa f jallað (sjá t.d. samantekt Þóru Ellenar Þórhallsdóttur