Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 50

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2010, Page 50
GRÓÐURFARSBREYTINGAR Á ÍSLANDI VIÐ LANDNÁM 49 á aðeins um 150-250 árum. Það er því ekki einsýnt að þessi gögn bendi til hóf legrar nýtingar, heldur kann að vera að röðin hafi ekki komið að þessum stöðum á ferli skógareyðingarinnar fyrr en um 1150. Hvað sem líður vilja fólks á þeim tíma til að nýta náttúruauðlindir sínar af hófsemi þá bendir hratt fall birkifrjókorna á þessu tímabili til að skóglendi við vötnin hafi látið hratt undan. Í raun er fátt vitað um afdrif þeirra leifa af birkiskógum sem lifðu, eftir að mesta skógareyðingin átti sér stað. Rannsóknir með frjógreiningu hafa enn sem komið er verið nær alfarið miðaðar við það sem gerðist nærri byggðum við landnám en minna gert af því að rekja þróun gróðurfars í kringum þá staði þar sem vitað er um skóglendi á síðari tímum. Þó svo að sögulegar heimildir geti verið afar haldgóðar og veitt mikilsverðar upplýsingar um tilvist skóga og nýtingu þeirra á ákveðnum tímum, þá eru þær því marki brenndar að vera fremur slitróttar. Það er til dæmis ljóst að þegar efni Jarðabókar Árna Magnússonar og Páls Vídalíns var safnað í upphafi 18. aldar voru víða leifar af skógum sem nú eru horfnar, þó að líklega hafi þær verið bæði litlar og dreifðar. Lítið er vitað um afdrif þeirra skógarbletta sem þá voru eftir, um ástæður brotthvarfs þeirra og hvenær þeir hurfu. Ítarlegri þekking á samfelldri umhverfissögu slíkra staða myndi auðvelda heildræna túlkun á afdrifum þess hluta íslenska skóglendisins sem tórði gegnum fyrstu aldir byggðar. Spurningin, hvort greina megi upphaf búsetu og tímasetja í gögnum af því tagi sem hér hafa verið sett fram, er fremur snúin. Eins og dæmin frá Ketilsstöðum og Stóru-Mörk sýna eru fyrstu merki um áhrif landnýtingar á umhverfi fremur veik og erfitt að segja til hvort um er að ræða af leiðingar af umferð húsdýra um beitilönd eða aðra landnotkun, til dæmis skógnytjar án þess að varanleg búseta hafi verið hafin á þessum stöðum. Í tilfelli Ketilsstaða gerir hið opna umhverfi við landnám enn erfiðara fyrir að segja til um hvenær föst búseta hófst, þar sem þær miklu breytingar sem verða af völdum skógareyðingar koma aldrei til þar. Edwards o.f l. (óbirt grein) hafa rætt möguleika á að nýta frjókorn eða aðrar smásæjar breytur til að rekja ferli landnáms í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi. Niðurstaða þeirra er að enga eina breytu sé hægt að túlka sem ótvírætt tákn um landnám. Það verði ávallt að meta breytingar á öllum þeim frjóf lokkum sem geta bent til mannvistar. Hér ber þó að huga að vali á rannsóknastöðum. Það er ekki alltaf einsýnt að einn og sami rannsóknarstaðurinn henti til að svara mismunandi spurningum. Í þeirri rannsókn, sem hér hafa verið gerð lausleg skil, voru staðirnir valdir fyrst og fremst með það fyrir augum að nema áhrif landnámsins á gróður og jarðveg til lengri tíma, frá
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.